Vor í augsýn.

Mikið lifandis skelfingar ósköp er maður nú fegin að fá ögn hlýrra veðurfar eftir óvenju leiðinlegan vetur hér sunnanlands.

Endalaust snjóbras og illviðri hefur einkennt þennan vetur, en ég er sennilega heppin að hafa komist klakklaust einu sinni í viku í höfuðborgina allan veturinn og ekki lent í lokunarveseni á heiðinni nema einu sinni fyrir stuttu síðan, í strætósamgöngum.

Að komast út að ganga án fimbulkulda ellegar illveðra er afar ánægjulegt sem og að horfa á jörðina lifna við og æ fleiri fugla fylla sinfóníuhljómsveit vorfuglanna hér við land.

Ég fagna vori og sumri.

 

kv.Guðrún María.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband