Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012

Um daginn og veginn.

Fór með stjórnsýlslukæru í innanríkisráðuneytið í gær, varðandi mín mál gagnvart aðilum þeim er ég stend í málavafstri við í mínu bæjarfélagi, eins ömurlegt og það nú er.

Ég stend á því fastar en fótunum að einungis sé mögulegt að rifta gerðum samningi milli tveggja aðila einu sinni fyrir dómi, ekki tvisvar, þegar engin undirritaður samningur beggja hefur verið gerður, eftir að hinum fyrri var rift.

Það atriði að stjórnvald geti bara eftir geðþótta leyft sér að dæma tvöfalda löggerninga á einstaklinga um sama mál er áður hafði hlotið slíkan lögggerning er eitthvað sem ég sit ekki undir þegjandi.

Raunin er sú að ég hefi greitt leigu af minni íbúð undanfarna mánuði en hefi óskað eftir fresti til þess að geta greitt niður eldri skuld, vegna tekjutaps af ástæðum sem mér var og er ómögulegt að umbreyta að svo komnu máli.

Voru það hagsmunir mínir eða míns sveitarfélags að hækka skuldina með aðkomu lögmanns við slíkt svo ekki sé minnst á málatilbúnaðinn, þar sem óundirritaður samningur af minni hálfu er lagður fram sem gagn fyrir dóminn til þess að rifta honum ?

Það dreg ég í efa en það er hundleiðinlegt að þurfa að hrópa á torg til varnar sínum hagsmunum en ég þakka aftur þeim mínum vinum sem látið hafa í ljósi stuðning við mig í þessu máli.

kv.Guðrún María.


Festum lausa muni, rokspá framundan.

Eftir blíðviðri og logn í langan tíma þá vill svo verða, að andvaraleysi manna yfir veðurbreytingum sé hugsanlega til staðar, en sannarlega er það óþarfi að fljúgandi sólstólar og trambólín þurfi að ferðast um fljúgandi í roki, vegna þess hins sama.

Annað hvort í fyrra eða þar áður var það þannig hér í nágrenninu að brotnir sólstólar í magni sátu fastir hér í runnum við húsin, fáum til ánægju, en eitthvað týndi ég af brotum sem hægt var að koma í öskutunnur, en oft er það svo að slíkt liggur langan tíma í umhverfinu.

Verðum viðbúin og festum lausa muni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Belgingsvindur og rigning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðeins rúmlega 60 milljarða munur á áætlunum fjárlaga í ríkisbúskapnum.

Einhvers staðar hefur einhver reikniformúlan farið úr skorðum, varðandi þær áætlanir sem hér er rætt um, eða hvað ?

Sem aftur vekur upp þær spurningar um hversu mjög og hversu vel almenningur á kost á því að skoða forsendur allar með tilliti til þess hvort ákvarðanir þær sem teknar eru standist raunveruleikann.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Ríkisstjórnin setur Evrópumet í skekkju“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bókhaldsleikfimi hins opinbera um krónur og aura til skjala.

Að spara aurinn en kasta krónunni er eitthvað sem þyrfti án efa að vera yfirskrift námskeiðshalds í íslensku samfélagi hvað ýmsar ákvarðanir varðar hér og þar, þar með talið ákvarðanir um álögur skatta á landsmenn, sem telja fram upphæðir til skjala sem síðan skila sér ekki nema afskrifað tap næstu ár í raun og i upphafi skyldi endir skoða í því sambandi.

Tilhneiging sitjandi ráðamanna hverju sinni til þess að setja af herðum sínum ábyrgð á einhverju sem hugsanlega gæti verið hægt að setja yfir á aðra pólítiska ráðamenn á einhverjum tíma er rétt eins og venjulega í gildi nú sem áður.

Það er því ágætt að þeir sem standa í forsvari fyrir hvers konar sjóði sem stofnaðir hafa verið leiðrétti söguskoðun sem slíka og þvi ber að fagna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Framsetning ráðuneytis gefur villandi mynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópusambandið hefur ekki sjálfsskipað eignarhald á Makríl.

Það skiptir miklu máli hvernig haldið er á hagsmunum okkar Íslendinga í deilum um veiðar á makríl á Norður Atlantshafi, rétt eins og allar aðrar veiðar á fiskistofnum þar sem við höfum áður þurft að heyja landhelgisstríð til vörslu eigin hagsmuna í þvi efni.

Evrópusambandið hefur ekki sjálfsskipað eignarhald á veiðum á Makríl, og hagsmunavarsla í þágu þjóðarinnar getur því ekki verið linkind gagnvart slíkum kröfum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Verða Íslendingum boðin 10%?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Datt ekki í hug að ég ætti eftir að sakna rigningar.

Það rignir jafnt á réttláta sem rangláta í hvora deildina sem menn munu hugsanlega vera flokkaðir sem er afstætt í sjálfu sér.

Regnið er hins vegar eitthvað sem mér hefur ekki hingað til dottið í hug að ég ætti eftir að sakna hér á suðvesturhorni landsins en þetta ár er undantekning í því efni sannarlega.

Ég bý sem stendur í fjölbýlishúsi á þriðju hæð, með stóra glugga mót norðri og austri þar sem sólar nýtur frá því hún kemur upp til klukkan um fimm hvern dag, og hiti innandyra án þess að hylja glugga með því mesta sem ég hef upplifað til þessa.

Eins mjög og maður hefur hingað til fagnað blíðviðrinu, þá fagnar maður rigningunni eftir þetta þurrkatímabil.

kv.Guðrún María.


mbl.is Von á lægð um helgina með rigningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um daginn og veginn.

Þegar maður ber sín vandamál á torg eins og ég hefi gert í viðtali við DV, í dag þá skilur venjulega á milli hverjir eru vinir og hverjir kunningjar í raun.

Þannig er það oft, gömul og ný saga, fyrr og nú, en ég þakka þeim sem hafa haft fyrir því að sýna mér stuðning í annars bjálfalegri baráttu við kerfi sem er niðurnjörvað í regluverk sem ekki skilar tilgangi sínum í raun og hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gjörir, frekar en fyrri daginn í vorri íslensku stjórnsýslu allra handa, á stundum.

Skuldir yfirgefa fólk ekki en rétt skal vera rétt og það að stappa niður fæti gagnvart eigin rétti í því efni, hvað varðar það að þær hinar sömu aukist ekki við eitthvað sem ekki er forsendur að finna fyrir lagalega, það má maður gjöra svo vel að standa fyrir að eigin rammleik, hvers eðlis sem er, hverju sinni af
þeim mætti sem til staðar er, til þess hins sama.

Það hefi ég gert gegnum tíðina og mun gera áfram .

kv.Guðrún María.


Hvar liggja mörkin og hver ætlar að draga þau ?

Hvað er trúfrelsi og hvað er frelsi til tjáningar og hvernig skarast það hið sama hugsanlega hvað varðar starfa mannna ?

Ég er ansi hrædd um að það kunni að vakna margar spurningar í kjölfar þessa máls, þar sem kennara hefur verið sagt upp fyrir skoðanir sínar að sjá má í þessu tilviki.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Hvar endar þetta?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnu flokksins var stungið undir stól eftir síðustu kosningar.

Meirihluti flokksráðs viðkomandi stjórnmálaflokks virtist tilbúin til þess að setja stefnu flokksins gegn aðild að Evrópusambandinu, undir stól, til þess að taka þátt í ríkisstjórn með Samfylkingunni.

Það má segja að það sé ein helsta kúvending sem einn stjórnmálaflokkur hefur gert á stjórnmálasviði um langt skeið, hvað varðar að henda frá sér afgerandi stefnu sinni, eftir kosningar.

Óhjákvæmilega minnir þetta agnar ögn á fyrri tíma þar sem gífurleg andstaða fyrrum Alþýðubandalags gegn Nató var við lýði, og " Ísland úr Nató, herinn burt " var sungið á strætum, sem breytti því þó ekki að flokkurinn gat farið í ríkisstjórn með öðrum flokkum og stungið þvi hinu sama undir stól með sama móti og Evrópusambandsaandstöðunni nú.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Ég hygg að mörgum sé nóg boðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórþarft mál að ræða.

Það er mjög þörf umræða að huga að áframhaldandi ákvörðunum um byggingar á svæðum sem mögulega geta talist hættusvæði hamfara og Haraldur á þakkir fyrir sína umræðu um það hið sama.

Það er deginum ljósara að ef hamfarir verða og menn missa mannvirki þá mun sú umræða verða efst um hver hafi tekið ákvörðun um að byggja á svæðunum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Byggð reist á hættusvæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband