Staða núverandi stjórnvalda við eldavélina.
Þriðjudagur, 29. maí 2012
Ekki veit ég hve mörgum sinnum hefur soðið upp úr pottunum í þessu stjórnarsamstarfi enda ákvað annar samstarfsflokkurinn að setja hluta af sinni stefnu í samsuðuna um stjórnarsamstarf, þar með talið aðildarumsókn að Evrópusambandinu.
Fyrsta verk þessarar ríkisstjórnar var að finna nýja skattstofna svo mjög að með ólíkindum má telja og hækka öll gjöld sem hugsanlega var hægt að hækka á landsmenn allt undir formerkjum þess að þannig myndi þjóðarskútunni verða komið á flot að nýju.
Skattahækkanir á þjóðarskútuna á strandstað, hafa gert það að verkum að um það bil helmingur hennar er enn á þurru landi, en skrúfan á skipinu er föst þar sem ekki hefur tekist að leiðrétta forsendubrestinn sem til varð með nokkru móti.
Þjóðin tók fram fyrir hendur stjórnarinnar er hún hugðist gera Íslendinga að galeiðuþrælum við Icesavesamningagjörðina, með aðstoð forseta Íslands í því hinu sama máli.
Það er af svo mörgu að taka sem gerst hefur bak við eldavélina á stjórnarheimilinu en læt þetta nægja í bili.
kv.Guðrún María.
![]() |
Eldhúsdagsumræður á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Besta stund ársins í sveitinni.
Mánudagur, 28. maí 2012
Ekkert af sveitaverkum hér einu sinni gat yfirtoppað það þegar kúnum var hleypt úr fjósi, bara ekki neitt.
Þvílík og önnur eins upplifun að sjá þessar annars rólyndu skepnur alla aðra daga ársins en þennan eina, sletta úr klaufunum og hamast var og er einstakt.
kv.Guðrún María.
![]() |
Voru frelsinu fegnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Loksins jafnrétti í þessu sambandi, eða hvað ?
Sunnudagur, 27. maí 2012
Jafnréttisbaráttan er ekki aðeins fyrir annað kynið heldur bæði og því ber að fagna að karlmaður sé nú fulltrúi okkar til þess að kynna afstöðu Íslendinga í söngvakeppninni.
Auðvitað ættu kynin að skiptast á sitt hvert árið, hvað þetta varðar, það ætti ekki að vera afskaplega flókið að koma því við.
kv.Guðrún María.
![]() |
Fyrstur karla til að lesa stigin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Til hamingju Svíþjóð.
Sunnudagur, 27. maí 2012
Óska Svíum til hamingju með sigurinn, en ég get ekki að því gert að mér finnst, ég endurtek mér finnst þetta lag vera endurtekning á einhverju sem ég hefi áður heyrt, alveg frá fyrstu hlustun á þetta lag.
Í dag var mér svo bent á Titanic lagið og jú þar má finna samhljóm með þessu lagi að hluta til í ákveðnum stefum og kanski var það nóg til þess að sú hin sama tilfinning vaknaði á mínum bæ.
Það voru hins vegar mörg góð lög í keppninni þetta árið og Rússnesku ömmurnar fannst mér yndislegar, og framlag Breta hefði að ósekju mátt fá fleiri stig en við íslensku keppendurnir stóðu sig vel með sitt framlag, hafi þeir þakkir fyrir.
kv.Guðrún María.
![]() |
Svíar unnu Evróvisjón 2012 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarfélög á svæðinu upplýsi íbúa um viðbrögð við náttúruvá.
Laugardagur, 26. maí 2012
Mikilvægasta atriðið að ég tel, varðandi hvers konar viðbrögð við náttúrvá, er það að íbúar á hverjum skika á höfuðborgarsvæðinu viti fyrirfram hvert á að fara ef yfirgefa þarf heimili sín.
Það er óhugsandi að treysta á rafmagn inni við slíkar aðstæður og samtímis boðskipti þar að lútandi.
Ef slíkar upplýsingar eru ekki fyrir hendi fyrirfram þá eru góð ráð dýr þar sem allir í einu kynnu að æða út í sín ökutæki og allar leiðir yrðu tepptar.
Ég hef aldrei fengið eitt stykki stafkrók frá einum eða neinum hér á höfuðborgarsvæðinu um þetta mál, búandi í þremur sveitarfélögum í um það bil þrjá áratugi.
Mér hefur oft verið hugsað til þess að á sínum tíma átti ég í bréfaskriftum við Almannavarnir og ráðherra varðandi almannavarnaáætlun undir Eyjafjöllum sem mér fannst ekki nógu gott að væri ekki til staðar þegar fyrst hófst ris í Eyjafjallajökli, en sú áætlun var eigi að síður komin áður en gos þar hófst og nokkru áður höfðu íbúar fengið upplýsingar um það hvert þær ættu að fara og safnast saman við slíka náttúruvá.
Því hinu sama er hins vegar ekki að heilsa hér á þessu fjölmennasta svæði landsins, og ég hvet sveitarstjórnarmenn á svæðinu að skoða þessi mál, því það er á verksviði sveitarstjórna að upplýsa íbúa í þessu efni í samráði við almannavarnir.
kv.Guðrún Maria.
![]() |
Fylgjast þarf með Krýsuvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Góð hugmynd að skora á ríkisstjórnina að segja af sér.
Fimmtudagur, 24. maí 2012
Það er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að menn setji fram áskoranir og safni undirskriftum í þeim tilgangi að knýja á um breytingar og í þessu tilviki að þing verði rofið og boðað til kosninga.
Ljóst er að núverandi ríkisstjórn hefur tæpan þingmeirihluta, og á erfitt með að koma málum í gegnum þingið þar sem ósamstaða stjórnarflokkanna um ýmis mál er fyrir hendi.
Eitt mál litar þó mál öll að mínu viti sem Evrópusambandsumsóknin og staða hennar í ljósi andstöðu þjóðarinnar við það eina mál.
kv.Guðrún María.
![]() |
Tæplega þrjú þúsund vilja kosningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Auðvitað á þjóðin að fá að tjá afstöðu sína til Evrópusambandsumsóknar.
Miðvikudagur, 23. maí 2012
Raunin er sú að stór hluti kjósenda VG,kaus flokkinn í trausti þess að sá flokkur var andsnúinn aðild að Evrópusambandinu og gat án efa ekki ímyndað sér að sá flokkur gengi á stefnu sína í þvi hinu sama máli.
Það var hins vegar öðru nær þar sem stefna Samfylkingar eins flokka á Íslandi var gerð að stefnu ríkisstjórnarflokkanna beggja og ekki haft fyrir því að kanna vilja þjóðarinnar heldur umsókninni " troðið " gegnum þingið.
Það voru og eru enn sömu mistökin í ljósi þess að meirihluti þjóðarinnar er andsnúinn því hinu sama, og allar þær krónur og aurar sem eytt hefur verið í þetta ferli því kostnaður sem skrifast á stjórnmálaflokkinn Samfylkinguna og stefnu hennar, og afslátt samstarfsflokksins á stefnu sinni i máli þessu.
kv.Guðrún María.
![]() |
Vilja þjóðaratkvæði um ESB í haust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnarskráin hlýtur að verja eign sjóðfélaga í lifeyrissjóðum, því innheimt er með lagaboði.
Þriðjudagur, 22. maí 2012
Raunin er sú að ekki aðeins eru forkólfar verkalýðsfélaganna sekir um algjört andvaraleysi, heldur einnig sitjandi þingmenn á Alþingi Íslendinga sem haldið hafa um stjórnvölinn við hvers konar skerðingar á réttindum í lífeyrissjóði, ellagar haft um það frumkvæði að sjóðir þessir séu notaðir og nýttir í verkefni í þágu hins opinbera til framkvæmda hvers konar.
Alvarleiki þessa máls er sá að hér er innheimt samkvæmt lagaboði af launþegum, þar sem sjóðir þessir tryggja ákveðna upphæð til handa sjóðfélaga eftir greiðslur að ákveðnum tima liðnum.
Hvers konar lagasetning sem heimilar skerðingar er eignaupptaka í raun, vegna fyrirfram gefinna yfirlýsinga til handa sjóðfélaga í bréfum um slíkt ár hvert, þar sem starfssemi sjóðanna er væntanlega eftir laganna hljóðan.
Fullkomin skerðing af hálfu stjórnvalda í formi tekjutenginga mun ALDREI standast eignaréttarákvæði stjórnarkrárinnar sem í gildi er, né heldur mun hvers konar nýting í opinbera þágu úr sjóðum þessum standast lög um sjóði þessa fyrr eða síðar, sbr Framtakssjóð.
Fyrir löngu síðan skyldi varsla fjármuna í lífeyrissjóðum hafa verið falin fjármálafyrirtækjum eða Seðlabanka Íslands, vegna lögboðinnar innheimtu fjármuna þessara, til ákvarðanatöku um fjárfestingar og ávöxtun fjármuna.
Önnur starfssemi sjóðanna skyldi einnig fyrir löngu hafa verið kominn í eina heildstæða einingu til handa launamönnum í landinu, sem lögum samkvæmt greiða enn af vinnulaunum sínum í sjóði þessa.
Atvinnurekendur greiða laun en skyldu hvorki nú né áður hafa nokkra einustu aðkomu að sjóðum þessum, það eru og verða mistök sem þarf að gera upp.
kv.Guðrún María.
![]() |
Segist vera með samviskubit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þeir koma af fjöllunum einn og einn..... um skerðingar lífeyrissjóða.
Þriðjudagur, 22. maí 2012
Ætlar einhver að segja mér það að Ásmundur Stefánsson sé fyrst nú í dag að fatta hvað ríkið hefur tekjutengt greiðslur úr lífeyrissjóðum.... ?
Varla.
Núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins hefur enn ekki setið í ríkisstjórn en hann á hins vegar að vita það sem þingmaður hverjar þessar skerðingar eru í dag sem og það atriði hvort hans flokkur hefur á sínum stjórnartíma heimilað skerðingar sjóða þessara til sjóðfélaga ef tap sjóðanna á braski fór yfir ákveðin prósentuhluta.
Að öðru leyti er ég alveg sammála því sem sá hinn sami segir að skyldugreiðslur í sjóði þessa hafa tapað tilgangi sinum er enginn er ávinningurinn en það er Alþings að skoða þá hina sömu stöðu.
kv.Guðrún Maria.
![]() |
Grefur undan samfélagssáttmálanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er ekki gróið yfir tvö eldgos með stuttu millibili.
Mánudagur, 21. maí 2012
Að vissu leyti má þakka fyrir snjómikinn vetur í þessu sambandi, varðandi það atriði að eitthvað hamli ferðalagi öskumagnsins sem kom upp úr Eyjafjallajökli og Grimsvatnagosinu, einkum og sér í lagi fyrir íbúa í nálægð.
Það tekur hins vegar tíma að binda allt þetta öskumagn sem til staðar er á Suðurlandi en skjólið undir Eyjafjöllum hjálpar til sunnan megin hvað gróður varðar.
Það verður sannarlega gott að fá sunnan rigningu.
kv.Guðrún María.
![]() |
Sambland ösku- og sandfoks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |