Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Bændur beri gæfu til að vernda íslenska kúakynið.

Einu sinni enn er þessi umræða upphafin, nú undir formerkjum sparnaðar árlega. Satt best að segja leyfi ég mér stórlega að draga í efa þennan sparnað einkum og sér í lagi ef tekið er tillit til þess hvað tapast þ.e. sérstakir eiginleikar sem íslensk mjólk býr nú yfir. EF spurning er um að anna markaði innanlands þá er svarið einfalt, fjölga þarf bændum en ekki stækka kýrnar.

kv.gmaria. 


mbl.is Nýtt kúakyn gæti sparað rúman milljarð á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarflokkurinn ætti ekki að eiga einn einasta fulltrúa við það að endurskoða eigin ákvarðanir, flóknara er það ekki.

Sökum aðkomu að ákvarðanatöku á fyrri stigum máls, sem meirihluti, ætti flokkurinn að sitja hjá, þótt taki þátt í nýjum meirihluta, alfarið.

kv.gmaria.


mbl.is Björn Ingi ekki í stýrihópnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú á að hamast í Villa í stað þess að horfa á alvöru málsins að virðist.

Fulltrúi hinnar meintu stjörnublaðamennsku var mættur í Silfur Egils með tákn sitt hatt á höfði í dag. Sá hinn sami var svo mikið úti að aka í umræðunni að þegar verið var að ræða þá stórvitlausu gjörninga sem farið höfðu fram sá hann ekki annað en pólítiska framtíð Vilhjálms í því samhengi, líkt og einstök framtíð einstakra aðila innan flokka skipti meira máli en málið sjálft. Er hann þar með að horfa framhjá þeim gjörningum sem orðnir eru, eða hvað ?

kv.gmaria.


Hin nýja borgarstjórn í Reykjavík getur ekki setið auðum höndum í Orkuveituklúðrinu.

Það er ljóst að tíminn er peningar fyrir skattgreiðendur í Reykjavík og hin nýja borgarstjórn getur ekki setið aðgerðalaus og svæft mál í nefndum, meðan fyrirtæki þykjast hafa eignast 20 ára sjálftöku að eignum almennings samkvæmt gerðum samningum eins og ekkert sé.

Hve langt skal umburðarlyndið teygja sig ?

Sé að menn hafa tekið til við það að slá sig til riddara undir formerkjum umburðarlyndis, hér og þar, ellegar þá að þeir kjósa að kasta steinum í mitt trúfélag, kristna kirkju fyrir skoðun varðandi það atriði hvort kristin kirkja eigi túlka samvist samkynhneigðra sem hjónaband. Samvist samkynhneigðra er eðli máls samkvæmt ekki hjónaband í þeim skilningi að þar séu karl og kona sem sameiginlega geta, getið af sér börn og fjölgað mannkyni. Sökum þess er þar ekki um að ræða band í milli hjóna þ.e karls og konu. Í ljósi þess sér þjóðkirkjan sér ekki fært að framkvæma vígslu sem mér finnst mjög eðlilegt viðhorf en breytir því ekki að viðkomandi aðilar samkynhneigðir fá eftir sem áður blessun og öll þau réttindi sem hjónaband gagnkynhneigðra inniheldur hvað varðar þjóðfélagslega stöðu sem nú þegar hafa verið tryggð lagalega.

kv.gmaria.


Stjórnvöldum hefur gjörsamlega mistekist að stuðla að þróun byggðar á landinu öllu.

Burtséð frá því hvaða flokkar hafa verið og eru við stjórnvöl landsins hefur það algjörlega mistekist að móta stefnu í málum atvinnuvega í landinu sem tryggja byggð um land allt. Stórheimskuleg og stórfurðuleg togstreita hefur myndast í stjórnmálaumhverfinu undanfarin ár millum höfuðborgar landsins annars vegar og landsbyggðar hins vegar, líkt og menn greiði ekki skatta alls staðar á landinu. Það atriði að hrúga niður stórfelldri byggð á höfuðborgarsvæðinu með KAOS ástandi í byggingu samgöngumannvirkja, og vandræðaástandi atvinnulega á landsbyggðinni verður að teljast til hörmulegra mistaka í formi aðgerðaleysis sitjandi valdhafa á hverjum tíma. Fiskveiðistjórnunarkerfið á þarna stóran þátt að máli sem orsakavaldur þar sem lögleidd var sú vitleysa að heimila frjálst framsal aflaheimilda landið þvert og endilangt og stóru fyrirtækin keyptu þá smærri út úr atvinnu undir formerkjum hagræðingar fyrir þjóðarbúið sem engin er. Með raun réttu eru það útgerðarfyrirtækin sem ættu að borga samgöngur á Stór Reykjavíkursvæðinu, það kostaði þau nefnilega ekki neitt að gera heilu sjávarþorpin atvinnulaus á einni nóttu, og verðmæti eignalaus sem til hafði verið kostað af almannafé áður. Það er lágmarkskrafa að stjórnvöld á hverjum tíma hafi sýn á framtíð atvinnuvega í landinu öllu og skilyrði sem skapa byggð án þróunar í borgríki í nægu landrými.

kv.gmaria.


Vitund um siðgæði ,á undanhaldi í samfélagi nútímans eða hvað ?

Fljótum við ef til vill sofandi að feigðarósi í nútíma upplýsingasamfélagi sem matar það nýjasta sem einhverjum dettur í hug, hrátt sem hinn eina sannleika, hvers eðlis svo sem kann að vera ? Í slíku umhverfi sem upplýsingasamfélagið er er afar auðvelt að blaðra út í eitt um náungann ef menn kjósa svo og rífa mann og annan niður í tætlur með hugsunarlausu blaðri. Blaðurgirni Íslendinga eru reyndar lítil takmörk sett og ekki hefur það minnkað við símfrelsið hið  "guðdómlega" þar sem menn komast vart lengur í náðhúsið nema með símana meðferðis. Þetta er náttúrulega fínt fyrir fjölmiðlamenn símafrelsið þar sem opnast hefur óvæntur aðgangur að stjórnmálamönnum sí og æ, þar sem hafa má eitthvað eftir einhverjum. Magn upplýsinga um allt sem gerist er ekki endilega mælikvarði á mikilvæga nauðsyn þess að segja frá því hinu sama, né heldur að menn átti sig á því að slíkt kunni ekki endilega að vera viðeigandi. Mörkin eru óljós og fjölmiðlar hafa rekið sig á varðandi persónuleg niðurrif í garð einstaklinga, með dómum um sektargreiðslur vegna þessa. Að kunna fótum sínum forráð í þessu efni væri æskilegri þróun sem bæri vott um vitund um siðgæði.

kv.gmaria.


Nauðsynleg ábending bæjarstjórans í Bolungarvík, varðandi útspil Reykjavíkurborgar.

Hlýddi á athugasemdir bæjarstjórans í Bolungarvík í hádegisfréttum varðandi boðaðar aðgerðir í Reykjavík vegna manneklu í skólum. Hann ræddi það atriði að borgin væri þar með að brjóta sig út úr samstarfi sveitarfélaga í þessu efni, því smærri sveitarfélög ættu þess ekki kost að vippa fram fjármagni til þess að viðhafa álíka hluti og Reykjavíkurborg getur í krafti stærðar sinnar. Ég hygg að það þurfi ekki að fara langt út yfir borgarmörkin til þess að athugasemdin sé í fullu gildi og réttmæt, þar rétt eins og í Bolungarvík.

kv.gmaria.


Ofurskattar á almenning EIGA að þýða eðlilegt þjónustustig grunnþjónustuþátta, til handa almenningi í landinu.

Hið opinbera hvort sem það heitir ríki eða sveitarfélög hér á landi EIGA  að sinna lögbundnu hlutverki sínu í þjónustu við borgarana þar sem lágmarkskrafa er að innheimtir skattar fari í þau hin sömu verkefni, grunnþjónustu við menntun og heilbrigði innan skynsemismarka, en jafnframt samgöngur innan bæjar sem utan, þar sem allir landsmenn eiga að sitja við sama borð.

Hvað er grunnþjónusta ?

Ef þannig er í pottinn búið að menn hafi enn ekki ákveðið hvað felst í grunnþjónustu, þá er þörf að setjast niður og setja þar mörk. Í menntun, heilbrigði og samgöngum. Lágmark er að allir landsmenn njóti sömu grunnþjónustu fyrir sömu greiðslur í eitt skattkerfi, annað er mismunun.

kv.gmaria.


Ófremdarástand sem hefur verið viðvarandi allt of lengi einkum á fjölmennustu svæðum.

Álag á starfsfólk innan skóla er ofur álag og gildir þar einu hvaða starfsstétt á í hlut. Þótt Reykjavíkurborg vilji nú gera átak og verja fjármunum í verkefnið nú um stundir sem er ágætt í sjálfu sér þá leysir það ekki vandann til framtíðar né heldur er um að ræða samræmi millum sveitarfélaga sem er mjög slæmt og mismunar. Ég hef rætt það aftur og aftur að skilgreina þurfi þjónustustig sveitarfélaga, þar sem til dæmis grunnþjónusta við menntun er þar innifalin og sé svo komið að sveitarfélög nái ekki að sinna fyrirframskilgreindum grunnþjónustuþörfum, þarf að taka skipulagið upp og endurskoða í ljósi heildarfjárveitinga á landsvísu en ekki með patentlausnapoka þetta árið en ekki hitt.

kv.gmaria.


mbl.is Skólastjórar segja ekki lengur hægt að halda úti lögboðinni kennslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband