Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Ætla heimilislæknar að sinna heimahjúkrun og fara í vitjanir ?

Alveg hreint stórmerkilegar tillögur að niðurskurði sem einhverra hluta vegna virðast ekki taka að nokkru leyti til læknanna sjálfra nema ef þeir hinir sömu hafi hugsað sér að fara af stofum í vitjanir út í bæ án hjúkrunarfræðinga.

Var ráðuneytið að kalla eftir sparnaði á þessu sviði þ.e. í grunnþjónustunni sem þó hefur ekki náðst að uppfylla, eða hvað ?

kv.gmaria.


mbl.is Yfirlæknar leggja til sparnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andsvar almennings gagnvart niðurrifsöflum af hálfu trúlausra.

Það hefur verið afar ánægjulegt að heyra að fólk er ekki tilbúið til þess að láta yfir sig ganga endalausan áróður sem felur í sér niðurrif á trúarskoðunum þess, og þeim lífsgildum sem boðskapur trúar hefur fært samfélagi á norðurhjara veraldar þar sem þjóð vor telst þjóð meðal þjóða í formi þeirra lífsgilda sem trúin meðal annars inniheldur í voru siðgæði.

Í mínum huga er það mjög skýrt að trúin er það meðal sem við eigum og án hennar værum við mun fátækari svo mikið er víst, því trúin veitir okkur von og vonin er lífsneisti framtíðarinnar og forsenda kærleikans í lífi mannanna.

kv.gmaria.


Mannekla og álag starfa í skólum landsins, hefur aukist ár frá ári.

Það er nú dálítið kostulegt að menn skilji lítið í því að námsárangur sé lélegri þegar þannig er búið um hnútana að mannekla hrjáir skóla landsins einkum á fjölmennustu svæðum. Gildir einu um hvort er að ræða faglærða eða ófaglærða, fjármunir til reksturs eru einfaldlega ekki sem skyldi, hvort sem um er að ræða leikskóla eða grunnskóla.

Nægilegur mannafli að störfum við verkefni þessi ætti eðli máls samkvæmt alls ekki, að vera til, en því miður er raunin önnur og ástæðan fyrst og fremst í formi meints sparnaðar þess efnis að greiða stéttum í grunnþjónustu hins opinbera nógu lág laun.

Ég leyfi mér að fullyrða ef ekki kæmi til hrein hugsjón og metnaður afar margra í kennarastétt hér á landi til þess að yfirgefa ekki störf sín sem kennarar undir miklu álagi starfanna, þá væri ástand með því móti að ekki væri við unað.

 Hið sama má segja um samstarfsstéttir kennara í skólunum.

kv.gmaria.

 


Skerðingar lífeyrissjóða á áður fyrirframgefnum forsendum til launþega á vinnumarkaði eru alvarleg mistök í stjórnun sjóðanna.

Það gengur ekki að hið háa Alþingi láti sér það líka að iðgjöld innheimt af lífeyrissjóðum, samkvæmt lögum þar að lútandi, á grundvelli samninga um endurgreiðslur svo og svo miklar við greiðslu þessara gjalda, GETI SÍÐAR KOMIÐ OG BREYTT ÁÐUR GEFNUM FORSENDUM til handa sjóðsfélögum eftir á með skerðingum úr sjóðunum.

Fulltrúar almennings á Alþingi Íslendinga hvar í flokkum sem þeir standa hvoru tveggja þurfa og verða að taka til hendi í þessu máli, því sjóðirnir hafa lögum samkvæmt heimild til að innheimta 

Afleiðingum að mistökum í stjórnum sjóðanna verður því EKKI velt yfir á þann sem búið er að taka af fé í sjóðina ALDREI TAKK FYRIR.

kv.gmaria. 

 


Nöldur og jag í ræðuformi skilar yfirleitt engu, Steingrímur.

Hefur einhver heyrt rætt um Hjörl, ? Það hefi ég en hjörl, eru mælikvarði á ræðulengd miiðuð við þingmann Alþýðubandalagsins  Hjörleif Guttormsson þann annars ágæta mann sem umfram aðra hélt langar þingræður og hélt uppi málþófi ef svo bar undir.

Sjálf varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi ef ánægju skal kalla að hlýða á Hjörleif klukkan að ganga þrjú um nótt, ræða um Skógrækt fyrir nær tómum þingsal, í bið eftir umræðu um Lög um réttindi sjúklinga, þar sem formaður heilbrigðisnefndar og heilbrigðisráðherra voru þó eftir í þingsal ásamt mér á áheyrandapalli.

Svo virðist sem VG ætli að halda í heiðri virðingu fyrir " hjörlum " þ.e. löngum þingræðum þar sem magn orða skal að virðist vera mælikvarði á virðingu fyrir lýðræði, þótt ef til vill sé það nú raunin að oft má í litlu máli segja það sama og afgreiða fleiri mál er lúta að samfélaginu,  þar af leiðandi.

Hin einangraða afstaða VG í þessu máli er nokkuð hjákátleg satt best að segja.

kv.gmaria.

 


Hvílíkur endemis aulaháttur Geir !

Svo vill til að starfandi lífeyrissjóðir í landinu innheimta iðgjöld af launþegum á vinnumarkaði í krafti laga frá Alþingi, og þeim hinum sömu lögum getur Alþingi breytt ef sjóðir taka það upp að skerða sjóðsgreiðslur ellegar starfa ekki eftir þeim lögum sem gilda skulu.

Fjárveitingar !!!!  Halelúja, fjárveitingar.....  Það væri að æra óstöðugan að skattgreiðendur sem einnig eru launþegar ættu að fara taka þátt í því að brúa skerðingar með fjármunum, ég á ekki orð.... nema þau hin sömu og hefi oft áður sagt " það er ekki öll vitleysan eins, heldur aðeins mismunandi. "

kv.gmaria.


mbl.is Ekki frekari inngrip í starfsemi lífeyrissjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úti er alltaf að snjóa........

Nei smá grin... Það er ekki byrjað að snjóa EN það spáir snjókomu í fyrramálið og ég legg til að menn athugi þann kost að nota almenningssamgöngur ef vera kynni að þeir hinir sömu væru ekki komnir á naglalaus vetrardekk á bifreiðum sínum.

kv.gmaria.


Baráttan við að koma einstaklingum úr viðjum fíkniefna.

Hinn viðurstyggilegi heimur fíkniefna sem nær að fjötra ungmenni til fylgis við sig og til staðar er hér á landi, kallar á aðgerðir sem innihalda fleira en forvarnafræðslu þótt sú hin sama sé hvoru tveggja sjálfsögð og eðlileg.

Dómsmálayfirvöld hafa samstillt lögreglu sem í auknum mæli tekur úr umferð fólk sem ekur undir áhrifum eiturlyfja í umferðinni. Því ber að fagna.

Ég tel hins vegar stórlega á skorta alvöru samvinnu félags og heilbrigðisyfirvalda varðandi meðferðarúrræði sem taka á vandanum þegar hann er til staðar strax, án þess að viðkomandi einstaklingar þurfi að bíða, því svo vill til að það veldur áframhaldandi þróun hins viðurstyggilega heims fíkniefna og enn alvarlegri vandamálum sem aftur lenda í heilbrigðisgeiranum  fyrr eða síðar sem geðvandamál.

Hér þarf að stilla saman strengi í mun ríkara mæli en til staðar er í dag, gagnvart börnum og ungmennum þar sem tíminn skiptir máli í því sambandi og lykillinn að því að ná árangri er inngrip á fyrstu stigum þróunar hvers konar og því þurfa meðferðarúrræði að vera til staðar og ÖLL meðferðarúrræði eiga af HAFA samráð sín á milli, ÖLL.

kv.gmaria.


Vill forstjóri Kaupþings verðtryggingu á brott núna ?

Skil nú ekki alveg hvað lesa má út úr þessum orðum forstjórans, um efnahagsumhverfið hér á landi.

Varla eru hér einhver ný sannindi á ferð fyrir bankamenn.

kv.gmaria.


mbl.is Viðbrögð allt önnur hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðventa jóla gengur í garð.

Jæja það hafðist að koma aðventukertum á sinn stað og tendra ljós á Spádómskertinu en ætíð fylgir því friður að tendra ljós á þessu kerti.  

 

 

RIMG0014.JPG

Blessaðir jólakarlarnir mínir.

RIMG0005.JPG

 

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband