Fá launþegar reglulega fræðslu um réttindi og skyldur á vinnumarkaði ?

Það atriði að haldnir séu fundir á vinnustað af hálfu trúnaðarmanna á vegum verkalýðsfélaga sem fólk tilheyrir er vandfundið nú til dags leyfi ég mér að segja því eftirganga félaga gagnvart slíku virðist engin.  Ég geri þá lágmarkskröfu til starfandi verkalýðsfélaga í landinu, sem launþegar greiða félagsgjöld til,  að þau uppfræði fólk sem er nýkomið á vinnumarkað um réttindi sín og skyldur. Er það til of mikils ætlast ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Nei því get ég lofað þér að launþegar þessa lands fá ekki þær upplýsingar sem þeir eiga rétt á. Af reynslu minni sem trúnaðarmaður þá er þeim ekki gert  kleift að stunda starf sitt. Hvorki með aðsöðu því núna er vinsælast að allir vinni í opnu rými og svo eru trúnaðarmenn í fullu starfi og oft erfitt að finna tíma fyrir þá vinnu nema helst heima hjá sér á kvöldin þegar maður er orðin dauðþreyttur. Ég hvet vinnuveitendur til að búa betur að trúnaðarmönnum

Þóra Sigurðardóttir, 2.8.2007 kl. 01:34

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Keli.

Já ég hefi rekið mig á þetta gegnum árin var sjálf trúnaðarmaður á sinum tíma í Reykjavík, og þetta er óviðunandi.

Sæl Þóra.

Það sem þú lýsir er nákvæmlega það sem ég þekki líka, það er aldrei tími fyrir slíkt og eins og þú segir ætlast til þess að trúnaðarmenn geri þetta utan vinnutíma.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.8.2007 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband