Framsókn til nýrra tima.

Það er gömul og ný saga að kenna þeim sem áður voru við stjórnvölinn, um allt sem miður fer, og sem aldrei fyrr er það nú megininntakið í hræðslupólítik vinstri manna hér á landi sem á að heita málefnaleg pólítik.

Í raun er þar um að ræða einfalda sandkassapólítík sem ætíð fellur í sama farið alveg sama hver er við stjórnvölinn.

Nýjir flokkar gagnrýna alla þá sem fyrir eru og telja ónýta en raunin er sú að reynsla flokka sem lengi hafa starfað er meiri en þeirra sem eru nýkomnir á pólítiska sviðið, einkum og sér í lagi hvað varðar einmitt það atriði að viðhafa lýðræðislega ákvarðanatöku um samfélagsleg álitaefni.

Vilji menn eiga aðkomu að sínu samfélagi og skoðanamótun um þau hin sömu atriði þá er leiðin greið með því að taka þátt í stjórnmálastarfi, en ég er félagi í Framsóknarflokknum og afskaplega ánægð með það hið sama, því þar er dugmikið og öflugt fólk innan þings og utan.

kv.Guðrún María.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn fengi 43%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband