Búið að tala forsetann niður frá því hann synjaði Icesavelögunum.
Sunnudagur, 13. maí 2012
Það mátti enginn grípa fram fyrir hendur vinstri stjórnar í landinu, og því var svarað með illu umtali ljóst og leynt um forsetaembættið, ekki aðeins af stuðningsmönnum ríkisstjórnarflokkanna, heldur flokkast sá hópur sem slikt hefur iðkað einnig undir Evrópusambandsaðdáendur sem vildu greiða Icesave jafnframt.
Hver var það aftur sem talaði um " forsetaræfilinn " ?
Man það einhver ?
![]() |
Segir Jóhönnu í herferð gegn sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mun forsetinn vísa kvótamálinu í þjóðaratkvæðagreiðslu ?
Sunnudagur, 13. maí 2012
Sem aldrei fyrr væri það sannarlega bráðnauðsynlegt að þjóðin fengi að setja sitt um kvótakerfi sjávarútvegs og þær hugmyndir sem núverandi ríkisstjórnarflokkar hafa í farteskinu um breytingar á þvi hinu sama.
![]() |
Kvótamálið stærsta mál þjóðarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hreyfingin styður óviðunandi vinnubrögð í þessu máli.
Sunnudagur, 13. maí 2012
Það er afar sorglegt að þeir hinir sömu skuli ganga lýðskrumsgönguna í þessu máli, þar sem verkefni þingsins var og er enn að taka tillögur þessar til efnislegar meðferðar.
Það hefur ekki verið gert.
![]() |
Stjórnarskrármál á hreyfingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hve miklum fjármunum er varið nú, úr ríkissjóði í neyðaraðstoð innanlands, og þróunaraðstoð erlendis ?
Laugardagur, 12. maí 2012
Hef ekki verið eins dugleg og ég var að leita að tölum í þessu sambandi en fróðlegt væri að fá fram hversu miklum upphæðum stjórnvöld verja annars vegar í aðstoð í neyð hér innanlands og neyð á veraldarvísu.
Er Ísland með starfsmenn við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna í Suður Súdan ?
Getum við séð hvernig þessir fjármunir nýtast ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Þrettán milljónir til neyðaraðstoðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Opinber vinnubrögð !
Laugardagur, 12. maí 2012
Gagnaveitan er fyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur að sjá má og sá hinn mikli hamagangur við það að leggja tengingar nýrrar samskiptatækni í hús sem síðan er án efa fyrirhugað að láta íbúa greiða fyrir að nota ,hefur eitthvað farið úr böndunum.
Það fyrsta sem mér datt í hug var að það er ýmist of eða van hvað varðar hin ýmsu atriði þjónustustarfssemi hér á landi, þar sem yfirsýn og eftirlit með framkvæmdum hvers konar sem verktakastarfssemi hefur með að gera hjá opinberum aðilum virðist vera á stundum, af skornum skammti.
Það er hins vegar gott að vita að menn hyggjast leita sátta á máli sem slíku.
kv.Guðrún María.
![]() |
Gagnaveitan mun leita sátta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Barnaverndarstofa og samband við barnaverndarnefndir.
Laugardagur, 12. maí 2012
Það hefur borið óvenju mikið á forstjóra Barnaverndarstofu varðandi málefni unglinga sem hingað komu sem flóttamenn til þess að deila á lögreglu og dómsstóla varðandi mál þetta en svo virðist sem forstjóra hafi ekki verið kunnugt um ferli málsins eigi að síður miðað við það sem má lesa frá aðilum barnaverndar i Sandgerði.
Það verður fróðlegt að vita " hver gerði hvað vitlaust í þessu máli, hvar og hvenær " ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Annar unglingur fangelsaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjálfsskipaðir öfganáttúruverndarsinnar hafa gengið í hring.
Miðvikudagur, 9. maí 2012
Við Íslendingar höfum borið gæfu til þess að nota og nýta landið gegnum tíð og tíma og við eigum að gera það áfram okkur til handa, með vatnsafli og jarðvarma sem sannarlega mun verða okkar fjársjóður í framtíð allri, sökum þess að sjálfbær orkuframleiðsla er langt frá því að vera sjálfsagður hlutur hjá þjóðum heims.
Það er engin heil brú í því að fjármunum hafi nú þegar verið kostað til rannsókna og undirbúnings á virkjunarkostum sem síðan á að henda út um gluggann í einhverri pólitískri flokkun undir formerkjum öfgaumhverfisverndar.
Mín skoðun er sú að hluti öfgaumhverfisverndarsinna hér á landi hafi gengið í hring þar sem tilgangurinn helgar ekki lengur meðalið og gal og gap af pólítiskum toga má líkja saman við það sem oft hefur gert grín að, er bændur voru á móti símanum forðum daga.
Því miður.
kv.Guðrún María.
![]() |
Markmiðum um sjálfbæra uppbyggingu stefnt í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Getur það verið að stjórnarflokkarnir viti ekki hvert skal stefna í fjárfestingum sem slíkum ?
Þriðjudagur, 8. maí 2012
Meðan Samfylkingin vinnur að því að koma fjárfestingum erlendra aðila á koppinn, er samstarfsflokkurinn VG, að virðist því hinu sama andsnúinn.
Þessir flokkar eru saman í ríkisstjórn landsins !
Umræða um fjárfestingar sem slikar er eitthvað sem stjórnmálamenn hafa einfaldlega ekki rætt við almenning í landinu sem heitið geti en afstaða heimamanna úti á landi er eðli máls samkvæmt lituð af vonum og væntingum um atvinnu sem er af skornum skammti á þessu landssvæði.
Þetta mál er því eitt dæmi af fleirum sem kemur upp þar sem stjórnmálamenn og þar með sitjandi stjórnvöld í landinu ganga í hringi fram og til baka án þess að fyrirliggjandi stefnumótun sé til staðar, því miður.
kv.Guðrún María.
![]() |
10 ára samningur Huangs við ríkið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvernig er hægt að skerða áunnin réttindi ?
Mánudagur, 7. maí 2012
Ég hygg að það sé kominn timi til þess að fara með prófmál fyrir dómsstóla varðandi það atriði hvort áunnin réttindi sjóðfélaga í lífeyrissjóðum sem innheimt eru samkvæmt lagaboði þar að lútandi, sé hægt að skerða með ákvörðun sjóðsstjórna til dæmis ?
Samkvæmt minni tilfinningu um lagaleg atriði þessa máls þá eru áunnin réttindi sjóðfélaga, jafngildi eignar, sökum þess að iðgjöld í sjóðina eru innheimt með lagaboði.
Áunnin réttindi ætti því aldrei, ég endurtek aldrei að vera hægt að lækka, nema endurgreiða sjóðfélögum gjöld þau sem innheimt hafa verið áður.
kv.Guðrún María.
![]() |
Áunnin réttindi lækki um 7,5% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjörtímabilið styttist.
Mánudagur, 7. maí 2012
Það er oftar en ekki sama sýndarmennskutilstandið þegar líður á kjörtímabil einnar ríkisstjórnar, og nú er ríkisstjórnarfundur á Egilsstöðum, en aðrir fundir úti á landi að ég man eru áður á Ísafirði og í Reykjanesbæ, man ekki meir.
Fróðlegt verður að fylgjast með hvort fleiri fundir verði á næstunni úti á landi.
kv.Guðrún María.
![]() |
Ríkisstjórnarfundur á Egilsstöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |