Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Hvers vegna hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þurft að hækka útsvarsprósentu í topp ?

Svar mitt er það að ástæðan er fólksflóttinn af landsbyggðinni vegna atvinnustefnu í sjávarútvegi og landbúnaði hér á landi þar sem fjölmennustu svæði hafa ekki haft undan við að byggja upp þjónustu í samræmi við fjölgun íbúa, nema að til kæmi nýting útsvarsprósentu í topp sem aftur þýðir mestu mögulegar álögur á borgaranna. Því til viðbótar kemur vitundarleysi gagnvart fjölgun innflytjenda til landsins hvað varðar fjölda á of skömmum tíma.

kv.gmaria.


Byggðaröskun hér á landi hefur orsakað ansi margt sem þarf að skoða í víðu samhengi.

Það atriði að setja af stað kerfi í sjávarútvegi sem inniheldur það atrifði að atvinna fjölda manna úti á landi geti verið að engu höfð á einni nóttu, með því að einn maður taki ákvörðun um að selja aflaheimildir af staðnum er og hefur verið óráðsía hin mesta. Til hvers voru menn að byggja hús úr steinsteypu á staðnum ef þeir síðar máttu gjöra svo vel að taka slíkri óvissu atvinnulega ? Til hvers var hið opinbera að veita lán til íbúðarkaupa úti á landi þegar svo var komið að sveitarfélög réðu ekki nokkru hvað varðar atvinnu á stöðunum lengur við útgerð og fiskvinnslu og viðkomandi aðilum hafði ekki verið settar nokkrar skorður hvað varðar gjald fyrir tilfærslu aflaheimilda af einu atvinnusvæði á annað ? Hvers vegna var ríkið að byggja upp heilsugæslu á þessu stöðum fyrir almannafé ef stefnan var engin um atvinnuna til framtíðar ?

kv.gmaria.


Var að hlusta á Brekkusönginn í Eyjum, alveg yndislegt.

Það er alveg frábært að geta hlustað á stemminguna í Eyjum í beinni útsendingu úr útvarpi,, takk takk, takk fyrir það. Það er alveg einstök tilfinning að taka þátt í söng með setu í brekkunni í dalnum sem seint gleymist. Að fá að vera þáttakandi heima hjá sér er stórskemmtilegt.

kv.gmaria.


Eitt hundrað færri fíkniefnaneytendur.

Óska lögreglunni til hamingju með góðan árangur við að góma þennan glæpaframleiðanda hér á landi. Það kann að forða eitt hundrað íslenskum ungmennum frá stórhættulegu vímuefni.

kv.gmaria.


mbl.is Fundu 100 skammta af LSD á farþega í rútu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skondin umræða um sölu á Ríkisútvarpinu.

Mér segir svo hugur um að nokkrir kollegar Björns Bjarnasonar hafi eitthvað oftúlkað ummæli hans um að selja ruv sem mig minnir að hafi verið sett fram í spurningaformi en ekki sem fullyrðing. Ráðherran gat einnig hafa slegið þessu fram í gríni til þess að athuga viðbrögðin. Menntamálaráðherra hefur tekið af öll tvímæli þess efnis að slíkt sé ekki á döfinni enda nýbúið að breyta ruv í hlutafélag.

kv.gmaria.


Samstarf hins opinbera ,ríkis og sveitarfélaga er í þjónustu skattgreiðenda.

Las í blaði nýlega viðbrögð fjármálaráðherra við hugmyndum þess efnis að sveitarfélög fái hlutdeild í fjármagnstekjuskatti. Hann kvað það ekki koma til greina samkvæmt frásögninni. Mér finnst þar á ferð fremur undarleg viðbrögð ráðherrans, því hvoru tveggja er sjálfsagt og eðlilegt að sveitarfélögunum sé gert kleift að halda uppi þjónustustigi lögboðinnar grunnþjónustu við landsmenn og breytt umhverfi skattgreiðslna þ.e. fjölgun einkahlutafélaga hlýtur eðli máls samkvæmt að kalla á endurskoðun við innbyrðis tekjuskiptingu að þessu leyti.

kv.gmaria.


Heima er bezt.

Ég er heima í Hafnarfirði þessa verslunarmannahelgi og dúlla mér við að reyna að gera fegurra í kring um mig. Reyndar hefi ég sjaldnast lagst í flakk þessa helgi  síðari ár ,utan þess að fara á hinar gömu heimaslóðir undir Fjöllunum. Mér finnst nú einhvern veginn að fleiri séu heima þessa helgi en áður og skýringin ef til vill sú að fólk hafi ferðast mikið á hinum miklu góðveðursdögum sem einkennt hafa þetta sumar. Hver veit ! Þessi helgi hefur hins vegar oft verið andaktug í hér á höfuðborgarsvæðinu og manni liðið eins og Palla einum í heiminum á labbi um stræti og torg, sem er ágæt tilfinning og tilbreyting frá hamagangi , hraða og látum.

kv.gmaria.


Einn flokkur Ríkisflokkurinn endurkosinn aftur og aftur við stjórnvölinn, og ræður öllu, aðeins í vanþróuðum ríkjum ?

Munur á kapítalisma og kommúninsma er engin þegar landamæri þess hins sama mætast, það hefi ég löngum sagt og segi enn og tel slíkt nákvæmlega hafa gerst hér á landi ekki hvað sist varðandi fiskveiðistjórnun hér á landi frá upptöku kvótakerfis í sjavarútvegi. Nægir þar að nefna að 72 % landsmanna eru á móti núverandi fiskvéiðistjórnunarkerfi. Við erum á Íslandi en ekki annars staðar og lýðræðisþróun hér á landi ætti að lúta einhverjum hefðum en gerir hún það ? Inni á hinu háa Alþingi og við ákvarðanatöku framkvæmdavaldsins ? Svo einfalt eins og það er fer það eftir valddreifingu við ákvarðanir hvert mat manna á stjórnvaldsathöfnum er fyrr og síðar og nauðsynlegri endurskoðun þess hins sama.

kv.gmaria.


Árni Johnsen er einn stærsti hluti Þjóðhátíðar Vestmannaeyja.

Hvort sem mönnum líkar betur eða ver er Árni Johnsen nú þegar hluti af Þjóðhátíð Vestmannaeyja sem kynnir og stjórnandi brekkusöngs. Árni hefur að öðrum ólöstuðum viðhaldið menningu Vestmannaeyja vel á lofti og virt forvera sinn í sama starfi Ása heitinn í Bæ vel og lengi. Ákvörðun núverandi þjóðhátíðarnefndar að vilja ekki hafa Árna sem kynni er furðuleg og ber vott um eitthvað sem ég ætla ekki að nefna en geymi það orð í huga mér .

kv.gmaria.


Alveg skil ég Odd.

Oddur Helgi er talsmaður réttlætisins norðan heiða hafi hann þakkir fyrir.

kv.gmaria.


mbl.is Efast um að ákvörðun bæjaryfirvalda á Akureyri standist lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband