Bloggfærslur mánaðarins, október 2013

Lærdómsríkt tímabil fyrir skemmtikraft.

Vinsældir persónunnar Georgs Bjarnfreðarsonar voru miklar og sjálfri kom mér það ekki á óvart að Jón persé myndi safna miklu fylgi við innkomu í stjórnmálin, vegna vinsælda sem leikari.

Hann hefir nú ákveðið að hætta í stjórnmálum, en eitthvað segir mér að sá hinn sami kunni að taka sér fyrir hendur gagnrýni á stjórnmálin í framtíðinni að öllum líkindum sem grínisti, en þar er sannarlega óplægður akur.

 

Vona honum gangi vel í framtíð.

 

kv.Guðrún María. 


mbl.is Jón Gnarr hættir í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkur orð um leitan sjúklings í bráðaþjónustu við geðheilbrigði.

Þegar svo ber undir að einn einstaklingur hefur tvenns konar sjúkdómsskilgreiningu, annars vegar geðsjúkdóm og hins vegar fíknisjúkdóm, þá vandast málið í íslensku  félags sem og heilbrigðiskerfi,  og góð ráð eru dýr á þann veg að viðkomandi einstaklingi er helst ætlað að losa sig við annað vandamálið af tvennu svo viðhlýtandi  aðstoð til samfélagslegrar þáttöku ellegar meðferðar sé til staðar.

 

KOMDU Á MORGUN..... og þá getur þú leitað á bráðadeild..... segir heilsugæslan.

TALAÐU VIÐ ÞINN LÆKNI Á MORGUN...... segir bráðadeildin....

Áður hafði viðkomandi læknir sagt við sjúklinginn, að sá hinn sami verði alltaf að leita á Bráðadeild til mats á innlögn.

Þótt viðkomandi einstaklingur tapi raunveruleikatengslum og fari í svokallað geðrof er enginn aðili tilbúinn til þess að taka á því hinu sama sökum þess að það er heilbrigðisvandamál að sögn lögreglunnar en heilbrigðiskerfið hendir slíkum aðstæðum sín á milli þangað til slíkt kann að verða að lögreglumáli og viðkomandi hefur rekist á umhverfi sitt á einhvern handanna máta, þá fyrst virðist kerfið hrökkva í gang, þrátt fyrir allra handa fræðslu og blaður um það atriði að viðkomandi skuli nú leita sér hjálpar sem fyrst í aðstæðum sem slíkum. Það skal tekið fram að mismunandi mat lögreglu eru oftar en ekki um að ræða, á stundum þótt slíkt ætti ekki að vera til staðar.

 

 

ER þetta ný saga hér á landi 

 

NEI, svo sannarlega ekki, svona hefur þetta verið í MÖRG ár OF mörg og fyrir löngu síðan komin timi til þess að samhæfa vinnubrögð varðandi ofangreind tilvik, millum aðila allra, hver svo sem í hlut á.

 

Sú er þetta ritar gæti ritað heila bók um þessi mál sem aðstandandi en sennilega hefði enginn áhuga á lestri sem slíkum.

Ég veit það hins vegar að hver einasti einstaklingur á rétt á því að samhæfð vinnubrögð séu til staðar þegar um er að ræða vanda sem slíkan.

Ég veit það lika að vandi sem þessi er flókin en flókin mál eru til þess að leysa, og lausn finnst sist af öllu þegar samhæfingu vantar.

Samhæfing sparar einnig fjármuni kerfa þeirra er þjóna manninum og sá hinn sami greiðir skatta til, sem og aura þá sem hver einstaklingur á eftir í vasanum eftir greiðslu skatta.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 

 

 

 

 


Ómar Ragnarsson er snillingur.

 

Get ekki á mér setið að setja inn eitt snilldarlag sem Ómar gerði á árum áður.

 


Öryrkjabandalagið getur meira en það hefur gert.

Ég óska nýjum formanni til hamingju með embættið og vona að sú hin sama tengist ekki starfi eins stjórnmálaflokks eða annars því slíkt skiptir máli þegar um heildarsamtök sem slík er að ræða.

Mín skoðun er sú að þessi samtök geti áorkað meiru en þau hafa til þessa gert.

Því miður hefur það verið hnjóður á starfi þeirra er valist hafa í forsvar hinna ýmsu hagsmunahópa og tengst hafa beint starfi stjórnmálaflokka að hafa ekki hátt þegar þeirra menn eru við valdatauma annaðhvort ríkis eða sveitarfélaga en vonandi lýður sá ósiður undir lok, þvi eðli máls samkvæmt eru öryrkjar fólk sem kýs mismunandi stjórnmálaflokka.

 

kv.Guðrún María. 


mbl.is Ellen kosin formaður ÖBÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málamyndaágreiningur aðila vinnumarkaðarins .

Löngum hefi ég rætt um íslenska verkalýðshreyfingu og vinnumarkað og geri enn , en við lestur þessarar fréttar, þar sem formaður Alþýðusambands Íslands ræðir rétt einu sinni enn um stjórnmálamenn í tengslum við kjarasamninga og framkvæmdastjóri SA um að brjótast út úr vixlhækkun verðlags og launa, segir manni það að allt sé enn í sama farinu og verið hefur.

Raunin er sú að lífeyrissjóðirnir eiga hér orðið stóran hlut af alls konar atvinnustarfssemi í landinu og hagsmunir þeirra eru násamtengdir hagsmunum verkalýðsfélaganna þar sem félögin skipa enn í stjórnir þeirra og varðstaða verkalýðsfélaganna um laun hins almenna félagsmanns og vinnuumgjörð þess hins sama, geta því aldeilis lent á vegasalti of mikillar samtengingar þar sem nokkrir menn skipa nokkra menn sem hafa allt aðra hagsmuni að leiðarljósi en þá að standa vörð um hagsmuni launamanna frá a- ö.

Verkalýðshreyfingin sem og hvers konar hagsmunasamtök eiga að geta fráskilið sig stjórnmálum og einbeitt sér að því að ná þeim tilgangi sem viðkomandi standa fyrir sem er hvað verkalýðsfélög varðar eingöngu sá að standa vörð um hagsmuni launamanna.

Hagsmuni sem meðal annars innihalda  það atriði að sjá til þess að gerðir kjarasamningar séu virtir, með öllum þeim ráðum sem viðkomandi hafa og eiga til þess hins sama.

Hefði það verið gert frá árinu 1980 þá væri Ísland öðru vísi i dag, en íslenskur vinnumarkaður gengur meira og minna út á það að finna nógu ódýrt ómenntað og menntað vinnuafl , þar sem reynsla og menntun er eitthvað ofan á brauð.

 Því miður.

 

 

kv.Guðrún María. 


mbl.is Óþarfi að deila um staðreyndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðurljósin dönsuðu líka hér á Selfossi.

Án efa hafa allir landsmenn, með heiðskíran himinn,  verið þess aðnjótandi að horfa dans Norðurljósa nú kvöld, en dansinn var stórkostlegur á að líta og ætíð upplifun.

Sjálf var ég á ferð utandyra milli staða og sá dýrðina á norðurhimni hér á Selfossi, en einnig heima hjá mér, skömmu síðar, út um eldhúsgluggann sem snýr mót suðvestri.

Fegurð náttúrunnar í allri sinni mynd, en sú hin sama fegurð er svo margvísleg og allt spurning hvar við erum staðsett til þess að njóta hennar hverju sinni.

Haustlitirnir í gróðrinum heilla einnig á þessum tíma þar sem sjónarspilið og samsetningin í litadýrðinni, er fjölbreytt sem aldrei fyrr.

 

Veröldin er full af ýmsu, fagurlega gerðu,

ef þú aðeins örlítið af tíma þínum verðu. 

Til þess að lita kring um þig og sjá það sem að er,

finnur þú að fegurðin, fylgir alltaf þér. 

 

 

kv.Guðrún María. 

 


mbl.is Norðurljós dansa fyrir borgarbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðarsúlu í hvert sveitarfélag á Íslandi.

Ég fagna ákvörðun borgaryfirvalda í höfuðborginni að gera Yoko Ono að heiðursborgara og er sammála borgarstjóra um birtingamynd kærleiks í garð okkar Íslendinga af hennar hálfu.

Friðarsúlan hefur verið ljós í dimmasta skammdeginu hér á landi , ljós friðar og kærleika sem hefur yljað um hjartarætur og ég sakna þess að sjá ekki friðarsúluna lýsa sem íbúi á þessu svæði.

 Ég vildi sjá Friðarsúlu í hverju sveitarfélagi á Íslandi sem sannarlega myndi vekja enn frekari athygli á verkefni þessu, friðarsúlu sem ekki þyrfti endilega að vera eins og friðarsúlan í Reykjavík en eigi að síður tákn um hið sama.

 

 

kv.Guðrún María.


mbl.is „Eðlilegur þakklætisvottur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um daginn og veginn.

Nú er ég búin að vera bíllaus í rúman mánuð og hefi gengið meira en ella fyrir vikið, suma daga aðeins of mikið en aðra passlega.

Fór í strætóferð í höfuðborgina í síðustu viku til útréttinga, þurfti að fara á þrjá staði, einn í Hafnarfirði og tvo í Reykjavík.

Lagði af stað héðan frá Selfossi, labbandi út í N 1, hálf ellefu um morguninn og tók strætó sem fór rétt fyrir ellefu og var komin til baka á Selfoss klukkan hálf fjögur  síðdegis.

Ganga í þessari ferð var frá Sólvangi í Fjörð og frá Suðurlandsbraut niður í Sigtún og þaðan í Borgartún, að öðru leyti seta í strætó, en það var rakt og mér varð hálfkalt, hefði mátt klæða mig aðeins betur, man það næst.

Það á eftir að koma í ljós hvernig maður funkerar gangandi þegar vetur konungur heldur innreið sína en ef maður getur verið án þess að reka bíl þegar maður er ekki lengur gjaldgengur á vinnumarkaði þá er það sparnaður, sem ekki veitir af á mínu heimili.

Sjálf hefi vildi ég sannarlega hjóla og kanski fæ ég mér hjól með tímanum, þvi hér á Selfossi eru kjöraðstæður til þess að nota það samgöngutæki, góðir stígar um allan bæ og engar brekkur.

Það er ný reynsla í reynslubankann að vera bíllaus og lífið er jú alltaf eitthvað nýtt.

 

kv.Guðrún María. 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband