Það er engin þörf að kvarta, þegar blessuð sólin skín....

Það er fróðlegt að fá upplýsingar frá veðurfræðingum, um þetta einstaka sólarsumar sem við upplifum nú um stundir og greinilega þarf að leita langt aftur í tímann til að finna eins litla úrkomu og raun ber vitni í Stykkishólmi þetta sumarið.

Ég held að þetta sé fyrsta sumarið sem ég hefi notað gardínur til að byrgja glugga yfir nóttina, en áður hefi ég ekki fundið svo mjög fyrir of mikilli birtu um nætur gegnum tíðina.

Ég velti því hins vegar fyrir mér hvað þessi breyting kann að boða varðandi úrkomu hér á landi, næstu ár koma til með að sýna hvort hér er um breytingu að ræða sem er viðvarandi, eða ekki.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mjög óvenjulegt veðurfar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband