Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Datt ofan í að glápa á heila bíómynd í sjónvarpinu, aldrei þessu vant.

Það gerist ekki á hverjum degi að ég glápi á heila bíómynd í sjónvarpinu, en gerði það áðan, afar hjartnæm mynd og ágæt saga. Saga um mann sem kom syni sínum af villu vegar með því að koma honum að verki við að gera eitthvað annað en að vaða um í villu og svíma, en átti sjálfur í baráttu við sjúkdóm. Góð mynd með fín skilaboð.

kv.gmaria.


" Markaðsvæðingin " í uppnámi á Íslandi.

Eftir nýjasta hamaganginn og borgarstjórnarskipti í Reykjavík er svo komið að ákveðin tegund " markaðsvæðingar " er í uppnámi og ekki víst að allt gangi eins vel fram og áður hvað varðar það atriði að færa fjármálamógúlum eignir almennings á silfurfati. Alveg sama hvaða mögulega pólítiska refskák kann þar að vera uppi á borðinu í því efni. Framvinda mála hvað varðar Orkuveituna þarf að vera undir nálarauga fjölmiðla í landinu sem þurfa að standa sína pligt.

kv.gmaria.


Hvað þýðir þetta fyrir Hafnfirðinga ?

ER eignarhald á þjónustufyrirtæki almennings ekki lengur í höndum kjörinna fulltrúa eða hvað ? Hvernig verður þessari bókun framfylgt ?

kv.gmaria.


mbl.is Málefni HS rædd á aukafundi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umferðaröngþveitið á höfuðborgarsvæðinu.

Hlýddi á viðtal við bæjarstjórana í Garðabæ og Hafnarfirði í útvarpi um umferðaröngþveitið á morgnana, þar sem báðir bentu á ónógt fjármagn frá ríkinu í samgönguverkefni á svæðinu. Vissulega hafa verið vandkvæði á slíku, en hins vegar má spyrja um það atriði hvort menn sem taka ákvarðanir um uppbyggingu heilu hverfanna í sínum bæjarfélögum í formi íbúða, hafi ekki fyrirfram tekið með aukningu bílaumferðar á samgönguæðar ?

kv.gmaria.


Hið opinbera er ekki samkeppnishæft um laun á vinnumarkaði í eigin " markaðsþjóðfélagi "

Það felst í því fáránleg mótsögn að á sama tíma og menn guma af " markaðssamfélagi " þar sem innkoma skatta af hálfu fyrirtækja til hins opinbera ætti að vera góð skuli opinber þjónusta meira og minna öll vera í lamasessi vegna þess atriðis númer eitt, tvö og þrjú að hið opinbera greiðir ekki laun sem keppa við önnur laun á markaði. Til þess að fá hæft fólk til starfa þarf að greiða laun í samræmi við þá hæfni sem þar er fyrir hendi hvers eðlis sem er á öllum sviðum, fagmenntunar sem til handa ófaglærðum einnig. Þetta " markaðsþjóðfélagsmódel " er ´því ekki að virka hér á landi, því miður , ekki enn sem komið er.

kv.gmaria.


Endilega fylgist með viðskiptaumhverfinu og eignahaldsbreytingum !

Oft var þörf en nú er nauðsyn fullkomin að fylgast með því hvers konar eignafærslutilstand á sér stað á íslenskum fjármálamarkaði. Að ósekju mætti fylgja með fréttum sem þessum allir þeir er sitja i viðkomandi stjórnum fyrirtækjanna.

kv.gmaria.


mbl.is Icebank eignast Behrens fyrirtækjaráðgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hefst nú flugvallarsápuóperan !!!

Þarf ekki bara að flytja hluta af Reykjavík út á land ?

kv.gmaria.


mbl.is Samgönguráðherra vill ekki færa Reykjavíkurflugvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinn mikli skortur á framtíðarsýn við skipan mála.

Það er nokkurn veginn sama hvar er borið niður í okkar samfélagi, skortur á framtíðarsýn litar oftar en ekki málasvið öll. Aurinn er sparaður en krónunni kastað, einkum í þjónustu við borgaranna og alltaf verið að redda málum fyrir horn einhvern veginn, yfirleitt þegar eitthvað er komið í slíkt óefni að almenningur lætur í sér heyra. Langtímastefnumótun um þróun byggðar í landinu hefur ekki verið sýnileg hvað þá hið sama í málefnum atvinnuveganna. Mótvægisaðgerðir vegna þorskaflaskerðingar sem stjórnvöld tóku ákvörðun um eru gott dæmi misvísandi aðgerða þar sem ekki er ráðist að rót vanda á nokkurn hátt hvorki hvað varðar breytingar á kvótakerfinu eða áætlanir um aðrar breytingar er hugsanlega stuðlað gætu að framþróun. Meira og minna gengur allt út á það að láta allt ganga upp í fjögur ár eða milli kjörtímabila sem er hrikalegur skortur á framtíðarsýn.

kv.gmaria.


Fyrir ástand lífríkis í hafinu kring um landið akkúrat núna eftir tuttugu ára kerfi við fiskveiðistjórn sem ekki hefur verið andað á af Náttúruverndasamtökum þessum ?????

Þvi miður mér er engan veginn ljóst í hverju þessi verðlaun felast til handa þessum manni né heldur að ég hafi komið auga á afrek varðandi til dæmis varðstöðu gagnvart lífríki sjávar. Kanski hefi ég ekki fylgst nógu vel með......

kv.gmaria.


mbl.is Árni Finnsson heiðraður í London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingum er enginn vorkunn að versla áfengi annars staðar en í matvörubúðum.

Það eru og verða fullgild rök gegn auknu frelsi í sölu áfengis að aukið aðgengi eykur neyslu, sem aftur eykur þjóðfélagsleg útgjöld varðandi afleiðingar notkunar hvers konar. Fullgild vitræn rök sem við eigum að virða sem slík. Ágangur markaðsafla varðandi það atriði að reyna að komast yfir þessa tegund viðskipta þ.e. að versla með áfengi í matvörubúðum, hefur að mínu áliti lítið erindi sem erfiði eins og staðan er í dag varðandi það atriði að ákveðinn aldur starfsfólks að störfum gæti einungis selt slíka vöru. Með öðrum orðum fyrirtækin þyrftu að ráða fólk með starfsaldur á vinnumarkaði sem vissulega kostaði meira og hvar skyldi innkoma fyrir slíku vera tekin nema einmitt í verði vörunnar ?

Í upphafi skyldu menn því endirinn skoða.

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband