Um daginn og veginn.

Mér hefur oft verið hugsað til þess undanfarið, hve löt ég er að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni hér á mínu bloggi nú orðið, miðað við hér áður og fundist ég óttalega léleg að blogga ekki neitt.

Það er samt einu sinni svo að þegar heilsutetrið gefur sig eftir slysfarir eins og gerðist hjá mér, þá skiptir maður um gír og hugsar um það eitt að byggja sig upp svo mest sem verða má og gerir ekki annað á meðan.

 Það er fullt af góðu fólki í pólítikinni nú um stundir og þjóðfélagsumræðan þrífst og dafnar eins og ætíð.

Ég er ánægð með sumarið hér sunnanlands, sem hefur verið þurrt og sólríkt eftir að loks tók að vora sem var með seinna móti en venjulega. 

Gott útiveruveður dag eftir dag hér á Selfossi er eitthvað sem ég er þakklát fyrir.

kv.Guðrún María.

 


Vor í augsýn.

Mikið lifandis skelfingar ósköp er maður nú fegin að fá ögn hlýrra veðurfar eftir óvenju leiðinlegan vetur hér sunnanlands.

Endalaust snjóbras og illviðri hefur einkennt þennan vetur, en ég er sennilega heppin að hafa komist klakklaust einu sinni í viku í höfuðborgina allan veturinn og ekki lent í lokunarveseni á heiðinni nema einu sinni fyrir stuttu síðan, í strætósamgöngum.

Að komast út að ganga án fimbulkulda ellegar illveðra er afar ánægjulegt sem og að horfa á jörðina lifna við og æ fleiri fugla fylla sinfóníuhljómsveit vorfuglanna hér við land.

Ég fagna vori og sumri.

 

kv.Guðrún María.

 

 

 

 

 


Um daginn og veginn.

Hef ekki verið mikið í pólítiskum vangaveltum nokkuð lengi , en... fékk einhvern pirring í mín bein er ég heyrði " væl " um fyrirhugaða gjaldtöku á makríl í frumvarpi til laga.

Raunin er sú að aldrei verður sátt um eitt eða neitt sem heitir breytingar í sjávarútvegi hér á landi en að sjálfsögðu skyldi þessi atvinnugrein greiða sanngjarnt gjald til samfélagsins líkt og önnur atvinnustarfssemi.

Það ER stjórnvalda á hverjum tíma að ákveða slíkt.

Kerfið sjálft er hins vegar þannig úr garði gert nú orðið að í raun er varla hægt að tala um að stórútgerðir og smábátasjómenn geti fallið undir sömu lögmál skipulagsins og langt síðan að kerfi þessu hefði þurft að skipta í tvennt.

 

Annað mál úr pólítikinni sem fréttir voru af í dag, pirraði mig líka.

Húsnæðisfrumvörp félagsmálaráðherra sem sannarlega eru eitthvað til þess að binda vonir við að greiði úr gífurlegum vanda fólks á leigumarkaði og komin eru fram, hefðu dagað uppi í fjármálaráðuneyti vegna kostnaðarmats.

Er það svo að þarna skilji virkilega á milli flokkanna tveggja í ríkisstjórn varðandi félagslegar áherslur í einu samfélagi ?

Ég vona ekki því verði ekkert að gert á húsnæðismarkaði þá er illa komið fyrir eitt samfélag.

Annars bíð ég eftir vorinu svo ekki sé minnst á sumarið sem maður leyfir sér að vona að verði okkur blítt þetta árið eftir hryssingslegt veðurfar á vetrarmánuðum.

kv.Guðrún María.

 


Ákvörðun ríkisstjórnarinnar er fagnaðarefni fyrir mig, andstæðing aðildar að Evrópusambandinu.

Ég virði sannarlega rétt manna til að mótmæla hverju sem er, en fyrir mig er það aftur á móti fagnaðarefni að ríkisstjórnin skuli hafa tekið af skarið varðandi aðildarumsókn sem runnin var út í sandinn og tilkomin af hálfu fyrrum valdhafa.

Ég átti marga orðræðuna um Evrópumálin í umræðu um pólitík hér fyrir all mörgum árum síðan, en ekkert í þeirri hinni sömu orðræðu breytti þeirri bjargföstu skoðun minni að við Íslendingar ættum erindi í Evrópusambandið.

Framsal á valdi og sjálfsákvarðanarétti þjóðar yfir eigin auðlindum er í mínum huga það atriði sem er óásættanlegt.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Um sjö þúsund manns á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirlitsleysi ábyrgðaraðila með útboðum á þjónustu.

Hver og einn einasti fulltrúi sveitarfélaganna í stjórn Strætó ætti að víkja eftir þau mistök sem útboð þjónustu við fatlað fólk hefur orsakað, þrátt fyrir skipun neyðarstjórnar varðandi þetta verkefni.

Eftirlit með framkvæmd útboðs verkefna hins opinbera sem sveitarfélögin hafa með hendi virðist því miður lítið eða ekki neitt, en jafnframt lítur svo út að einnig hafa skort undirbúning þess hins sama.

Það gefur augaleið að hinn mannlegi þáttur hlýtur að vera hluti af þjónustu sem slíkri ásamt samvinnu við alla hlutaðeigandi aðila og ef slíkt hefur verið reiknað út af blaði undir formerkjum sparnaðar í krónum og aurum, þá sitja menn eftir á byrjunarreit eins og nú hefur gerst.

 

Ég vona að neyðarstjórn þessa málaflokks gangi vel að vinna úr þessu máli.

 

kv. Guðrún María.

 


mbl.is „Við erum gríðarlega ósátt “
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um daginn og veginn.

Nýtt ár er gengið í garð og veturinnn hefur minnt á sig síðasta mánuðinn á árinu sem var að líða hér sunnanlands sem og fyrsta mánuð þessa árs.

Það er hins vegar tekið að birta og alltaf jafn gott að finna þann mun á því hvernig dagurinn lengist smám saman eftir áramót.

Af mér sjálfri er það að frétta að ég stunda mína sjúkraþjálfun til þess að reyna að halda mínu heilsutetri í besta mögulega lagi frá tíma til tíma.

Ég geri mikið af því að prjóna frá degi til dags en það er hvoru tveggja gott og nauðsynlegt að hafa eitthvað fyrir stafni, þegar maður hefur tapað vinnugetu að öðru leyti.

Ég er þakklát ef ég get verið án mikilla verkja í mínum líkama frá degi til dags, en það þýðir að passa sig sí og æ að lyfta ekki of þungu, erfiða ekki of mikið í einu, standa ekki né sitja of lengi í sömu stellingu, osfrv.

 

Og að sofa í réttri stellingu til að fá hvíld án þess að vakna með verki.

 

kv.Guðrún María.


Gleðilega hátíð allir fjær og nær.

Blessuð jólin eru alltaf á sínum tíma í árinu, hvar sem við erum stödd í lífinu í gleði eða í sorg.

Sjálf er ég mikið jólabarn og elska allt í kringum blessuð jólin, að lýsa hús með ljósum og skreyta og hlusta á jólalög og pakka inn gjöfum, gera konfekt og fleira og vera með þeim sem manni þykir vænt um og rækta kærleikann.

Fyrst og síðast er það kærleikurinn sem endurspeglar jólahátíðina þar sem við fögnum fæðingu frelsarans með hverju því móti sem tíðarandinn hefur fært okkur í fang.

 

Gleðilega hátíð.

RIMG0005.JPG_0002


Um daginn og veginn.

Vetur er genginn í garð, þótt ekki sé mikill snjór hér sunnan heiða enn sem komið er.

Kuldinn er ekki fagnaðarefni hjá þeirri sem þetta ritar, þar sem kuldinn magnar hvers konar verkjatilstand sem til staðar er í líkamanum. 

Ég vona að þessi vetur verði ekki mjög kaldur en við þurfum samt ekki að kvarta hér sunnanlands það skal segjast eins og það er, það hefur verið hlýtt til þessa.

Pólítíkin lætur ekki að sér hæða frekar en fyrri daginn, stjórnarandstaða finnur aðgerðum núverandi valdhafa allt til foráttu líkt og verið hefur og nokkuð hjákátlegt á að horfa og hlýða, ekki hvað síst eftir að hafa verið þáttakandi á hinu pólítíska sviði um tíma.

Ég fagna því að skuldaleiðrétting sé kominn til framkvæmda þótt ég sé ekki í þeim hópi sem þar um ræðir, því það hið sama er réttlætismál.

Vonandi verður þessi vetur landsmönnum bærilegur þrátt fyrir gosmengun sem mætti sannarlega ljúka sem fyrst.

 

kv.Guðrún María .

 

 

 


Verða loftgæðamælingar á Selfossi fljótlega ?

Ég hef reynt að fylgjast með upplýsingum um gasdreifingu frá eldgosinu í Holuhrauni og vissulega orðið vör við mengun þar að lútandi en mér finnst hins vegar vanta nokkuð á mælingar til handa íbúum á fjölmennum svæðum svo sem hér á Selfossi.

Næstu mælingar eru í Hveragerði og í Þjórsárdal sem ef til vill gefa vísbendingar en eigi síður ekki nákvæmni til handa þeim sem hér búa.

Við sem erum með asthma þurfum sannarlega að vita hvort við megum vera á ferð utandyra , gangandi í góðu veðri eða ekki vegna áhættu um mengun sem þessa.

Var að kynna mér upplýsingar þær sem liggja fyrir um uppsetningarstaði á nýjum mælum fljótlega en gat ekki séð að þar væri um að ræða 8000 manna bæjarfélagið Selfoss.

 Væri allt í lagi að fá ögn meiri upplýsingar frá til þess bærum aðilum um þessi mál.

 

kv.Guðrún María. 

 


mbl.is Gosmistur yfir höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eignarhald á fjölmiðlum og eldgos.

Það má vart á milli sjá hvort umfjöllun um eldgosið í Holuhrauni ellegar umfjöllun um eignarhald á Dv hefur verið fyrirferðarmeiri í fjölmiðlum undanfarið.

Fréttir eru fréttir hvers eðlis sem eru, hvort sem þær hinar sömu snúast um fréttamenn og ritstjóraskipti eða gliðnun jarðar og gos.

Óska Hallgrími velfarnaðar í sínu nýja starfi sem ritstjóri Dv rétt eins og ég óska öðrum stjórnendum miðla í landinu hins besta í sínum viðfangsefnum.

Það er hins vegar ekki óttalaust þegar umbrot úr iðrum jarðar eru til staðar og eldur uppi en eftirlitsaðilar hafa að virðist staðið vel að verki við að loka svæðum þar sem hætta kann að steðja að.

Við vitum enn ekki hvort gos kann að koma til sögu úr Vatnajökli en sannarlega vonar maður að svo verði ekki.

Einhvern veginn finnst mér nóg komið af eldsumbrotum undanfarin ár en þótt mér finnist það þá fer náttúran sínu fram, þrátt fyrir það.

 

kv. Guðrún María. 


mbl.is Hallgrímur nýr ritstjóri DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband