Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012

Ægileg vandræði, lýst er eftir miklum árangri ríkisstjórnarinnar ?

Það er slæmt að þurfa að velta sér upp úr áhyggjum sí og æ, ekki hvað síst fyrir ráðamenn sem standa í því að stjórna og leggja á sínýja skatta til þess að sjá til þess að skattaskútan haldi sjó, þótt sífellt fækki þeim er sitja undir árum við róðurinn.

kv.Guðrún María.


mbl.is VG hefur áhyggjur af fjölmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er engin þörf að kvarta, þegar blessuð sólin skín....

Það er fróðlegt að fá upplýsingar frá veðurfræðingum, um þetta einstaka sólarsumar sem við upplifum nú um stundir og greinilega þarf að leita langt aftur í tímann til að finna eins litla úrkomu og raun ber vitni í Stykkishólmi þetta sumarið.

Ég held að þetta sé fyrsta sumarið sem ég hefi notað gardínur til að byrgja glugga yfir nóttina, en áður hefi ég ekki fundið svo mjög fyrir of mikilli birtu um nætur gegnum tíðina.

Ég velti því hins vegar fyrir mér hvað þessi breyting kann að boða varðandi úrkomu hér á landi, næstu ár koma til með að sýna hvort hér er um breytingu að ræða sem er viðvarandi, eða ekki.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mjög óvenjulegt veðurfar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tjáningarfrelsið og íslenskir fjölmiðlar.

Frelsi er ekkert frelsi nema þess finnist mörk, því innan ramma frelsisins fáum við notið þess.

Það gildir um tjáningarfrelsið sem annað frelsi.

Frelsi blaðamannsins til þess að fá birta grein eftir sig afmarkast við ritstjóra viðkomandi miðils ef ég þekki rétt, sem hefur mikið vald, og það hið sama vald hefur all mikið með það að gera hvort víðsýn samfélagsumræða á sér stað um hin ýmsu þjóðfélagsmál og atburði líðandi stundar.

Bæði ritstjóri sem og blaðamaður hafa án efa menntun til starfa sinna þar sem starfið hefur meðal annars rammað inn siðareglur í viðkomandi fagi, sem innihalda það atriði að tryggt sé að ekkert sé birt fyrr en viðmælandi hefur fengið að staðfesta að orðrétt sé haft eftir.

Sé hins vegar einhver misbrestur á því að orðrétt sé haft eftir þeim er ræða við einhvern miðil, ellegar frétt birt án þess að viðkomandi fái að sjá hvað á að birta, þá er þar eitthvað ófaglegt á ferð.

Þessi dómur hlýtur að verða til þess að allir standi sína pligt sem aldrei fyrr.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Merkur dagur í sögu tjáningarfrelsis“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Týpískt dæmi um reglugerðir er stangast á við fyrirliggjandi lagasetningu.

Auðvitað er það furðulegt að einhver undanþága skuli finnast um innflutning á ostum úr ógerilsneyddri mjólk, þegar bannað er lögum samkvæmt að framleiða vöruna hér á landi.

Án efa stangast það hið sama síðan á við einhverja lagakróka er varða samkeppni.

Afar klaufalegt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Má flytja inn en ekki framleiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sinueldur að sumri, óvenjulegt !

Þetta er sennilega annað skiptið sem þyrla gæslunnar er við slökkvistörf vegna sinuelda þetta sumarið, fyrir ekki svo löngu hér í Hafnarfirði og nú fyrir vestan.

Það hefur hins vegar verið óvenju mikið þurrkatímabil, þetta sumarið að manni finnst, eftir að sumarið loks kom sem var frekar seint.

Svolítið sérkennilegt að okkur vanti vætu hér á landi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Tekist að hefta útbreiðslu eldsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mörg eru kerfin vor, kengbogin.

Gamla vísan, kemur nú all oft upp í hugann þegar hin ýmsu kerfi mannsins og virkni þeirra ellegar vanvirkni kemur til álita.

" Einn var að smíða austutetur,
annar hjá honum sat,
þriðji kom og bætti um betur
og boraði á hana gat. "

kv.Guðrún María.


mbl.is „Eitthvað bogið við kerfið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kann núverandi útihátíðakynslóð ekki það einfalda atriði að henda rusli ?

Getur það verið að við foreldrar höfum ekki alið börnin okkar upp við það að henda rusli eftir sig ?

Spyr sú sem ekki veit, en við eigum ekkert að sætta okkur við það að umgengni sé með þessu móti og mig minnir að ég hafi skrifað pistil um það hið sama á þessari sömu hátíð í fyrra.

Hér er um að ræða lágmarkssiðvenjur í einu samfélagi að mínu viti og ef við bara sættum okkur við það að þetta sé allt í lagi þá er ástandið það sama ár eftir ár eftir ár.

Er það í lagi ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Gríðarlegt rusl á Gaddstaðaflötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrafninn krúnkaði á ljósastaurum í Setberginu.

Undanfarna daga hafa Hrafnar setið á ljósastaurum hér í nágrenninu og látið í sér heyra, það mikið að vakið hefur athygli mína, en hvort það hefur eitthvað að gera með jarðskjálftavirkni veit ég ekki.

Hins vegar var það yfirleitt svo í sveitinni í gamla daga að ef Hrafninn settist á bæinn og krúnkaði þá kom í ljós að einhvers konar afföll í bústofninum höfðu átt sér stað, en stundum kind í afvelti sem náðist að bjarga, vegna þessarar tilkynningar.

Vonandi er að þessir jarðskjálftar verði ekki meiri en gott að hafa allan varann á.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fylgjast grannt með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Láta þingmenn undan þrýstingi við samþykkt laga ?

Er hér um óheimilt valdaafsal að ræða samkvæmt gildandi stjórnarskrá, eða ekki ?

Getur það verið eðlilegt að misvísandi álitsgerðir í þessu efni finni ekki farveg niðurstöðu af eða á og þingmenn " láti undan þrýstingi " við samþykkt laga sem hugsanlega fela í sér valdaafsal af hálfu okkar Íslendinga ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Ryður valdframsali braut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undirlægjuhátturinn gagnvart Esb, er ráðandi í báðum ríkisstjórnarflokkum.

Núverandi ráðamenn við stjórnvölinn hafa þagað þunnu hljóði frá því að aðildarumsókn var lögð fram, likt og þeir séu ekki hluti af fullvalda þjóð.

Hinn aldagamli undirlægjuháttur kemur fyrst upp í hugann í þessu sambandi, en gagnrýni Ragnars á sinn flokk er afar skiljanleg.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gagnrýnir forystumenn VG harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband