Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Almennar aðgerðir til þess að taka á forsendubresti áttu að vera fyrsta verk stjórnvalda.

Núverandi ríkisstjórn gat ekki hlustað á Framsóknarflokkinn sem einn flokka lagði til almenna skuldaniðurfærslu en sú hin sama aðgerð hefði auðveldað afskaplega margt í framhaldinu, hvað varðar hvers konar ráðstafanir til þess að reisa landið úr rústum efnahagshruns.

Almenn aðgerð felur í sér það réttlæti að eitt skal yfir alla ganga meðan hvers konar sértækar aðgerðir koma ákveðnum hópum til bjargar hinum ekki.

Rétt eins og fyrri daginn hefur skattkerfið illa eða ekki verið notað og nýtt til þess að leiðrétta stöðu manna og sem aldrei fyrr einungis verið notað til þess að hækka alla mögulega gjaldtöku á allt sem hægt er að skattleggja sem aftur hefur áhrif á stöðu manna í þessu samfélagi okkar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Aðgerðir skiluðu litlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemst ekki með tærnar þar sem Ólafur Ragnar hefur hælana, frekar en aðrir.

Mig skiptir engu hversu margir munu bjóða sig fram gegn Ólafi Ragnari Grímssyni, því ég styð hann til setu árfam inn í annað kjörtímabil.

Því fleiri frambjóðendur því meira munu nokkur prósent dreifast á hina ýmsu frambjóðendur sem aldrei munu komast með tærnar þar sem Ólafur Ragnar hefur hælana.

kv.Guðrún María.


mbl.is Þóra ætlar í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafi Landlæknir ekki upplýsingar um öll framkvæmd læknisverk í landinu, þá vaknar spurning um skottulækningar.

Getur það verið að lýtalæknar vilji láta flokka sig sem " skottulækna " sem ekki geta gefið eftirlitsaðila upplýsingar um framkvæmd læknisverk ?

Landlækni ber að hafa yfirsýn um ÖLL framkvæmd læknisverk í landinu og það atriði að bera fyrir sig trúnaði í því efni á ekki við þar frekar en annars staðar á öðrum sviðum lækninga eins og kemur fram í áliti prófessorsins í skurðlækningum í þessari frétt.

Mér best vitanlega hafa verið nægilegar lagaheimildir til staðar í þessu efni hvað eftirlitshlutverk Landlæknis varðar gegnum árin og niðurstaða Persónuverndar afar furðuleg í því ljósi vægast sagt.

Spurningin snýst um yfirsýn eftirlitsaðila er veitir viðkomandi starfsleyfi til lækninga og ég lít svo að ef slíku upplýsingahlutverki er ekki sinnt þá skuli það varða starfsleyfissviptingu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vafasamt að bera fyrir sig trúnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að tefja alla vinnu við virkjanakosti, undir formerkjum umhverfisverndar ?

Ákvarðanafælni ríkisstjórnarflokkanna er ótrúleg varðandi framgang frekari virkjanakosta.

Á stundum mætti halda að menn hyggist slá sig til riddara í því efni að halda öllum virkjanaframkvæmdum í stöðnun allt kjörtímabilið, á sama tíma og aldrei hefur verið meiri þörf til þess að gangsetja öll þau hjól atvinnulifs sem mögulegt er.

Get ekki betur séð en tekist hafi að auka flækjustig ákvarðanatökunnar til muna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki geymsluflokkur fyrir umdeildar virkjanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eina frumlega aprílgabbið.

Mogginn á aprílgabb ársins, þar sem mér fannst nú mikið til þess koma að heyra af dýrum í 101 Rvk, hvað þá kvikmynd þar sem óskað væri eftir aukaleikurum, enda hvoru tveggja áður notuð aprílgöbb ef ég man rétt.

Ótrúlegt hugmyndaleysi í þessu efni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vildu Vigdísi, en fengu Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sunnudagspistill.

Mér datt það í hug á föstudaginn að forvitnast um það hvað ég hefði verið þung þegar ég fæddist og hóf rannsóknarvinnu i því efni, þar sem ég hafði ekki verið svo skynsöm að skrá þessar upplýsingar niður frá móður minni heitinni.

Ég hringdi í Þjóðskjalasafnið en fékk að vita að upplýsingarnar væru of ungar til þess að vera komnar þangað, þá ræddi ég við heilsugæsluna í þvi umdæmi sem ég fæddist í en þar voru þær ekki, og ekki á héraðsskjalasafninu heldur, né heldur hjá sýslumanni.

Ekki heldur á heilbrigðisstofnun landssvæðisins en Landlæknisembættið benti á LSH, en þar voru þær ekki svo ég hringdi í Hagstofuna sem benti mér á að tala við Þjóðskrána og viti menn þar gat ég fengið þær hinar sömu upplýsingar samkvæmt skýrslugerð en ekki frumgögnum sem kostar fjármuni að leita að.

Ljósmæðrabækurnar sem þessar upplýsingar eru skráðar í hef ég ekki fundið enn hvar eru, en aðili hjá Þjóðskránni að mig minnir benti mér á Kvennasögusafnið sem ég hef enn ekki rætt við.

Það skal viðurkennt að mér kom á óvart hve djúpt þarf að leita að slikum upplýsingum og hvet alla til þess að halda slíku til haga svo fremi að vilji til þess að vita þessa hluti sé fyrir hendi.

Jafnframt vekur þetta upp spurningar um skjalavörslu.

kv.Guðrún María.


Bjargráðasjóður Evrópusambandsins.

Ef þessi sjóður væri vegna náttúruhamfara þá væri hægt að fagna slíku en mér best vitanlega er svo ekki, heldur er hér um að ræða sjóð sem ætlað er að bjarga efnahagslega illa stöddum þjóðum innan Evrópusambandsins sem greinilega hefur ekki skilað hlutverki sínu sem efnahagsbandalag með stjórnun þar að lútandi, eðli máls samkvæmt.

Hvaðan eiga peningarnir að koma ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Fagnar stækkun björgunarsjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband