Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012
Stjórnarskráin er ekki orsök hrunsins hér á landi.
Föstudagur, 31. ágúst 2012
Allt hið mikla lýðskrum sem borið hefur verið á borð fyrir þjóðina varðandi nauðsyn þess að endurskoða stjórnarskrána á handahlaupum er pólítiskur populismi, sem hentar sitjandi ráðamönnum ágætlega um tíma sem og þeim flokkum sem hafa nýskriðið út úr egginu á hinu pólítiska sviði.
Því til viðbótar hafa skipaðir ráðsmenn stjórnlagaráðs hafið eins konar krossferð fyrir ríkisstjórnina sem riddarar hins eina sannleika allra handa um eigin tillögugerð að nýrri stjórnarskrá sem enga meðferð hefur fengið hjá réttkjörnum fulltrúm á þingi.
Þvílik og önnur eins handarbakavinna á sér vart fordæmi á stjórnmálasviðinu hér á landi um langan tíma, og er þó af ýmsu að taka í því efni.
Það mætti skrifa heila bók um mistök þau sem núverandi aðilar við stjórnvölinn bera ábyrgð á í þessu máli sem m.a felast í því að ganga framhjá niðurstöðu Hæstaréttar um ógilda kosningu og vanvirða þar með aðra frambjóðendur til stjórnlagaþings, en þar braut á hinum lýðræðislega rétti þeirra hinna sömu í raun.
Halda málinu frá umræðu á Alþingi og enda með að setja mál þetta án meðferðar á Alþingi í atkvæðagreiðslu algjörlega vanbúið til þess hins sama.
Sömu stjórnvöld töluðu niður þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem forsetinn vísaði máli til þjóðarinnar um Icesave og því ekki nokkurt einasta samræmi að finna í aðferðum ráðamanna við stjórnvöl landsins.
Það er langur vegur frá því að núverandi stjórnarskrá sé orsök þess hruns sem hér hefur átt sér stað hér á landi.
kv.Guðrún María.
Lýðveldið kvatt? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Af jarðskjálftum.
Föstudagur, 31. ágúst 2012
Svo vildi til að ég var á göngu innanhús og beygði mig til að opna skáp akkúrat þegar skjálftinn varð, heyrði einhvern hristing en merkti ekki sem skjálfta.
Sonur minn sem lá í sófa í stofunni, merkti hreyfinguna sem jarðskjálfta um leið
og lýsti sem höggi undir.
Skjálftinn sem varð 29 febrúar á þessu ári var hins vegar eitthvað sem var meira hér í Setberginu í Hafnarfirði, rétt upp við Reykjanesbrautina. Sá var þess eðlis að ég ákvað að fara út úr húsi um stund.
Nokkru síðar fann ég sprungu í innri rúðu í eldhúsinu hjá mér sem að öllum líkindum hefur komið til við þann skjálfta.
Hér eru hins vegar alltaf hreyfingar, nær daglega og ég merki það á því að ég hef eins konar jarðskjálftamæli hér hjá mér þar sem túpusjónvarp er staðsett ofan á hringlaga borði þar sem lappir eru mislangar og hriktir í sjónvarpinu við hreyfingu sem ég sé síðan yfirleitt á óróamælingum í Kaldárseli.
Óhjákvæmilega ber ég ómælda virðingu fyrir nátrúruöflunum þar sem ég sex ára sá hina miklu ógnarbólstra í hafi undan Fjöllunum er Surtur gaus, svo gaus Hekla og svo varð Vestmanneyjagosið fermingarárið mitt og svo Hekla og svo blessaður Jökullinn minn sem mig hafði dreymt gjósa fram allan aldur.
Ég hef löngum verið að ergja mig á því að menn skuli ekki vera búnir að búa til viðbragsáætlanir við jarðvá á þessum fjölmennu svæðum hér á Reykjanesskaganum og hver skjálfti sem verður minnir á það hið sama.
kv.Guðrún María.
Jarðskjálfti upp á 4,6 stig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er ekki sama hvernig stjórnarskrá er breytt.
Miðvikudagur, 29. ágúst 2012
Ég fagna því mjög að sjá þetta framtak þeirra Águstar og Skúla og við fyrsta lestur líta þessar tillögur sem þarna eru á ferð mun betur út en það sem ég hefi séð af tillögum stjórnlagaráðsins sem skipað var af stjórnvöldum.
Hvers konar breytingum á stjórnarskrá þarf sannarlega að stilla í hóf því ellegar sitjum við uppi með ómarkvissa umgjörð um lagaumhverfi í landinu þar sem endalaus dómsmál um misvisandi lög við stjórnarskrá eru afleiðing þess að orðavali hefur ekki verið stillt í hóf í því efni.
Ég hvet alla til þess að kynna sér þessar tillögur.
kv.Guðrún María.
Leggja fram tillögu um stjórnarskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gamalt vín á nýjum belgjum.
Miðvikudagur, 29. ágúst 2012
Einhver sagði einhvern tímann að það sem sameinaði Íslendinga, væri sundrungin og því miður held ég að það geti verið nokkuð til í því.
Eftir efnahagslegt hrun hér á landi hafa komið til sögu hinir ýmsu snillingar sem allir telja sína aðferð mesta og besta til að stjórna landinu.
Gallinn er sá að þar eru of margir á ferð til þess að nokkurn tímann geti menn sameinast um eitt eða neitt.
Stjórnmálaleg ringulreið er síst það sem Ísand þar á að halda til framtíðar og fjögurra flokka kerfi á sannarlega að nægja hér á landi til þess að greina sundur stefnumið í stjórnmálum almennt.
kv.Guðrún María.
Stefnir í á annan tug framboða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fagnaðarefni ef umboðslaus ríkisstjórn fer frá.
Þriðjudagur, 28. ágúst 2012
Mistök ríkisstjórnarflokkanna Samfylkingar og VG, voru þau að svipta þjóðina lýðræðislegum rétti til þess að fá að greiða atkvæði um það hvort sótt yrði um
aðild að Evrópusambandinu.
Þess í stað var málinu troðið í gegn um þingið í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar til ævarandi hneisu fyrir hlutaðeigandi þáttakendur.
Hvorugur þessara flokka mun auka hróður sinn eftir þetta alheimskasta ferli í íslenskum stjórnmálum.
kv.Guðrún María.
Viðræðuslit leiddu til stjórnarslita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kúvending frá norðri til suðurs verður seint talin málamiðlun.
Mánudagur, 27. ágúst 2012
Ég þekki ungt fólk sem kaus VG, í síðustu kosningum, nær einungis vegna stefnu flokksins varðandi andstöðu við Evrópusambandsaðild.
Þessir kjósendur trúðu því að flokkur þessi virti eigin stefnu í svo afgerandi máli sem já eða nei við ESB er.
Annað kom í ljós þvi miður og það verður seint hægt að tala um málamiðlun í þessu efni því það á ekki við.
Öll hin háværa gagnrýni núverandi formanns VG. Steingríms J.Sigfússonar á markaðshyggjuna allra handa sem sá hinn hafði sig mjög í frammi með í stjórnarandstöðu, flaug sem fiður til þess að komast í vinstri stjórn með Samfylkingu og salta stefnu flokksins samtímis ofan í tunnu, sem nú er verið að veiða upp úr til málamynda á flokksfundi.
kv.Guðrún María.
Samstarf kallar á málamiðlanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frétt ársins.
Mánudagur, 27. ágúst 2012
Varla getur það orðið öllu óvenjulegra, en að menn taki þátt í því að leita að sjálfum sér á hálendi Íslands ásamt björgunarsveitum.
Eitthvað hefur talning á mannskapnum farið úr skorðum að virðist í þessu efni, en sem betur fer týndist engin.
kv.Guðrún María.
Tók þátt í leitinni að sjálfri sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samfylkingin í " nýju fötum keisarans ".
Sunnudagur, 26. ágúst 2012
Það er alltaf jafn hjákátlegt að sjá menn guma sig af eigin ágæti, en umræðan um það að velferð hafi verið varin, þá er ekki úr vegi að spyrja um hverra velferð viðkomandi flokkur er að tala um ?
Heitir það velferð að skattleggja fólk og fyrirtæki út úr kreppunni með því móti sem aldrei hefur átt sér stað áður hér á landi ?
Er hægt að tala um atvinnusköpun í einu samfélagi er varðar einungis nauðsynleg viðhaldsverkefni hins opinbera ?
Eiga öryrkjar og aldraðir að geta séð jákvæð teikn á lofti þar sem bætur hafa verið frystar og síhækkandi skattlagning á allt sem mögulegt er að skattleggja sligar hvert heimili.
Sama málir gildir um láglaunafólk.
Geti flokkar við stjórnvölinn ekki eygt raunveruleika í einu samfélagi og aðeins dregið upp glansmynd talnaleikfiminnar þá hefur ekkert breyst við hrun hér á landi.
Sami sandkassaleikurinn þess efnis að kasta sandi í stjórnarandstöðuna er ríkjandi hjá ráðherranum og segir meira en mörg orð um sama graut í sömu skál.
Samfylkingin gengur því um í " nýju fötum keisarans " þessu sinni.
kv.Guðrún María.
Vörn velferðar stærsti sigurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hinn íslenski húsnæðismarkaður og láglaunafólkið í landinu.
Laugardagur, 25. ágúst 2012
Rétt eftir aldamótin síðustu fór ég í greiðslumat hjá banka sem ófaglærður starfsmaður á vinnumarkaði og í ljós kom að ég var langt undir möguleikum þess efnis að kaupa mér eign fyrir lifstíð samkvæmt launum mínum þá.
Ég var því dæmd á leigumarkaðinn sem ekki var nokkuð skárri hvað varðar tekjur þær hinar sömu og mín eina leið að óska eftir félagslegri leiguíbúð, þar sem ég flokkaðist reyndar sem einstæð móðir og einstaklingur langt undir tekjumörkum þar að lútandi á þeim tíma.
Það er hins vegar álitamál hvort starfssemi félagslega leiguíbúðakerfisins er með því móti sem upphaflegur tilgangur átti að skila, þ.e lágu leiguverði til handa tekjulitlu fólki í landinu.
Alls konar hringlandagangur hefur átt sér stað með stofnanir sem þessar þar sem þær voru settar inn í sérstök félög hjá sumum sveitarfélögum þar sem að virtist gerð tilraun til þess að aðskilja hinn félagslega þátt frá starfsseminni og gera félög þessi að " markaðsbissness " með tilheyrandi hækkun leiguverðs til handa leigjendum í hópi láglaunaleigutaka sem ekki höfðu í önnur hús að venda.
Ef öryrki þarf að greiða 2/3 af bótum sínum í leigu af húsnæði sínu þá gefur það augaleið að viðkomandi tekur ekki mikinn þátt í samneyslu í einu samfélagi að öðru leyti.
Nákvæmlega sama máli gegnir um láglaunafólk á vinnumarkaði í sömu stöðu sem og eldri borgara þessa lands.
Hér er mikið að í voru samfélagi sem þarf að skoða ofan í kjölinn.
kv.Guðrún María.
Einhvers staðar þarf að finna mælikvarða á getu námsmanna upp skólakerfið.
Laugardagur, 25. ágúst 2012
Einstaklingsmiðað nám er gott og gilt í sjálfu sér en einhvers staðar hlýtur eigi að síður að þurfa að finna samræmdan mælikvarða á námsgetu, öllum til hagsbóta.
Mín tilfinning er sú að stefna í menntamálum sé nú eitthvað sem alveg mætti taka til umræðu í voru samfélagi þess efnis, hvort við séum á réttri leið, ellegar hvort þurfi kanski að samræma og stilla saman strengina betur.
kv.Guðrún María.
Framtíðin er einstaklingsmiðað nám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |