Um daginn og veginn.

Hef ekki verið mikið í pólítiskum vangaveltum nokkuð lengi , en... fékk einhvern pirring í mín bein er ég heyrði " væl " um fyrirhugaða gjaldtöku á makríl í frumvarpi til laga.

Raunin er sú að aldrei verður sátt um eitt eða neitt sem heitir breytingar í sjávarútvegi hér á landi en að sjálfsögðu skyldi þessi atvinnugrein greiða sanngjarnt gjald til samfélagsins líkt og önnur atvinnustarfssemi.

Það ER stjórnvalda á hverjum tíma að ákveða slíkt.

Kerfið sjálft er hins vegar þannig úr garði gert nú orðið að í raun er varla hægt að tala um að stórútgerðir og smábátasjómenn geti fallið undir sömu lögmál skipulagsins og langt síðan að kerfi þessu hefði þurft að skipta í tvennt.

 

Annað mál úr pólítikinni sem fréttir voru af í dag, pirraði mig líka.

Húsnæðisfrumvörp félagsmálaráðherra sem sannarlega eru eitthvað til þess að binda vonir við að greiði úr gífurlegum vanda fólks á leigumarkaði og komin eru fram, hefðu dagað uppi í fjármálaráðuneyti vegna kostnaðarmats.

Er það svo að þarna skilji virkilega á milli flokkanna tveggja í ríkisstjórn varðandi félagslegar áherslur í einu samfélagi ?

Ég vona ekki því verði ekkert að gert á húsnæðismarkaði þá er illa komið fyrir eitt samfélag.

Annars bíð ég eftir vorinu svo ekki sé minnst á sumarið sem maður leyfir sér að vona að verði okkur blítt þetta árið eftir hryssingslegt veðurfar á vetrarmánuðum.

kv.Guðrún María.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband