Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
Aukið aðgengi að áfengi er ekki forgangsmál í samfélaginu.
Miðvikudagur, 1. ágúst 2007
Frelsi er ekkert frelsi nema þess finnist mörk og innan marka frelsisins fáum við notið þess. Þau hin sömu mörk frelsis er ekki hægt að útfæra í formi þess sem einhverjum kann að finnast þægilegt sjálfum sér til handa, burtséð frá því hver heildarmynd þess hins sama kann að þýða þegar upp er staðið til handa viðkomandi. Ef aukin neysla áfengis veldur svo og svo miklum þjóðhagslegum kostnaði að hækka þarf skatta, á alla, hefur tilgangurinn þá ekki farið fyrir lítið ?
kv.gmaria.
Kastljós kvöldsins.
Miðvikudagur, 1. ágúst 2007
Var að horfa á Kastljós kvöldsins, og viðtal Helga Seljan við Geirjón yfirlögregluþjón vegna gagnrýni á lögreglu. Framsetning Helga á gagnrýni þessari var í leiðinlegum nöldurtón að mínu viti en jákvæðni Geirjóns til andsvara var eins og honum er einum lagið. Hann útskýrði þá hlið mála er snýr að lögreglu sem Helgi virtist ekki alveg hafa meðferðis þó fréttamenn eigi nú að reyna að gæta beggja sjónarmiða. Fréttamenn gegna nefnilega all miklu hlutverki varðandi það atriði hvort virðing samfélagsins gagnvart þeim er gæta þess að halda uppi lögum í landinu er fyrir hendi.
kv.gmaria.
Er verið að ræða um innanbæjarferðir í Hafnarfirði ?
Miðvikudagur, 1. ágúst 2007
Ósköp finnst mér þetta stuttur timi sem þarna mælist þ.e.a.s. ef viðkomandi fer úr Hafnarfirði til Reykjavíkur. Kanski er þarna einungis um vinnu innanbæjar að ræða.
kv.gmaria.
![]() |
Hafnfirðingar lengur á leiðinni til vinnu en aðrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |