Gleymdist nýliðun í atvinnugreininni ?

Ekki gat ég komið auga á það atriði hvað á að verða til þess að nýjir aðilar geti komið að þessarri atvinnugrein.

Eitt helsta vandamálið í núverandi kerfi hefur verið það gegnum tíðina að möguleikar nýrra aðila til þess að hasla sér völl hafa illa eða ekki verið fyrir hendi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kvótafrumvarpið mikið breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Guðrún María þetta er eitt megin óréttlætið við þetta kerfi að nýir aðilar komast ekki inn. Hver kynslóð getur af sér hæfileika menn til ýmisa verka sérstaklega sjómennsku og útgerðar. Að ætla að láta útgerð ganga í erfðir á meðan hæfileika mönnum er kastað á glæ er hámark fáránleikans. EINOKUN atvinnugreina á hvergi að þekkjast.

Ólafur Örn Jónsson, 27.11.2011 kl. 12:00

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Engin nýliðun fyrr en Jón verður níræður

Sigurður Þórðarson, 27.11.2011 kl. 15:19

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sælir herramenn.

Já Ólafur það er alveg rétt að lokun atvinnugreina er óþolandi og við getum ekki verið þekkt fyrir að viðhafa.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.11.2011 kl. 00:00

4 identicon

ég efast um að bloggarar hafi lesið frumvarpsdröginn. Þar er athyglisverð  grein, 5. gr a. síðasta málsgr. um að ekki megi gera nýtinga samninga við skip nema í gildi séu löglegir kjarasamningar við áhöfn. Þetta áhvæði útilokar allan smábáta og strandveiðiflotann frá veiðum því aldrei hafa verið gerðir kjarasamningar við þessa hópa sjómanna. Allir þeir sem blogga um þessi drög virðast því vilja fótum troða þau sjálfsögðu mannréttindi að gerðir verði kjarasamningar við sjómenn á smábátum

Samúel Guðmundur Sigurjónsson (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 05:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband