ER velferðarþjóðfélagið glansmynd ?

Velferð veltur að miklum hluta til á því hvort fólk almennt hefur í sig og á og þak yfir höfuðið eftir greiðslu skatta og gjalda. Jafnframt er það atriði að almenningur fái notið grunnþjónustu við heilbrigði og menntun án þess að þurfa að inna af hendi viðbótargreiðslur fyrir.

Skattkerfið með öllum sinum skerðingum í formi tekjutenginga er að verða eins og svipa á hinn vinnandi mann og fjölskylduna sem einingu því vinnuframlag eins dugar varla til framfærslu þrátt fyrir fulla vinnuþáttöku. Vinnustundum fækkar ekki og tími samveru foreldra með börnum sínum er takmarkaður.

Niðurskurður fjármagns í þjónustu hins opinbera hvers konar er síðan einnig fyrir hendi þannig að biðlistar eða skortur á þjónustu kann að vera fyrir hendi , þótt einstaklingar og fyrirtæki hafi þá og þegar innt af hendi skatta.

Í mínum huga heitir þetta að menn hafi ekki reiknað dæmið rétt.

kv.

gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband