Stjórn fiskveiða við Ísland.

Það hafa alltaf verið deilur um fiskveiðistjórn hér við land og verða alltaf enda fiskveiðar einn af aðalatvinnuvegum þjóðarinnar.

Hagsmunir útgerðarmanna og sjómanna skyldu á öllum tímum fara saman hér á landi, annað er óeðlilegt, en því miður hefur kerfisfyrirkomulagið sem gilt hefur nú í áratugum talið orsakað viðskiptabrask á þurru landi, þar sem hluti milliliða hefur hirt arð úr þessari atvinnugrein og útgerðarmenn varið fram í rauðann dauðann sem sjálfsagðan og eðlilegan hlut.

Hömlulaust frelsi til framsals á aflaheimildum orsakaði hrun og atvinnuskort á landsbyggðinni um tíma.

Eftir töluverða umræðu um fiskveiðikerfið fyrir kosningarnar 2003, taldi sú er þetta ritar að LÍÚ, myndi hugsanlega koma fram með breytingar á kerfinu af sjálfsdáðum en það gerðist ekki.

Jafnframt hefur kerfisfyrirkomulagið orsakað ákveðna sviptingu á frelsi til sjósóknar hér við land sem sjómenn hafa ekki sætt sig við sem hluta af kerfi til fiskveiða hér á landi.

Eftir að hafa horft á misviturlega tilburði núverandi stjórnvalda til þess að reyna að breyta þessu kerfi þá er ég enn þeirrar skoðunar að framtíðin sé að kerfi fiskveiða verði skipt í tvo hluta annars vegar strandveiðar og hins vegar úthafsveiðar, þar sem stærð skipa skipti mönnum í flokka.

Ákveðið frelsi til fiskveiða í smáum stíl þarf að vera til staðar með skilyrðum þar að lútandi, s.s veiðarfærum og bátastærð sem er hægt að ramma inn með þessum tveimur þáttum að meginhluta til.

Stjórn fiskveiða hér við land er mál sem þarf að einfalda en ekki flækja og ég efa það ekki að ný kynslóð mun ráða við það verkefni, því Íslandsmið munu áfram gefa af sér til handa landi og þjóð.

kv.Guðrún María.


mbl.is Rangt hjá Steingrími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband