Um daginn og veginn.

Nú er ég búin að vera bíllaus í rúman mánuð og hefi gengið meira en ella fyrir vikið, suma daga aðeins of mikið en aðra passlega.

Fór í strætóferð í höfuðborgina í síðustu viku til útréttinga, þurfti að fara á þrjá staði, einn í Hafnarfirði og tvo í Reykjavík.

Lagði af stað héðan frá Selfossi, labbandi út í N 1, hálf ellefu um morguninn og tók strætó sem fór rétt fyrir ellefu og var komin til baka á Selfoss klukkan hálf fjögur  síðdegis.

Ganga í þessari ferð var frá Sólvangi í Fjörð og frá Suðurlandsbraut niður í Sigtún og þaðan í Borgartún, að öðru leyti seta í strætó, en það var rakt og mér varð hálfkalt, hefði mátt klæða mig aðeins betur, man það næst.

Það á eftir að koma í ljós hvernig maður funkerar gangandi þegar vetur konungur heldur innreið sína en ef maður getur verið án þess að reka bíl þegar maður er ekki lengur gjaldgengur á vinnumarkaði þá er það sparnaður, sem ekki veitir af á mínu heimili.

Sjálf hefi vildi ég sannarlega hjóla og kanski fæ ég mér hjól með tímanum, þvi hér á Selfossi eru kjöraðstæður til þess að nota það samgöngutæki, góðir stígar um allan bæ og engar brekkur.

Það er ný reynsla í reynslubankann að vera bíllaus og lífið er jú alltaf eitthvað nýtt.

 

kv.Guðrún María. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband