Jólin koma.
Sunnudagur, 27. nóvember 2011
Jólin koma hvort sem um er að ræða slæmt efnahagsástand einnar þjóðar og þar með heimila í landinu.
Umgjörð jólanna er það sem við sköpum sjálf eftir efnum og ástæðum og jólin eru "hangikjöt", kartöflur, grænar baunir og malt og appelsín og kerti til að kveikja ljós.
Jólin eru líka skata á Þorláksmessu sem undanfari aðfangadags en afganginn af skötunni er yndislegt að narta í á annan dag jóla.
Kærleikur jólanna í formi gjafa fer eftir mati hvers og eins á efnishyggju samtímans en í raun er eins hægt að setja nokkur orð í jólapakka þar sem maður segir einfaldlega,
" mér þykir vænt um þig og ég vildi segja þér það á jólunum."
Samvera fjölskyldna um jólahátiðina er kærleikur í sinni mynd hins vegar eiga alltaf einhverjir um sárt að binda og þar kemur til sögu að vernda minningar um það góða sem hver gaf af sér hér á jörð.
kv.Guðrún María.
Gleymdist nýliðun í atvinnugreininni ?
Sunnudagur, 27. nóvember 2011
Ekki gat ég komið auga á það atriði hvað á að verða til þess að nýjir aðilar geti komið að þessarri atvinnugrein.
Eitt helsta vandamálið í núverandi kerfi hefur verið það gegnum tíðina að möguleikar nýrra aðila til þess að hasla sér völl hafa illa eða ekki verið fyrir hendi.
kv.Guðrún María.
![]() |
Kvótafrumvarpið mikið breytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ríkistjórnin er rúin trausti, forsætisráðherra treystir ekki samráðherrum sínum.
Laugardagur, 26. nóvember 2011
Átti að breyta ákvörðun innanríkisráðherra á fundi í ríkisstjórn, eða hvað ?
Vantraust milli annars vegar forsætisráðherra og innanríkisráðherra er eitthvað sem engin venjuleg ríkisstjórn lætur frá sér fara.
Samfylkingin í heild virðist ekki geta tekið óvinsælar ákvarðanir og upphlaup þingmanna þar á bæ gagnvart þessu máli og ákvörðun ráðherrans er eitt stykki sjónarspil tækifærismennskunnar að sjá má.
kv.Guðrún María.
![]() |
Andvíg ákvörðun Ögmundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mun leitin að sökudólgum bankahrunsins , byrgja sýn á framtíðina ?
Föstudagur, 25. nóvember 2011
Hér er banki um banka frá banka til banka.... og milljarður um milljarð frá milljörðum til milljarða... sem þennan eða hinn er hægt að tengja við.
Þessi umræða dynur enn í eyrum vorum dag eftir dag og stundum dettur manni það í hug að fjölmiðlar séu svo pikkfastir á málamyndatilraunum til þess að gera upp hrunið að það hið sama kunni að vara næstu áratugina, miðað við áherslupunktana í umræðunnni á stundum.
Raunin er nú sú að annar stjórnarflokkurinn sem situr nú við valdataumana í landinu sat í hrunstjórninni og þar áður var stjórn sem landsmenn allir kusu til valda, á þeim stjórnartíma.
Með öðrum orðum við vorum andvaralaus um stjórnarfarið og dönsuðum með þar til dansleiknum lauk, en það er ekki nóg að koma síðar og heimta nýjan dansleik þegar hljómsveitin er hætt og enginn nennir að spila á hlutabréfamarkaði ofursettra yfirvæntinga allra handa.
Það er hins vegar slæmt ef leitin að sökudólgum til að skella skuldinni á, kann að byrgja okkur sýn á framtíðina.
kv.Guðrún María.
Endurreisn hlutabréfamarkaðar með handafli Framtakssjóðs lífeyrissjóðanna ?
Föstudagur, 25. nóvember 2011
Hef gagnrýnt það áður og gagnrýni enn að fé í lifeyrissjóðum launþega í landinu sé notað til þess kaupa upp fyrirtæki í erfiðleikum og reka sem aftur hlýtur að skekkja mögulegar markaðsforsendur til skráningar á hlutabréfamarkað.
Hlutabréfamarkað sem meintur tilgangur er að endurreisa af hálfu Framtakssjóðs lífeyrissjóða launþeganna í landinu.
Hversu heilbrigðar markaðsforsendur er þá að finna í þessu sambandi ?
Spyr sú sem ekki veit.
kv.Guðrún María.
![]() |
90% eigna á markað innan þriggja ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Inngrip í kjarasamninga af hálfu yfirvalda í Reykjavík.
Föstudagur, 25. nóvember 2011
Mér er nú alveg óskiljanlegt hvernig " borgarráð " getur tekið sér vald til að breyta gildandi umhverfi kjarasamninga hjá einni stétt er starfar hjá borginni.
Ég man ekki til þess að nokkuð fordæmi sé að finna fyrir slíkri ákvarðanatöku og með hreinum ólíkindum að slíkir stjórnarhættir fyrirfinnist.
Ég leyfi mér að fullyrða að slíkt myndi ekki gerast í öllum nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur né úti á landi.
kv.Guðrún María.
![]() |
Leikskólakennarar sturlaðir af reiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkisráðherra íslensku ríkisstjórnarinnar, afneitar vanda í Evrópu.
Fimmtudagur, 24. nóvember 2011
Ábyrgðarleysi sitjandi stjórnvalda í landinu þess efnis að neita að horfast í augu við vandann í Evrópu er með ólíkindum.
Í raun má segja að við horfum á það hvernig einn flokkur i íslenskum stjórnmálum hangir á flokksstefnunni sem heilagri kú, gegn vitneskju um mikilvæga nauðsyn endurskoðunnar ákvarðanna í þessu sambandi.
Flokkurinn er þvi vart stjórnhæfur vegna þess að forystumennina skortir hæfileika til þess að eyjga sýn í hagsmuni okkar Íslendinga aðra en þá að framfylgja stefnu Samfylkingarinnar í Evrópumálum.
kv.Guðrún María.
![]() |
Umræðan súrrealísk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er þá nokkuð annað að gera en að segja upp kjarasamningum, eða hvað ?
Fimmtudagur, 24. nóvember 2011
Það er ekki nóg að senda frá sér ályktanir og þegja svo þunnu hljóði þegar búið er að senda frá sér ályktanirnar, mánuðum saman og kanski árum.
Hvað ætlar verkalýðshreyfingin að gera, á að segja upp kjarasamningum eða er þessi ályktun bara enn ein ályktunin ?
kv.Guðrún María.
![]() |
ASÍ segir stjórnina ráðast á réttindi launafólks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Var ekki búið að greiða iðgjöld í verkalýðsfélögin af bótunum ?
Miðvikudagur, 23. nóvember 2011
Það væri nú mjög fróðlegt að vita hver ber ábyrgð á þessarri ákvarðanatöku, en raunin er sú að þeir sem hafa nýtt sinn bótarétt í atvinnuleysi hafa að öllum likindum greitt iðgjöld af bótunum í verkalýðsfélög, og ekki ætti að vera hægt að svipta þá ákveðnum réttindum hluta úr ári, að geðþótta.
Eiga þeir hinir sömu ef til vill að fara fram á endurgreiðslu iðgjaldanna ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Fá ekki desemberuppbót |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lokuð meðferðarheimili fyrir BÖRN í vímuefnavanda STRAX.
Miðvikudagur, 23. nóvember 2011
Til þess að taka á vanda ungmenna í vímuefnaneyslu þarf lokuð úrræði í því sveitarfélagi sem vandinn verður til, þar sem unnið er úr honum í samráði við aðstandendur og skólaumhverfi viðkomandi um leið og sá hinn vandi er tilkominn.
Meðan börn eru börn er ábyrgðin á vanda sem slíkum á herðum foreldra og barnaverndaryfirvalda þar sem slíkum vanda skyldi aldrei drepið á dreif með því að senda börn út í bláinn í opnar meðferðir einhvers staðar hér og þar, aftur og aftur með tilheyrandi stigþróun vandamála hjá hluta ungmenna.
Taki viðkomandi einstaklingur ekki sönsum í fyrsta skipti í opinni meðferð þá þarf að taka strax við lokað úrræði, eins og skot.
Til þess þarf að finna fjármuni sem aftur forðar því að búa til fangelsisrými fyrir langt leidda vimuefnaneytendur sem leiðst hafa á glæpabrautina ellegar sjúkrahúskostnað vegna tilkominna vandamála er neysla sem slik kann að leiða af sér til langtíma.
kv.Guðrún María.