Ofurskattar á almenning EIGA að þýða eðlilegt þjónustustig grunnþjónustuþátta, til handa almenningi í landinu.

Hið opinbera hvort sem það heitir ríki eða sveitarfélög hér á landi EIGA  að sinna lögbundnu hlutverki sínu í þjónustu við borgarana þar sem lágmarkskrafa er að innheimtir skattar fari í þau hin sömu verkefni, grunnþjónustu við menntun og heilbrigði innan skynsemismarka, en jafnframt samgöngur innan bæjar sem utan, þar sem allir landsmenn eiga að sitja við sama borð.

Hvað er grunnþjónusta ?

Ef þannig er í pottinn búið að menn hafi enn ekki ákveðið hvað felst í grunnþjónustu, þá er þörf að setjast niður og setja þar mörk. Í menntun, heilbrigði og samgöngum. Lágmark er að allir landsmenn njóti sömu grunnþjónustu fyrir sömu greiðslur í eitt skattkerfi, annað er mismunun.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband