Málamyndaágreiningur aðila vinnumarkaðarins .

Löngum hefi ég rætt um íslenska verkalýðshreyfingu og vinnumarkað og geri enn , en við lestur þessarar fréttar, þar sem formaður Alþýðusambands Íslands ræðir rétt einu sinni enn um stjórnmálamenn í tengslum við kjarasamninga og framkvæmdastjóri SA um að brjótast út úr vixlhækkun verðlags og launa, segir manni það að allt sé enn í sama farinu og verið hefur.

Raunin er sú að lífeyrissjóðirnir eiga hér orðið stóran hlut af alls konar atvinnustarfssemi í landinu og hagsmunir þeirra eru násamtengdir hagsmunum verkalýðsfélaganna þar sem félögin skipa enn í stjórnir þeirra og varðstaða verkalýðsfélaganna um laun hins almenna félagsmanns og vinnuumgjörð þess hins sama, geta því aldeilis lent á vegasalti of mikillar samtengingar þar sem nokkrir menn skipa nokkra menn sem hafa allt aðra hagsmuni að leiðarljósi en þá að standa vörð um hagsmuni launamanna frá a- ö.

Verkalýðshreyfingin sem og hvers konar hagsmunasamtök eiga að geta fráskilið sig stjórnmálum og einbeitt sér að því að ná þeim tilgangi sem viðkomandi standa fyrir sem er hvað verkalýðsfélög varðar eingöngu sá að standa vörð um hagsmuni launamanna.

Hagsmuni sem meðal annars innihalda  það atriði að sjá til þess að gerðir kjarasamningar séu virtir, með öllum þeim ráðum sem viðkomandi hafa og eiga til þess hins sama.

Hefði það verið gert frá árinu 1980 þá væri Ísland öðru vísi i dag, en íslenskur vinnumarkaður gengur meira og minna út á það að finna nógu ódýrt ómenntað og menntað vinnuafl , þar sem reynsla og menntun er eitthvað ofan á brauð.

 Því miður.

 

 

kv.Guðrún María. 


mbl.is Óþarfi að deila um staðreyndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband