Skrumskæling lýðræðisins í hnotskurn.
Fimmtudagur, 23. ágúst 2012
Datt einhverjum í hug, sem kaus til stjórnlagaþings að kosningin yrði dæmd ógild, en svo varð, og hvað gerðu sitjandi stjórnvöld ?
Jú þau skipuðu ráð á grundvelli hinnar ógildu kosningar, ráð sem skilaði tillögum sem ekkert var gert með á Alþingi, ekkert annað en það að senda á tillögugerðina algjörlega órædda af þingi til atkvæðagreiðslu hjá þjóðinni.
Svo gerist það að hinir skipuðu ráðsmenn, sem að virðist, telja sig hafa fundið upp hjólið, halda af stað í heilaga krossferð með eigin tillögugerð í þessu efni.
Önnur eins hringleikasápuópera hefur ekki sést lengi.
kv.Guðrún María.
![]() |
Samtök um nýja stjórnarskrá stofnuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Umhverfisverndin nær ekki langt í framkvæmd.
Miðvikudagur, 22. ágúst 2012
Þegar svo er komið að minkurinn er farinn að vaða að manninum þá er andvaraleysið algert og skorturinn um vitund fyrir náttúrinn himinhrópandi.
Á sama tíma og gífurlegur kostnaður er lagður í umhverfismat á virkjunum í einhverjum lækjarsprænum hér og þar svo ekki sé minnst á lagningu á rafmagnslínum, virðist minkurinn mega drepa allt fuglalíf á svæðinu og enginn
fattar að það þurfi að halda honum í skefjum.
Hvar er Náttúruverndarstofnum og allir þeir fræðingar sem mögulega geta hér lagt fram eitthvað sem hefur áhrif á stjórnvöld, til þess að verja kostnaði í það að halda meindýrum í skefjum, svo sem refi og minki.
kv.Guðrún María.
![]() |
Mink fjölgar meðan ekki er borgað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað eru margir fyrrverandi ráðherrar á biðlaunum ?
Miðvikudagur, 22. ágúst 2012
Ég spyr eins og áður, hvað kosta þessar breytingar ?
Er hér um að ræða pólítiska refskák til þess að halda einingu innan flokka fyrir næstu kosningar, eða hvað ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Ráðherrabreytingar lagðar fram um helgina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er þetta með markaðshyggjuþokumóðuna.
Þriðjudagur, 21. ágúst 2012
Auðvitað er 300 þúsund manna samfélag ekki markaður og því munu markaðslögmál milljónaþjóðfélaga seint eiga við landið.
Skriffinska og regluverkaiðnaðurinn er séríslenskur kapítuli þar sem menn hafa um of talið að nógu mikið af lögum og reglum um alla skapaða hluti muni tryggja hitt og þetta, hér og þar, en svo er ekki þegar það hið sama yfirtoppar kostnað við starfssemi fyrirtækja svo ekki sé minnst á stjórnsýslu hins opinbera á stundum.
Tilvist sjávarútvegsfyrirtækja á hlutabréfamarkaði í " góðærinu " segir meira en mörg orð um það hið sama.
Við þurfum hins vegar alltaf að leika okkur sem greifa Íslendingar með gull og græna skóga til vinstri og hægri handar, og sjáum ekkert nógu gott í eigin garði heldur allt miklu betra hinum megin við hæðina.
Því fyrr því betra sem íslenskur hlutabréfamarkaður tekur mið af íslenskum raunveruleika.
kv.Guðrún María.
![]() |
Gagnast ekki íslenskum fyrirtækjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sýnileiki lögreglu skiptir miklu máli í umferðarmenningu.
Mánudagur, 20. ágúst 2012
Mér finnst að lögreglunni hafi tekist vel til með það að ná niður umferðarhraða á stofnæðum borgarinnar með sýnileika á ákveðnum tímum.
Það aka fleiri á löglegum hraða en áður, það er alltént mín tilfinning í umferðinni.
kv.Guðrún María.
![]() |
Aukið umferðareftirlit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er það brot á mannréttindum að vera dregin fyrir dóm tvisvar til að dæma nákvæmlega sama gjörning ?
Sunnudagur, 19. ágúst 2012
Getur það verið að stjórnsýsla í okkar litla landi sé það ófullkomin að einhver einn einstaklingur megi meðtaka það að vera dreginn fyrir dóm til þess að framkvæma nákvæmlega sama gjörning tvisvar ?
Ef svo er, getur verið að það hið sama kunni að vera brot á mannréttindum sem klaufaskapur viðkomandi aðila hefur orsakað ?
Samningar eru samningar og til þess er undiritun viðkomandi aðila sem og vottun til þess að það hið sama standist lög.
Þegar húsaleigusamningi hefur verið rift og enginn nýr gerður, er ekki hægt að rifta húsaleigusamningi við viðkomandi aðila, fyrir dómi, sem sá hinn sami hefur aldrei undirritað. Eða hvað ?
Geta aðilar kanski bara búið til plögg og lagt inn til dóms ?
Því miður það hefur nú þegar verið reynt í mínu tilviki, og ég kært til innanríkisráðuneytis sem vísað hefur í úrskurðarnefnd um félagsþjónustu og húsnæðismál til úrlausnar.
Ég þarf að mæta í dóm þann 10 september næstkomandi með greinargerð sem ég mun gera mér til varnar í þessu máli, en eðli máls samkvæmt er ég í algerri óvissu um hvað verður og á ekki von á því að nefndin hafi þá klárað sína yfirferð.
Það álag sem því fylgir að búa við þessa óvissu er eitthvað sem aldrei skyldi hafa til þurft að koma sökum þess að viðkomandi aðilum var mögulegt að óska eftir því með einu bréfi að ég færi úr þessari íbúð, þar sem ég gæti ekki greitt niður skuldina ásamt leigugreiðslum mánaðarlega, án tilkomu dómstólameðferðar nokkurs konar og kostnaðar þar að lútandi í viðbót.
Við skulum endilega horfa á mannréttindi erlendis og standa með þeim sem þar eru hugsanlega brotin mannréttindi á, en kanski væri einnig ágætt að kíkja í eigin barm öðru hvoru hér á landi.
kv.Guðrún María.
Til hamingju með daginn Reykjavík.
Laugardagur, 18. ágúst 2012
Hef enn ekki heimsótt höfuðborgina á " menningarnótt " en litið augum flugelda úr fjarlægð á þessum afmælisdegi höfuðborgarinnar.
Kanski fer maður í göngutúr niður Laugaveginn um miðjan dag á morgun, og ef til vill upp Skólavörðustiginn svona til þess að skoða gamlar slóðir sem gengnar hafa verið gegnum tíðina í borginni.
Það er ekkert nema gott um það að segja að menn haldi menningu á lofti eins og einn dag þegar afmæli er til staðar.
kv.Guðrún María.
Fólkið og stjórnmálin.
Föstudagur, 17. ágúst 2012
Stjórnmálaflokkar verða til vegna þess að fólk starfar innan þeirra og kýs sér fulltrúa í framboð til annað hvort þings eða sveitarstjórna.
Stefnur og straumar í stjórnmálum af hálfu þeirra flokka sem taka þátt hverju sinni veltur á þáttöku hins almenna flokksmanns í starfi þeirra hinna sömu, varðandi það atriði að koma sínum eigin sjónarmiðum á framfæri um þá þróun mála sem viðkomandi vilja sjá í sínu samfélagi.
Það er algeng klisja eftir hrunið að flokkakerfið sé ónýtt og til þurfi að koma " nýjir flokkar " en er það svo einfalt ?
Það held ég ekki, þótt auðvitað sé það sjálfsagt að nýjir flokkar komi fram og reyni sig á stjórnmálasviðinu þá vill það oft verða að einhver einn leiðtogi sem segir skilið við flokk sem hann var kosinn fyrir, leiðir slíkan hóp og nær sjálfur brautargengi á þing, með eins manns atkvæði þar inni og áhrifaleysi þar að lútandi.
Þáttaka almennings í stjórnmálum mætti vera miklu meiri, miðað við áhuga manna á aðgerðum stjórnmálamanna almennt.
Með öðrum orðum, þeir sem vilja hafa áhrif þeir þurfa að taka þátt.
kv.Guðrún María.
Í upphafi skyldi endir skoða.
Fimmtudagur, 16. ágúst 2012
Af hverju samþykkti VG, stjórnarsáttmálann án þess að þjóðin væri spurð um vilja til aðildar að Evrópusambandinu ?
Af hverju ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Miklar fórnir í samstarfinu við Samfylkinguna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samþykkti VG í Reykjavík stjórnarsáttmálann ?
Fimmtudagur, 16. ágúst 2012
Ósköp og skelfing er það nú seint og um síðir að reyna að fara að tala fyrir stefnu eins flokks sem var stungið undir stól, fyrir ríkisstjórnarsamstarf með öðrum flokki eins og Vinstri hreyfingin Grænt framboð gerði.
Þessi málamyndasjónleiksstjórnmálabarátta ætti að heyra sögunni til, enda endurtekin leiksýning allra handa.
kv.Guðrún María.
![]() |
Segja Samfylkingu þverskallast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |