Nokkur orð um leitan sjúklings í bráðaþjónustu við geðheilbrigði.

Þegar svo ber undir að einn einstaklingur hefur tvenns konar sjúkdómsskilgreiningu, annars vegar geðsjúkdóm og hins vegar fíknisjúkdóm, þá vandast málið í íslensku  félags sem og heilbrigðiskerfi,  og góð ráð eru dýr á þann veg að viðkomandi einstaklingi er helst ætlað að losa sig við annað vandamálið af tvennu svo viðhlýtandi  aðstoð til samfélagslegrar þáttöku ellegar meðferðar sé til staðar.

 

KOMDU Á MORGUN..... og þá getur þú leitað á bráðadeild..... segir heilsugæslan.

TALAÐU VIÐ ÞINN LÆKNI Á MORGUN...... segir bráðadeildin....

Áður hafði viðkomandi læknir sagt við sjúklinginn, að sá hinn sami verði alltaf að leita á Bráðadeild til mats á innlögn.

Þótt viðkomandi einstaklingur tapi raunveruleikatengslum og fari í svokallað geðrof er enginn aðili tilbúinn til þess að taka á því hinu sama sökum þess að það er heilbrigðisvandamál að sögn lögreglunnar en heilbrigðiskerfið hendir slíkum aðstæðum sín á milli þangað til slíkt kann að verða að lögreglumáli og viðkomandi hefur rekist á umhverfi sitt á einhvern handanna máta, þá fyrst virðist kerfið hrökkva í gang, þrátt fyrir allra handa fræðslu og blaður um það atriði að viðkomandi skuli nú leita sér hjálpar sem fyrst í aðstæðum sem slíkum. Það skal tekið fram að mismunandi mat lögreglu eru oftar en ekki um að ræða, á stundum þótt slíkt ætti ekki að vera til staðar.

 

 

ER þetta ný saga hér á landi 

 

NEI, svo sannarlega ekki, svona hefur þetta verið í MÖRG ár OF mörg og fyrir löngu síðan komin timi til þess að samhæfa vinnubrögð varðandi ofangreind tilvik, millum aðila allra, hver svo sem í hlut á.

 

Sú er þetta ritar gæti ritað heila bók um þessi mál sem aðstandandi en sennilega hefði enginn áhuga á lestri sem slíkum.

Ég veit það hins vegar að hver einasti einstaklingur á rétt á því að samhæfð vinnubrögð séu til staðar þegar um er að ræða vanda sem slíkan.

Ég veit það lika að vandi sem þessi er flókin en flókin mál eru til þess að leysa, og lausn finnst sist af öllu þegar samhæfingu vantar.

Samhæfing sparar einnig fjármuni kerfa þeirra er þjóna manninum og sá hinn sami greiðir skatta til, sem og aura þá sem hver einstaklingur á eftir í vasanum eftir greiðslu skatta.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband