Hinn íslenski húsnæðismarkaður og láglaunafólkið í landinu.

Rétt eftir aldamótin síðustu fór ég í greiðslumat hjá banka sem ófaglærður starfsmaður á vinnumarkaði og í ljós kom að ég var langt undir möguleikum þess efnis að kaupa mér eign fyrir lifstíð samkvæmt launum mínum þá.

Ég var því dæmd á leigumarkaðinn sem ekki var nokkuð skárri hvað varðar tekjur þær hinar sömu og mín eina leið að óska eftir félagslegri leiguíbúð, þar sem ég flokkaðist reyndar sem einstæð móðir og einstaklingur langt undir tekjumörkum þar að lútandi á þeim tíma.

Það er hins vegar álitamál hvort starfssemi félagslega leiguíbúðakerfisins er með því móti sem upphaflegur tilgangur átti að skila, þ.e lágu leiguverði til handa tekjulitlu fólki í landinu.

Alls konar hringlandagangur hefur átt sér stað með stofnanir sem þessar þar sem þær voru settar inn í sérstök félög hjá sumum sveitarfélögum þar sem að virtist gerð tilraun til þess að aðskilja hinn félagslega þátt frá starfsseminni og gera félög þessi að " markaðsbissness " með tilheyrandi hækkun leiguverðs til handa leigjendum í hópi láglaunaleigutaka sem ekki höfðu í önnur hús að venda.

Ef öryrki þarf að greiða 2/3 af bótum sínum í leigu af húsnæði sínu þá gefur það augaleið að viðkomandi tekur ekki mikinn þátt í samneyslu í einu samfélagi að öðru leyti.

Nákvæmlega sama máli gegnir um láglaunafólk á vinnumarkaði í sömu stöðu sem og eldri borgara þessa lands.

Hér er mikið að í voru samfélagi sem þarf að skoða ofan í kjölinn.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband