Hve mörg börn í bekk, hve mörg börn í einum skóla ?

Hafandi starfað á vettvangi uppeldismála í skólum landsins í um það bil tuttugu ár, fyrst í leikskóla og síðar grunnskóla, þá tel ég mig reynslu ríkari hvað varðar viðhorf til þess hvernig hugsanlega megi betrumbæta aðstæður barna í skólaumhverfinu.

Fyrir það fyrsta höfum við Íslendingar sett okkur það markmið að fagstéttir vinni að menntun barna okkar frá leikskóla til grunnskóla sem er gott mál, en það kostar peninga að standa vörð um þann faglega grundvöll sem umgjörð starfa þessa skal innihalda lögum samkvæmt og tilhneygingin til þess að spara á þessu sviði á sér margar myndir, nú sem áður.

Fjölgun barna í bekkjum skyldi aldrei vera samningsatriði í kjarasamningum fagsstétta, aldrei, og sökum þess þarf að vera til eitthvað faglegt viðmið um fjölda barna í bekkjardeildum, leik og grunnskóla.

Með öðrum orðum fagstéttir eiga ekki að geta bætt á sig álagi fyrir krónur sem þýðir verri þjónustu við heildina og ofálag á viðkomandi aðila.

Sama máli gildir um umhverfi barna hvað varðar stærð skóla og fjölda nemenda í einum skóla þar skyldi sannarlega faglegt mat liggja til grundvallar um hvað við getum boðið börnum að mega þurfa taka af áreiti í einu stykki samfélagi manna hvað fjölda varðar á einum litlum stað, dag hvern.

Vissulega er hægt að skipuleggja stóran skóla frá upphafi en þar þarf að aðskilja einingar og matartími sem þarf að vera á nokkurn veginn sama tíma fyrir alla í einsetnum skóla, veltur á fjölda nemenda í heild, hvað varðar möguleikann á því að allir hafi nauðsynlegan tíma til þess að matast.

Fjölsetinn matsalur þar sem flýta þarf slíku er óæskilegt umhverfi að mínu viti, en það kostar fleri starfsmenn að hafa skipulagið öðruvísi, og mat á því hvað er eðlilegt og hvað ekki þarf að vera til staðar í þessu efni, mat sem tekur mið af virðingu fyrir börnum innan veggja skólasamfélagsins.

Hvert sveitarfélag skyldi hafa til staðar upplýsingar fyrir íbúa um viðmið sem sett hafa verið um fjölda barna í bekk í grunnskólum, en fulltrúar skólamála og fagaðilar skyldu móta slíkt.

Þá skyldu hlýtur ríkið að geta lagt á herðar hins stjórnvaldsaðilans sveitarfélögum að viðhafa.

Samræming millum sveitarfélaga skyldi síðan eðli máls samkvæmt lúta skoðun.

kv.Guðrún María.


mbl.is Enginn hámarksfjöldi barna í bekk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband