Réttlætismál.
Mánudagur, 21. maí 2012
Ég fagna þessum hugmyndum að breytingum því hér er um verulegt réttlætismál að ræða ekki aðeins fyrir leigjendur, heldur einnig skattgreiðendur í landinu, þar sem það er afar óeðlilegt að hið opinbera styðji meira við einn hóp umfram annan á húsnæðismarkaði.
kv.Guðrún María.
![]() |
Húsnæðiskerfinu umbylt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pólítískur sjónleikur með Evrópuívafi.
Laugardagur, 19. maí 2012
Tilraun ríkisstjórnarflokkanna til þess að leita að samstarfi við annars vegar Hreyfinguna og hins vegar Guðmund Steingrímsson er sannarlega pólítiskur sjónleikur þar sem sitjandi flokkar telja sig vera að búa í haginn fyrir komandi kosningar til þings, með því að sveipa sig klæðum samstöðu allra handa..,-.
Áhugi Guðmundar á aðild að Evrópusambandinu limir hann við ríkisstjórnina, en þáttaka í " torfkofaáætluninni " er vægast sagt frekar ólíklegt til vinsælda.
Hreyfingin aftur á móti hefur ákveðið að taka þátt í lýðskrumskapphlaupinu mikla um kosningu um stjórnarskrárdrögin með ríkisstjórninni.
Verður mjög fróðlegt að fylgjast með þingbyrjun í haust en þá kemur í ljós hvað þessi leiksýning hefur kostað væntanlega.
kv.Guðrún María.
![]() |
Færir Bjarta framtíð nær stjórninni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ný stefna við lok kjörtímabils, afar fróðlegt !
Laugardagur, 19. maí 2012
Sé ekki betur en landsmenn eigi helst að lifa á þvi að bíta gras og flytja aftur í torfkofa, þar sem þeir hafa ekki efni á því að búa í steinsteyptum húsum sem kosta of mikið, að öllum líkindum með grútarlampa þar sem bannað er að virkja bæjarlækinn, því það er " stóriðjustefna ".....
Eftir sitja ráðamenn í rökkrinu frá grútarlömpunum og skilja ekkert í því að fyrirtækin hafi farið á hausinn og skili ekki sköttum í framtíðarstefnuna sem boðuð var.
kv.Guðrún María.
![]() |
Nýjar áherslur í atvinnumálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nú eru góð ráð dýr hjá Ruv, eða hvað ?
Föstudagur, 18. maí 2012
Raunin er sú að þessi krafa Herdísar, þarf ekki að koma á óvart þar sem sérstök tilvik eins og það atriði að fréttamaður fari í framboð, hlýtur að kalla á ný vinnubrögð varðandi það atriði að fullkomins hlutleysis sé gætt.
Nú þegar er kominn fram gagnrýni á stofnunina af hálfu Ólafs Ragnars og Ástþórs Magnússonar að hluta til af sama meiði.
Stofnunin hlýtur að þurfa að svara þeirri hinni sömu gagnrýni á einhvern máta og upplýsa um framkvæmd mála þar á bæ.
kv.Guðrún María.
![]() |
Utanaðkomandi stýri kosningaumfjöllun RÚV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Forseti Íslands svaraði röddum fólksins í Icesavemálinu.
Fimmtudagur, 17. maí 2012
Það var raunverulegt lýðræði sem var fært til almennings í þessu landi, þess efnis að fá að segja já eða nei um Icesavelög núverandi stjórnvalda sem sett voru fram á Alþingi Íslendinga.
Það var ekki aðeins að sú ákvörðun forseta að vísa þessu máli til þjóðarinnar eftir efnahagshrun sem yfir dundi hér á landi svaraði kalli almennings, heldur kom þar einnig til sögu spor sem stigið hafði verið í átt að auknu lýðræði almennings um málefni eins þjóðfélags.
Það var svar við kalli tímans um slíkt lýðræði og núverandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson mun eiga æværandi heiður fyrir það að hafa stigið það spor.
Núverandi ríkisstjórn er tók við völdum hér á landi lét það vera eitt fyrsta verk að koma umsókn að Evrópusambandinu gegnum þingið, ÁN ÞESS AÐ SPYRJA ÞJÓÐINA UM VILJA TIL ÞESS HINS SAMA ÁÐUR.
Það voru mikil lýðræðisleg mistök í kjölfar efnahagshruns að búa til sundrung meðal þjóðarinnar um slíkt mál í vinnu við að reisa eitt þjóðfélag við, þar sem samvinna var og er eðli máls samkvæmt lykill að slíku.
Mistök sem skrifast munu í stjórnartíð þeirra flokka er nú sitja saman við stjórnvölinn.
kv.Guðrún María.
![]() |
Færi valdið til fólksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Forsetakandidat ríkisstjórnarflokkanna ?
Miðvikudagur, 16. maí 2012
Það er ekkert smávegis fínt að pikka út vinsælan fréttamann af Ríkissjónvarpinu, sem hefur stjórnað einum vinsælasta spurningaþætti landsins um tíma, í framboð, en Ruv er á auglýsingamarkaði hér á landi ásamt því að fá nefskatt frá almenningi til rekstrar.
Veit þjóðin eitthvað um þennan fréttamann annað en að hafa horft á hana á skjánum ?
Nei ekki ég, annað en Hannibal heitinn Valdimarsson var afi hennar, það veit ég en ég hefi ekki minnstu hugmynd um hvaða skoðanir viðkomandi fréttamaður hefur á sínu þjóðfélagi, hvað þá forsetaembættinu, ekki minnstu hugmynd enn sem komið er.
Stuðningur fulltrúa ríkisstjórnarflokkana við þennan frambjóðenda er hins vegar afgerandi samkvæmt þessari könnun og ljóst að þeim hinum sömu virðist mikið í mun að styðja frambjóanda sem gæti hugsanlega fellt sitjandi forseta.
Var einhver að tala um " pólítík " í sambandi við embætti forseta ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Þóra með mestan stuðning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmálaafl ?
Þriðjudagur, 15. maí 2012
Pólítísk hrossakaup korteri fyrir kosningar eru mér alla jafna aðhlátursefni en raunin er sú að sá tunnusláttur er skilaði þessarri ríkisstjórn til valda var ekki hvað síst laminn af þessum aðilum sem hér eiga í hlut og hyggjast nú styðja stjórnina vantrausti sem aftur þýðir það þeir hinr sömu uppáskrifa allar aðgerðir, ellegar aðgerðaleysi sem verið hefur hjá núverandi stjórnarflokkum á stjórnartímabilinu.
Icesave ? og svo framvegis......
kv.Guðrún María.
![]() |
Munu verja ríkisstjórnina vantrausti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ólafur Ragnar Grímsson er forseti þjóðarinnar.
Þriðjudagur, 15. maí 2012
Ég er ein af þeim sem skoruðu á núverandi forseta Ólaf Ragnar Grímsson að gefa kost á sér áfram sem forseta þar sem ég tel áframhaldandi setu hans í embætti á Bessastöðum skipta máli fyrir land og þjóð en þar fer forseti sem hefur sýnt og sannað að sá hinn sami þorir og getur tekið ákvarðanir um að veita lýðræðinu brautargengi, þvert á pólítískar linur í stjórnmálum hverju sinni.
Brautargengi aðkomu almennings að lýðræðislegri ákvarðanatöku er spor sem stigið hefur verið og ég tel að þróunin verði áfram en ekki afturábak eftir að það hið sama spor hefur verið stigið.
kv.Guðrún María.
![]() |
Ólafur Ragnar í Grindavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um daginn og veginn.
Þriðjudagur, 15. maí 2012
Mér hefur nú þótt nóg um að vera með þessa hundleiðinlegu verki í bakinu öllum stundum, þótt ekki kæmi eitthvað því til viðbótar, en get ekki betur séð en ég hafi prjónað yfir mig, ég sem var svo ánægð með að geta setið og prjónað, verð víst að gjöra svo vel að endurskoða magn þess hins sama.
Að vísu gerði ég aðeins fleiri æfingar í sjúkraþjálfun á fimmtudaginn við að toga lóð niður, en get samt ekki séð það sem ástæðu þessa vandamáls.
Öxlin fraus á laugardagskveldið og ég svaf ekki fyrir verkjum aðfaranótt sunnudags og gat ekki lyft hendinni frá líkamanum, þvílíkt og annað eins ástand, tók svo verkjalyf og svaf allan sunnudaginn.
Máltækið " lengi getur vont versnað " kom óhjákvæmilega upp í hugann þrátt fyrir allar helstu tilraunir til bjartsýni.
Verkurinn linaðist og ég er skárri núna en svona er lífið, alltaf eitthvað nýtt.
kv.Guðrún María.
Hvernig er hægt að breyta kvótakerfi sjávarútvegs ?
Mánudagur, 14. maí 2012
Er það með ofurgjaldtöku á núverandi skipulag ?
Nei, gengur ekki upp frekar en önnur ofurgjaldtaka annars staðar.
Er uppboðskerfi á aflaheimildum eðlilegt fyrirkomulag ?
Nei ekki að mínu viti, sökum þess að hvers konar gjaldtaka af fiskveiðum þarf að fara fram eftir að afli er veiddur og borinn að landi, vegna óvissuþátta þar að lútandi.
Er hægt að skylda öll íslensk sjávarútvegsfyrirtæki til þess að landa öllum veiddum fiski á markað hér innanlands ?
Já.
Hvernig er hægt að umbreyta núverandi skipulagi og auka nýliðun ?
Til dæmis með þvi að skipta kerfinu í tvennt eftir bátastærð sem og veiðarfærum við veiðar.
Ákveðinn hluti aflaheimilda myndi því tilheyra hvorum potti fyrir sig, en forsenda aðgöngu minni báta væri tól og tæki ásamt leyfi fyrir starfssemi , ekki kaup á kvóta.
Tilfærsla kvóta svo sem sala og leiga færi því einungis fram innan stærra kerfisins s.s úthafsveiðiskipa.
Heildarafli hvers árs í þeim potti yrði síðan ákveðin þúsund tonna en frelsi til veiða, með ákveðnum takmörkunum s.s vélarstærð og veiðarfæri skyldu innifalin vera.
Þetta er mín sýn sem ég svo sem oft áður rætt um en set fram hér til vangaveltu.
kv.Guðrún María.