Festum lausa muni, rokspá framundan.

Eftir blíðviðri og logn í langan tíma þá vill svo verða, að andvaraleysi manna yfir veðurbreytingum sé hugsanlega til staðar, en sannarlega er það óþarfi að fljúgandi sólstólar og trambólín þurfi að ferðast um fljúgandi í roki, vegna þess hins sama.

Annað hvort í fyrra eða þar áður var það þannig hér í nágrenninu að brotnir sólstólar í magni sátu fastir hér í runnum við húsin, fáum til ánægju, en eitthvað týndi ég af brotum sem hægt var að koma í öskutunnur, en oft er það svo að slíkt liggur langan tíma í umhverfinu.

Verðum viðbúin og festum lausa muni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Belgingsvindur og rigning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband