Kann núverandi útihátíðakynslóð ekki það einfalda atriði að henda rusli ?

Getur það verið að við foreldrar höfum ekki alið börnin okkar upp við það að henda rusli eftir sig ?

Spyr sú sem ekki veit, en við eigum ekkert að sætta okkur við það að umgengni sé með þessu móti og mig minnir að ég hafi skrifað pistil um það hið sama á þessari sömu hátíð í fyrra.

Hér er um að ræða lágmarkssiðvenjur í einu samfélagi að mínu viti og ef við bara sættum okkur við það að þetta sé allt í lagi þá er ástandið það sama ár eftir ár eftir ár.

Er það í lagi ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Gríðarlegt rusl á Gaddstaðaflötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Ja ég var nú við það að hreinsa hátíðasvæðið í þjórsárdal um 1984 þegar þar var útihátíð þar var nú týnt upp rusl sem fyllti ruslabíl á hverri nóttu svo að staðan er söm við sig þá og er nú ,ekki veit ég hvað er verið að kvarta ,við hverju búast menn þegar áfengi er haft við hönd þar er ekkert verið að hugsa um rusl eða hvað verður af því ,því miður .Þetta er spurning um hvernig menn skipuleggja hreinsunnarstarf meðan á útihátíðum stendur og hvernig tjaldsvæði eru skipulögð með tyilliti til hreinsunnar meðan á hátíðunnum stendur.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 9.7.2012 kl. 07:41

2 identicon

Já það er einmitt tilfellið, "þið" foreldrarnir hafið ekki alið upp eina einustu tillitsemi í börnunum ykkar af því þið sjálf eruð tillitslausir sóðar og dónar.

En þið foreldrarnir megið ekki taka það of nærri ykkur, þetta er einfaldlega hluti af hinni dásamlegu íslensku menningu. Á Íslandi eru langflestir íbúarnir leiðinlegir dónar og frekjur og ofan á það, tillitslausir sóðar.

Mér hefur lengi blöskrað uppeldi á Íslandi og það hvernig fólk hérna hegðar sér. Það er með ólíkindum að svo fámennt þjóðfélag geti ekki fundið með sér samkennd og borið virðingu fyrir sínu litla landi og hvert öðru.

Baldur (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 08:25

3 identicon

Þetta var ekkert mál á Flúðum þegar ég sá um tjaldstæðið þar ef nóg var af ruslatunnum og gámum og ruslapokum-einfalt. Á þeim svæðum þar sem ekki var nóg af tunnum þá dreifðum við einfaldlega söngbókum(til að vera ekki bara með leiðindi:)... og helling af svörtum ruslapokum. Þá ekkert mál og unglingarnir hentu ruslinu ef þeir beðnir um það. En ef þetta gleymdist nú þá var rusl út um allt. Frétti í fyrra að á Bestu útihátíðinni hafi ekki verið neinar hirslur fyrir rusl, hafa þau ekkert lært af þessu, þ.e. skipuleggjendur?...Ekki hægt að kenna unglingunum um.

Guðmundur hittir naglann á höfuðið "Þetta er spurning um hvernig menn skipuleggja hreinsunnarstarf meðan á útihátíðum stendur og hvernig tjaldsvæði eru skipulögð með tyilliti til hreinsunnar meðan á hátíðunnum stendur."

Ómar (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 10:23

4 identicon

Hvorki Guðmundur né Ómar hitta naglann á höfuðið. Þetta á ekki að snúast um að skipuleggja hreinsunarstarf meðan á útihátíð stendur. Vissulega eiga ruslatunnur að vera til staðar, en þær eru gagnslausar ef helvítis skríllinn kann ekki að nota þær, ég tala nú ekki um ef skríllinn þarf sérstaka hvatningu eða að vera beðinn sérstaklega um það að nota þær.

Íslendingar eru einfaldlega óforbetranlegir sóðar upp til hópa. Þetta er af því þeim er ekki kennt frá blautu barnsbeði að umgangast umhverfið af virðingu og það læra þeir (eða öllu heldur læra ekki) hjá foreldrum sínum.

Baldur (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 11:47

5 identicon

Ég var nú þarna á hátíðinni og fannst alveg vanta ruslatunnur.

Það var einn gámur á miðju svæði, hver nennir að labba þangar oft og morgum sinnum, fullur ?

Gisli (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 21:35

6 identicon

það voru engar tunnur í fyrra en í ár voru ruslatunnur út um allt svo er líka bara spurning um að taka með sér ruslapoka og sitja ruslið í og sitja svo í gám þegar maður fer heim, það er allavega vaninn þegar ég fer í útilegu

Dögg (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 00:37

7 identicon

Og til hamingju Gísli, þú ert verðugur talsmaður hinna úrkynjuðu sem finna allar afsakanir í bókinni til að þurfa ekki að leggja neitt á sig í þeirri viðleitni að sýna umhverfinu og náunganum minnstu virðingu.

Þú hlýtur að vera einn af þeim sem kallar ennþá á mömmu sína til að koma og skeina sér eftir hægðalosun.

Baldur (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband