Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Huga þarf að verndun lífríks sjávar við Ísland.

Umræða um umhverfismál hefur því miður enn ekki náð af þurru landi eins skringilegt og það er og mestmegnis hamagangur um vatnsaflsvirkjanir á hálendinu sem umræða hefur snúist um. Staða fiskistofna hér við land er ekki með því móti að við Íslendingar getum hrópað húrra af , því fer fjarri og rannsóknir Hafrannsóknarstofnunar á landgrunninu með neðansjávarmyndatökum voru ekki beinlínis uppörvandi upplýsingar um stöðu mála í því sambandi. Mélaðir kórallar á hafsbotni álíka eyðimörk eftir þung botnveiðarfæri. Þessi mál þarf að ræða og þar eiga að sjálfsögðu að koma að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi sem aðrir.

kv.gmaria.


Munu stjórnmálamenn velta upp aðstöðu lögreglumanna við rannsókn meintra sakamála ?

Getur það verið að lögreglan megi þurfa að þola það að persónur lögreglumanna séu í sílfellu skotspænir af hálfu fyrirtækja sem hugsanlega lúta rannsókn meintra fjársvika hjá lögreglu ?

Er ekki full þörf að menn fari að skoða nákvæmlega þetta atriði þ.e hvort lögregla má þurfa að þola það að einstaklingar innan hennar við rannsókn mála séu í sífellu dregnir fram sem einstaklingar í umfjöllun fjölmiðla um mál til rannsóknar svo jaðri við einelti ?

Ef svo er, er hér um stóralvarlegan hlut að ræða þar sem hvoru tveggja fer fram það atriði að trúverðugleiki starfandi embættismanna hins opinbera er látinn óátalinn og viðkomandi oftar en ekki í aðstöðu til þess að bera hönd fyrir höfuð sér.

kv.gmaria.


Argaþrasið í garð Frjálslynda flokksins.

Þegar stjórnmálaflokkar taka upp umræðu sem fólkið i landinu þarf á að halda einhverra hluta vegna, hvers eðlis sem er, þá er það svo einkennilegt að oftar en ekki virðist gæta einhvers konar fýluöfundarþráhyggju af hálfu annarra flokka, í stað þess að þeir hinir sömu fagni og taki til við að ræða málin sjálfir.

Nei það virðist gömlu flokkunum gjörsamlega ómögulegt að fagna nokkru nema sem þeir eiga upphaf eða hugmynd að sjálfir. Það hefur verið rætt um að fjölmiðlar séu sjálfhverfir en eru gömlu stjórnmálaflokkarnir þar ofar á blaði ?

 

kv.

gmaria.


Markaðsmennskan og tjáningarfrelsið.

Það verður nú að segjast eins og er að það er pínulítið skondið að sjá hér ritstjóra blaða blogga um greinar sem birtast í blöðum sínum . Hafa þeir hinir sömu ekki annað að gera ?

Auðvitað þarf að auka hróður sinna blaða allra handa en ????

Þetta er hins vegar svo sem ekkert nýtt fyrirbæri á netinu því fer fjarri eini munurinn er sá að menn koma fram að ég tel undir eigin nafni sem er svo sem ágætt miðað við það sem maður sér af slíku á nafnlausum nikkaraþráðum.

Svo er náttúrulega hægt að skapa umræðu með því að velta upp nógu mikilli umræðu um eitthvað sem gerist á blöðunum innanhúss.

Var einhver að tala um hina sjálfhverfi fjölmiðla ?

Bíð spennt eftir Þorsteini Páls, og Styrmi á bloggið he he.

kv.

gmaria. 

 

 


ER velferðarþjóðfélagið glansmynd ?

Velferð veltur að miklum hluta til á því hvort fólk almennt hefur í sig og á og þak yfir höfuðið eftir greiðslu skatta og gjalda. Jafnframt er það atriði að almenningur fái notið grunnþjónustu við heilbrigði og menntun án þess að þurfa að inna af hendi viðbótargreiðslur fyrir.

Skattkerfið með öllum sinum skerðingum í formi tekjutenginga er að verða eins og svipa á hinn vinnandi mann og fjölskylduna sem einingu því vinnuframlag eins dugar varla til framfærslu þrátt fyrir fulla vinnuþáttöku. Vinnustundum fækkar ekki og tími samveru foreldra með börnum sínum er takmarkaður.

Niðurskurður fjármagns í þjónustu hins opinbera hvers konar er síðan einnig fyrir hendi þannig að biðlistar eða skortur á þjónustu kann að vera fyrir hendi , þótt einstaklingar og fyrirtæki hafi þá og þegar innt af hendi skatta.

Í mínum huga heitir þetta að menn hafi ekki reiknað dæmið rétt.

kv.

gmaria.

 


Takmörk tjáningarfrelsisins.

Er að finna einhver takmörk á tjáningarfrelsi og þá hver nú orðið ?

Jú slíkt frelsi takmarkast alla jafna af því að einhver vegi ekki svo að æru annars einstaklings að gjörsamlega ómálefnaleg sjónarmið ráði ferð við niðurif í orði kveðnu.

En á það einnig við um opinberar persónur til dæmis stjórnmálamenn eða hvað ?

Ég held að þetta sé ágæt hugleiðing í aðdraganda komandi kosninga til Alþingis hvað varðar málflutning hvers konar sem og baráttu um eiginhagsmuni einstaklinga á milli hvers konar þar sem oftar en ekki menn kunna vart orða sinna hóf í hamagangi.

kv.

gmaria.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband