Eftirlitsleysi ábyrgðaraðila með útboðum á þjónustu.

Hver og einn einasti fulltrúi sveitarfélaganna í stjórn Strætó ætti að víkja eftir þau mistök sem útboð þjónustu við fatlað fólk hefur orsakað, þrátt fyrir skipun neyðarstjórnar varðandi þetta verkefni.

Eftirlit með framkvæmd útboðs verkefna hins opinbera sem sveitarfélögin hafa með hendi virðist því miður lítið eða ekki neitt, en jafnframt lítur svo út að einnig hafa skort undirbúning þess hins sama.

Það gefur augaleið að hinn mannlegi þáttur hlýtur að vera hluti af þjónustu sem slíkri ásamt samvinnu við alla hlutaðeigandi aðila og ef slíkt hefur verið reiknað út af blaði undir formerkjum sparnaðar í krónum og aurum, þá sitja menn eftir á byrjunarreit eins og nú hefur gerst.

 

Ég vona að neyðarstjórn þessa málaflokks gangi vel að vinna úr þessu máli.

 

kv. Guðrún María.

 


mbl.is „Við erum gríðarlega ósátt “
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband