Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ekki á færi tekjulágra að leigja húsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Staðan í húsnæðismálum er grafalvarleg fyrir fjölda fólks hér á landi sem hefur lágar tekjur, þar sem sá hópur á ekki möguleika á því að taka þátt í uppsprengdu verði húsnæðismarkaðar á fjölmennasta svæði landsins, því miður.

Sveitarfélögin eiga að hafa það hlutverk með höndum að sjá tekjulágum fyrir félagslegu húsnæði, en mér best vitanlega hefur ekki verið lagt í auknar fjárfestingar til þess að byggja félagslegt leiguhúsnæði sérstaklega á þessu svæði þrátt fyrir það ástand sem til staðar er.

Sú gjá sem myndaðist þegar Verkamannakerfið var lagt niður hefur enn ekki verið brúuð og viðbótaráföll eins og fjármálahrun var ekki til að bæta möguleika þess hóps sem hér á í hlut, heldur einungis til þess að fjölga í hópnum þar sem fólk sem missti atvinnu hefur einnig misst frá sér þær eignir sem viðkomandi hafði reynt að eignast, við tekjumissi.

Mín skoðun er sú að skilyrða eigi fjárfestingar lífeyrissjóða landsmanna við ákveðið prósentuhlutfall fjárfestinga í leiguíbúðum, ellegar kaupíbúðum á markaði.

Hversu há prósentutala sú hin sama á að vera skal ég ekki um segja, en það hið sama er þarft að koma í lagaframkvæmd.

Ríkið getur komið á móti sjóðunum með skattaívilnun að mínu áliti.

Það eitt er ljóst að eitthvað þarf að gera í málum þessum.

 

 

kv.Guðrún María. 

  

 

 


mbl.is Leigumarkaðurinn algjör frumskógur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þörf orð, að mörgu að hyggja í framtíðarferðaþjónustu hér á landi.

Það eitt að fjölga ferðamönnum svo og svo mikið er ekki sjálfgefinn gróði fyrir landsmenn, þar sem það er einfaldlega svo að hinir ýmsu staðir hér á landi sem nú lúta miklum ágangi ferðamanna hafa ekki fengið til sín nægilegt fjármagn til þess að anna þeim hinum sama fjölda með uppbyggingu aðstöðu hér og þar um landið en nokkur umræða hefur farið fram um það hið sama á undanförnum misserum.

Það er því eins og oft áður ágætt að staldra við og reyna að horfa á heildarmyndina og hugsa fram í tímann, hvað varðar samhæfingu og úrræði hvers konar.

Til framtíðar er það öllum til góða.

 

kv.Guðrún María. 

 

 


mbl.is Varist að greina frá leyndardómum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkostlegur sparnaður í þvi fólginn að byggja upp hjúkrunarheimili er þjóna samtímaþörf.

Því miður er það ekkert nýtt fyrirbæri að LSH, standi frammi fyrir því að skortur á framhaldsúrræðum varðandi sjúklinga sé til staðar, en fyrir löngu síðan var vitað að hækkað aldurshlutfall þjóðarinnar væri eitthvað sem við myndum þurfa að vinna úr og hvort sem um er að ræða sjúkrahótel ellegar hjúkrunarheimili þá er uppbygging slíkra úrræða nauðsynleg sem  þjónar þörfum tímans, og þjóðhagslegur ávinningur sem skilar sér.

 Mér er í ríku minni mikil greinaskrif fyrrum Landlæknis Ólafs Ólafssonar sem benti ítrekað á nauðsyn þess að byggja sjúkrahótel hér fyrir tveimur áratugum um það bil.

Samhæfa þarf enn frekar, sjúkrahús, heilsugæslu, félags og öldrunarþjónustu hér á landi með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi, og þjóðhagslegan sparnað við notkun og nýtingu sérhæfðra úrræða hvers konar.

 

kv.Guðrún María. 

 


mbl.is Tekjuhalli spítalans mikill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert einfalt að verða öryrki.

Ég vissi það svo sem um það bil tuttugu árum áður en ég sjálf lenti í því að verða öryrki að hið flókna kerfi hér á landi var illfetanlegur farvegur fyrir alla hlutaðeigandi í sömu stöðu.

 Mér hefur löngum þótt það algerlega óskiljanlegt hvers vegna einn og sami einstaklingur sem lendir í því að tapa vinnugetu má þurfa þess að fara í tvenns konar mat í kerfi í einu landi, annars vegar hinu opinbera og hins vegar kerfi lífeyrissjóða en þá á ég við læknisfræðilegt mat á því hinu sama.

Þessu til viðbótar er það ekki einu sinni svo að nægilegt sé að senda þeim lifeyrissjóði er síðast var greitt til er viðkomandi tapaði starfsgetu vottorð, eins og lög kveða á um, heldur eru ef til vill aðrir sjóðir sem viðkomandi á réttindi í með sérreglur þar að lútandi og lækna á launum við endurmat............

Ég gagnrýndi þetta atriði fyrir hönd annara en mín á árununum 1995- 1997, en árið 2010 lendi ég sjálf í vinnuslysi sem orsakaði tap á vinnugetu og ekkert hefur enn breyst í þessu efni svo nokkru nemi sem telja verður óviðunandi aulahátt af hálfu aðila allra.

Sjálf var ég til dæmis núna að takast á við það að endurgreiða almannatryggingum tæpa hálfa milljón króna í áföngum, sökum þess að afgreiðsla lifeyrissjóða tók tíu mánuði í stað þriggja, og endurútreikningur á sér einungis stað við tekjuuppgjör skattalega árið eftir. 

Með öðrum orðum þegar ég hafði verið búin að fá 145 þúsund of marga mánuði og fékk síðan greiðslur úr sjóðum aftur í tímann, komu skerðingarnar ári seinna við uppgjör, þótt ég hefði látið skerða mig um leið og ég vissi einhverja tölu í því sambandi.

Líkt og maður búi á tveimur pláhnetum annars vegar í almannatryggingakerfi og hins vegar lifeyriskerfinu. 

Allur sá kostnaður sem felst í flókindum þessa kerfa til handa einum og sama einstaklingnum, kerfa sem ættu að vinna saman en gera það ekki, er illa skiljanlegur.

Hins vegar treysti ég núverandi ráðherra þessa málaflokks til allra góðra verka og vona að hún nái að lenda þessu máli.

 

 

kv.Guðrún María. 

 


mbl.is Endurskoðar lög um almannatryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lagaskylda sveitarfélaga er skýr, en hver er framkvæmdin.... ?

Raunin er sú eins og kemur fram í þessari frétt að  amk. sum nágrannasveitarfélög Reykjavíkur uppfylla ekki lagaskyldur sínar varðandi heimilislausa íbúa sína með vandamál við að fást sem hér er um rætt.
 
Tilhneigingin til þess að vísa vandamálum frá sér án þess að vinna í þeim og leita úrlausna er því miður fyrir hendi þar sem gengið er á skjön við allar þær skyldur sem finna má í lögum landsins um það hið sama.
 
Þessi setning  viðmælandans í viðtalinu varð tilefni þessarar bloggfærslu  minnar, þar sem ég er aðstandandi einstaklings í stöðu sem þessari.
 
 
 
 
„Ef við lítum á fíkn og afleiðingu fíknar sem sjúkdóms skýtur það svo skökku við að gatan þyki undir einhverjum kringumstæðum ásættanlegur staður fyrir þá sem eru krónískt veikir. Það þætti líklega ekki henta fyrir aðra sjúklinga með annars konar sjúkdóm.“ " 
 
 
Þetta er svo mikill sannleikur því nákvæmlega hverri krónu sem varið er í að hjálpa einstaklingum til bjargar úr þessari stöðu, forðar frekari kostnaði fram í tímann, svo fremi samhæfing allra aðila er að málum koma sé fyrir hendi.
 
Það gerist ekki þegar hluti sveitarfélaga sinnir ekki sínu félagslega hlutverki og útskúfar einstaklingum og flokkar á þann veg að þeir skuli vera á götunni þar til þeirra sjúkdómi ljúki, sem kanski gerist ekki.
 
Sennilega gerist ekki neitt í þessum málum fyrr en sveitarfélög sem þurfa að bera hita og þunga af einstaklingum með slíka sjúkdóma fá til þess lagaheimild að rukka búsetusveitarfélag viðkomandi aðila af útlögðum kostnaði í viðkomandi sveitarfélagi og er ég þá að ræða alla opinbera þjónustu þar að lútandi.
 
Þá færu hjólin að snúast.
 
 
 
kv.Guðrún María. 
 
 
 
 
 
 

mbl.is Utangarðsmenn aldrei fleiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að geta lesið sér til gagns.

Það skiptir vissulega miklu máli að geta lesið snemma, gagnvart öllu námi sem á eftir kemur.

Hins vegar lifum við í upplýsingasamfélagi þar sem áreiti sjónrænna miðla hafa án efa nokkuð með það að gera að bókalestur á yngri árum er ekki eins spennandi en ekki er víst að skólakerfið geti nokkuð að því hinu sama gert.

Þegar mín kynslóð minna jafnaldra nú komin yfir fimmtugt var að hefja skólagöngu þá var nýkomið sjónvarp hér á landi, en sjálf var ég svo heppin að vera læs er ég hóf skólagöngu.

Innan við fermingu las ég allt sem ég gat lesið og til var á mínu heimili svo fremi það teldist nógu áhugavert, sumar bækur sem ég lagði frá mér á þeim tíma af því þær voru ekkert spennandi hefi ég lesið nú í dag og fundist afar áhugaverðar.

Ég las upp allt bókasafnið í Þingholtunum í Reykjavík þar sem ég bjó um tíma er ég var í barnseignarfríi frá vinnu, en eftir það hefi ég ekki lesið mjög mikið, en skrifað þeim mun meira.

Nú í dag, les ég flest á netinu, það skal viðurkennt, en áhugi minn á fróðleik hefur breyst með árunum eins og gengur og gerist.

Án efa þarf að efla lestur barna með  öllu því móti sem mögulegt er og sjálfsagt er að samkeyra niðurstöður lesskimana innan allra skóla sveitarfélaga, það ætti ekki að vera mjög flókið, þar sem hver skóli hefur sínar mælingar.

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 

 


mbl.is Lesskimun ekki tekin saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er gaman saman.

Það menning ef tveir koma saman, svo ekki sé minnst á fleiri.

Hvers konar menningarlegir viðburðir, hvort sem um er að ræða menningarnótt í Reykjavík eða bæjarhátiðir hér og þar um landið eru af hinu góða.

Það skapast samkennd um eitthvað skemmtilegt og jákvætt.

Ennþá hefi ég ekki sótt menningarnótt í höfuðborginni sem heitið geti en á það kanski eftir, hver veit

Ég var þess hins vegar aðnjótandi að horfa á flugeldasýningu á netinu frá Jökulsárlóni nú í

kvöld, þökk sé tækninni og það var eins og áður afar flott.

Eldur og ís eru einstakt samspil svo mikið er víst, hvort sem um er að ræða manngert sprengitilstand ellegar móður náttúru.

Ekkert elskum við Íslendingar meira en flugeldasýningar sem er án efa hluti af víkingaeðli voru sem tekur á sig nýjar birtingarmyndir nú til dags.

Ég er engin undantekning.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 

 

 


Um daginn og veginn á síðsumri.

Það hefur verið ósköp notalegt að fá sólardaga hér sunnanlands undanfarið eftir rigningu á rigningu ofan lengst af.

Veðurfarið hefur óhjákvæmilega áhrif á líðan manns, það skal viðurkennt.

Nú er komin sá tími að skólar fara í gang og lífið fer inn í dagfarslega rútínu þar sem flest allir fjölskyldumeðlimir eru í prógrammi hvern dag, vinnu eða skóla.

Það er enn svolítið skrýtið að tilheyra ekki þessum hópi, þ.e, vera án þess að vinna eða vera einhvers konar prógrammi, hins vegar er það vissulega heilmikið verkefni að reyna að viðhalda lélegu heilsufari í sem bestu formi, til þess eins að geta ráðið við daglegar athafnir til handa sér sjálfum.

Þrjóskan fleytir mér áfram líkt og fyrri daginn, þess efnis að reyna að gera allt sem ég get sjálf til þess að koðna ekki niður í frekari ómögulegheit.

Allt gengur hins vegar upp og niður, sitt á hvað hjá mér með mína bakheilsu, og passleg hreyfing, ekki of mikil samt ásamt því að sleppa því að lyfta þungum hlutum ellegar erfiða of mikið í einu við eitthvað, er samspil sem er verkefni hvers dags og því til viðbótar að stilla sig af í rúminu með púðum og undirlagi til þess að reyna að sofna án verkja.

Samspil nægilega mikillar hreyfingar og umhugsun um mataræði getur komið í veg fyrir það að offituvandamál verði viðbótarkvilli við bakvesenið.

Mér finnst hins vegar afskaplega gaman að prjóna og hafa eitthvað í höndunum og þar verð ég að passa mig að sitja ekki of lengi í einu við það hið sama, þótt gamla hugsunin að klára allt í akkorði sé alltaf til staðar við allt sem maður tekur sér fyrir hendur.

Ég hef þó mína sjúkraþjálfun einu sinni í viku núna og það er prógramm sem hjálpar.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 


Skortur á samráði í Reykjavík ?

Ég átti leið um þetta svæði um daginn og það skal viðurkennt að ég varð orðlaus, það sem mönnum getur nú dottið í hug og það á stað þar sem allsendis er ekki hægt að segja að beinlínis sé greiðfært um bílaumferð, þ.e fremur þröng gata.

Svo virðist sem íbúar komi af fjöllum og samráð sé lítið sem ekki neitt um þessar framkvæmdir, hvað veldur ?

Hvað hefur orðið af öllum skipulagsformúlunum og hinu virka íbúalýðræði ?

Á hinn bóginn er það afskaplega jákvætt að útbúa hjólreiðastíga, EN var ekki hægt að lengja gangstéttina út á götuna og laga hana í leiðinni sem mér sýnist nú full þörf á, og marka línu í miðjuna milli gangandi fólks og hjólandi ?

Væntanlega mun þessi framkvæmd lúta endurskoðun, en síendurteknar framkvæmdir í sama verkinu kosta fjármuni af skattfé borgaranna og því skyldi það atriði meðferðis við hugmyndir sem slíkar.

 

kv.Guðrún María. 

 


mbl.is Næstum hver einasti skrifar undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlaði ríkisstjórn VG og Samfylkingar að reka opinbera stjórnsýslu á styrkjum frá Evrópusambandinu ?

Það hefur verið hálf hjákátlegt að hlýða á vælufréttir einkum á ruv um það að Ipa styrkir Evrópusambandsins sem reiknað hafði verið með af hálfu hinna ýmsu aðila  í tíð fyrri ríkisstjórnar, kæmu ekki vegna nýrrar afstöðu til aðildarferlis að sambandi þessu.

Hverjum átti það að koma á óvart ?

Kom það á óvart að ný ríkisstjórn tæki við að loknum þingkosningum ? 

Gal og gapgangur fyrrum stjórnarþingmanns VG í þessu efni er jafnframt eitthvað sem telja má hjákátlegt en svo sem ekki nýtt á þeim bænum. 

 

kv.Guðrún María. 

 


mbl.is Segir Vigdísi saka forstöðumenn um landráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband