Um daginn og veginn.

Fór með stjórnsýlslukæru í innanríkisráðuneytið í gær, varðandi mín mál gagnvart aðilum þeim er ég stend í málavafstri við í mínu bæjarfélagi, eins ömurlegt og það nú er.

Ég stend á því fastar en fótunum að einungis sé mögulegt að rifta gerðum samningi milli tveggja aðila einu sinni fyrir dómi, ekki tvisvar, þegar engin undirritaður samningur beggja hefur verið gerður, eftir að hinum fyrri var rift.

Það atriði að stjórnvald geti bara eftir geðþótta leyft sér að dæma tvöfalda löggerninga á einstaklinga um sama mál er áður hafði hlotið slíkan lögggerning er eitthvað sem ég sit ekki undir þegjandi.

Raunin er sú að ég hefi greitt leigu af minni íbúð undanfarna mánuði en hefi óskað eftir fresti til þess að geta greitt niður eldri skuld, vegna tekjutaps af ástæðum sem mér var og er ómögulegt að umbreyta að svo komnu máli.

Voru það hagsmunir mínir eða míns sveitarfélags að hækka skuldina með aðkomu lögmanns við slíkt svo ekki sé minnst á málatilbúnaðinn, þar sem óundirritaður samningur af minni hálfu er lagður fram sem gagn fyrir dóminn til þess að rifta honum ?

Það dreg ég í efa en það er hundleiðinlegt að þurfa að hrópa á torg til varnar sínum hagsmunum en ég þakka aftur þeim mínum vinum sem látið hafa í ljósi stuðning við mig í þessu máli.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gangi þér vel með þetta mál GMaría mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.7.2012 kl. 09:59

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir það Cesil mín.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.7.2012 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband