Hvenær sendir utanríkisráðuneytið frá sér fréttatilkynningu um mótmæli við Esb ?
Föstudagur, 20. apríl 2012
Athugasemdir sem embættismenn koma á framfæri á fundum eru ekki formleg mótmæli stjórnvalda á Íslandi.
Hvenær ætla menn að setja frá sér upplýsingar um það að mótmæli hafi átt sér stað og sýna þau hin sömu mótmæli frá orði til orðs.
Ég bíð....
kv.Guðrún María.
![]() |
Framkoma ESB óeðlileg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mega Íslendingar ekki vita hvernig íslensk stjórnvöld mótmæltu afskiptum Evrópusambandsins ?
Fimmtudagur, 19. apríl 2012
Þessi moðsuða um þetta mál er að mínu mati óviðunandi og hvar eru fjölmiðlar til þess að spyrja spurninga, hvar, hvernig og hvenær var mótmælt ?
Hvernig hljóða þau hin sömu mótmæli ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Hafa mótmælt afskiptum ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
" Úr suðrinu fljúga sólskinsdagar, sumarið heilsar um lönd og ver....
Fimmtudagur, 19. apríl 2012
" Lifna þá aftur landsins hagar og lífið í brjósti mér... "
svo söng Ási heitinn í Bæ, og það er orð að sönnu, því sannarlega lifna landsins hagar um leið og sólskinsdagarnir fljúga úr suðrinu, sólskinsdagar eins og við fengum nú í dag hér sunnanlands.
Óska landsmönnum öllum gleðilegs sumars.
kv.Guðrún María.
Aðeins sjö milljónir......
Fimmtudagur, 19. apríl 2012
Er það meirihluti stjórnskipunarnefndar Alþingis sem ber ábyrgð á þessum kostnaði ?
Var það nauðsynlegt að kalla saman þessa fulltrúa þessa fjóra daga til þess að fá eitt a 4 blað með svörum ?
Spyr sú sem ekki veit.
kv.Guðrún María.
![]() |
7 milljónir í endurfundi stjórnlagaráðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvar og hvernig mótmæltu íslensk stjórnvöld við ESB ?
Miðvikudagur, 18. apríl 2012
Það er vægast sagt afar einkennilegt að ekki sé að finna fréttatilkynningu á heimasíðu utanríkisráðuneytisins varðandi það atriði að stjórnvöld hafi mótmælt meðaðgöngu framkvæmdastjórnar Esb að máli fyrir Efta dómsstólnum.
Í frásögn ruv af málinu er ekki vitnað beint í neina tilkynningu eða yfirlýsingu, sem er stórfurðulegt þegar um milliríkjamál er að ræða í raun.
Hvar og hvernig mótmæltu íslensk stjórnvöld ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Sérkennilegur fundur um samskipti við ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skattahækkanir og tilheyrandi tekjuskerðingar skapa ekki atvinnu í landinu.
Þriðjudagur, 17. apríl 2012
Skortur á ákvarðanatöku um framkvæmdir til framtíðar er er hælbítur vinstri stjórnarinnar í landinu og stundum finnst manni að ákvarðanafælnin tengist ekki aðeins Evrópuáhuga Samfylkingarinnar heldur sé einnig um að ræða tilraun VG, til þess að standa gegn vatnsaflsvirkjanaframkvæmdum í landinu, svo mest sem verða má á kjörtímabilinu.
Leið ríkisstjórnarinnar þess efnis að reyna að skattleggja almenning í landinu út úr kreppu var og er fyrirfram vonlaus leið, og algalin, það gat hver heilvita maður séð og aðeins spurning um tíma, hvenær slík aðferð virkar sem algjör handbremsa á samfélagið sem stöðnun.
kv.Guðrún María
![]() |
Klækjapólitík hamlar uppbyggingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármunir lifeyrissjóðanna eru áunnin réttindi launþega, ekki fé hins opinbera.
Þriðjudagur, 17. apríl 2012
Tek undir það sem hér kemur fram þess efnis að fjármunir lífeyrissjóðanna sem eru áunnin eign hvers sjóðfélaga, séu ekki notaðir og nýttir sem fjárlög ríkisins hvað varðar framkvæmdastarfssemi hins opinbera hér á landi, hvers eðlis sem er.
Hver ber pólítíska ábyrgð á starfssemi Framtakssjóðs ?
Ég spyr aftur þeirrar spurningar.
kv.Guðrún María.
![]() |
Láti fjármuni lífeyrissjóðanna í friði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Framsókn til nýrra tima.
Sunnudagur, 15. apríl 2012
Það er gömul og ný saga að kenna þeim sem áður voru við stjórnvölinn, um allt sem miður fer, og sem aldrei fyrr er það nú megininntakið í hræðslupólítik vinstri manna hér á landi sem á að heita málefnaleg pólítik.
Í raun er þar um að ræða einfalda sandkassapólítík sem ætíð fellur í sama farið alveg sama hver er við stjórnvölinn.
Nýjir flokkar gagnrýna alla þá sem fyrir eru og telja ónýta en raunin er sú að reynsla flokka sem lengi hafa starfað er meiri en þeirra sem eru nýkomnir á pólítiska sviðið, einkum og sér í lagi hvað varðar einmitt það atriði að viðhafa lýðræðislega ákvarðanatöku um samfélagsleg álitaefni.
Vilji menn eiga aðkomu að sínu samfélagi og skoðanamótun um þau hin sömu atriði þá er leiðin greið með því að taka þátt í stjórnmálastarfi, en ég er félagi í Framsóknarflokknum og afskaplega ánægð með það hið sama, því þar er dugmikið og öflugt fólk innan þings og utan.
kv.Guðrún María.
![]() |
Sjálfstæðisflokkurinn fengi 43% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hve mörg börn í bekk, hve mörg börn í einum skóla ?
Laugardagur, 14. apríl 2012
Hafandi starfað á vettvangi uppeldismála í skólum landsins í um það bil tuttugu ár, fyrst í leikskóla og síðar grunnskóla, þá tel ég mig reynslu ríkari hvað varðar viðhorf til þess hvernig hugsanlega megi betrumbæta aðstæður barna í skólaumhverfinu.
Fyrir það fyrsta höfum við Íslendingar sett okkur það markmið að fagstéttir vinni að menntun barna okkar frá leikskóla til grunnskóla sem er gott mál, en það kostar peninga að standa vörð um þann faglega grundvöll sem umgjörð starfa þessa skal innihalda lögum samkvæmt og tilhneygingin til þess að spara á þessu sviði á sér margar myndir, nú sem áður.
Fjölgun barna í bekkjum skyldi aldrei vera samningsatriði í kjarasamningum fagsstétta, aldrei, og sökum þess þarf að vera til eitthvað faglegt viðmið um fjölda barna í bekkjardeildum, leik og grunnskóla.
Með öðrum orðum fagstéttir eiga ekki að geta bætt á sig álagi fyrir krónur sem þýðir verri þjónustu við heildina og ofálag á viðkomandi aðila.
Sama máli gildir um umhverfi barna hvað varðar stærð skóla og fjölda nemenda í einum skóla þar skyldi sannarlega faglegt mat liggja til grundvallar um hvað við getum boðið börnum að mega þurfa taka af áreiti í einu stykki samfélagi manna hvað fjölda varðar á einum litlum stað, dag hvern.
Vissulega er hægt að skipuleggja stóran skóla frá upphafi en þar þarf að aðskilja einingar og matartími sem þarf að vera á nokkurn veginn sama tíma fyrir alla í einsetnum skóla, veltur á fjölda nemenda í heild, hvað varðar möguleikann á því að allir hafi nauðsynlegan tíma til þess að matast.
Fjölsetinn matsalur þar sem flýta þarf slíku er óæskilegt umhverfi að mínu viti, en það kostar fleri starfsmenn að hafa skipulagið öðruvísi, og mat á því hvað er eðlilegt og hvað ekki þarf að vera til staðar í þessu efni, mat sem tekur mið af virðingu fyrir börnum innan veggja skólasamfélagsins.
Hvert sveitarfélag skyldi hafa til staðar upplýsingar fyrir íbúa um viðmið sem sett hafa verið um fjölda barna í bekk í grunnskólum, en fulltrúar skólamála og fagaðilar skyldu móta slíkt.
Þá skyldu hlýtur ríkið að geta lagt á herðar hins stjórnvaldsaðilans sveitarfélögum að viðhafa.
Samræming millum sveitarfélaga skyldi síðan eðli máls samkvæmt lúta skoðun.
kv.Guðrún María.
![]() |
Enginn hámarksfjöldi barna í bekk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnvaldsoffar Reykjavíkurborgar í skólamálum, staðfest í ráðuneytinu.
Laugardagur, 14. apríl 2012
Því ber að fagna að menntamálaráðuneytið komi inn í það stjórnvaldsoffar sem Reykjavíkurborg hefur iðkað varðandi ferli breytinga í skólamálum í borginni, sem er með ólíkindum.
Við skyldum aldrei gleyma því að hér er um börn að ræða, og samráð við foreldra þeirra hlýtur að vera grunnforsenda breytinga á skólaumhverfi þeirra.
Eðlilega þarf að vinna að hvers konar breytingum á löngum tíma í stað þess offars sem hér hefur verið um að ræða.
Unglingar eru nefnilega líka börn til 18 ára aldurs og umrót á þessum árum er sannarlega ekki til bóta undir nokkrum einustu kringumstæðum, hvað þá í aðstæðum þegar eitt þjóðfélag hefur tekið niðursveiflu.
kv.Guðrún María.
![]() |
Ráðuneytið gagnrýnir sameininguna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |