Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Hve mörg börn í bekk, hve mörg börn í einum skóla ?

Hafandi starfað á vettvangi uppeldismála í skólum landsins í um það bil tuttugu ár, fyrst í leikskóla og síðar grunnskóla, þá tel ég mig reynslu ríkari hvað varðar viðhorf til þess hvernig hugsanlega megi betrumbæta aðstæður barna í skólaumhverfinu.

Fyrir það fyrsta höfum við Íslendingar sett okkur það markmið að fagstéttir vinni að menntun barna okkar frá leikskóla til grunnskóla sem er gott mál, en það kostar peninga að standa vörð um þann faglega grundvöll sem umgjörð starfa þessa skal innihalda lögum samkvæmt og tilhneygingin til þess að spara á þessu sviði á sér margar myndir, nú sem áður.

Fjölgun barna í bekkjum skyldi aldrei vera samningsatriði í kjarasamningum fagsstétta, aldrei, og sökum þess þarf að vera til eitthvað faglegt viðmið um fjölda barna í bekkjardeildum, leik og grunnskóla.

Með öðrum orðum fagstéttir eiga ekki að geta bætt á sig álagi fyrir krónur sem þýðir verri þjónustu við heildina og ofálag á viðkomandi aðila.

Sama máli gildir um umhverfi barna hvað varðar stærð skóla og fjölda nemenda í einum skóla þar skyldi sannarlega faglegt mat liggja til grundvallar um hvað við getum boðið börnum að mega þurfa taka af áreiti í einu stykki samfélagi manna hvað fjölda varðar á einum litlum stað, dag hvern.

Vissulega er hægt að skipuleggja stóran skóla frá upphafi en þar þarf að aðskilja einingar og matartími sem þarf að vera á nokkurn veginn sama tíma fyrir alla í einsetnum skóla, veltur á fjölda nemenda í heild, hvað varðar möguleikann á því að allir hafi nauðsynlegan tíma til þess að matast.

Fjölsetinn matsalur þar sem flýta þarf slíku er óæskilegt umhverfi að mínu viti, en það kostar fleri starfsmenn að hafa skipulagið öðruvísi, og mat á því hvað er eðlilegt og hvað ekki þarf að vera til staðar í þessu efni, mat sem tekur mið af virðingu fyrir börnum innan veggja skólasamfélagsins.

Hvert sveitarfélag skyldi hafa til staðar upplýsingar fyrir íbúa um viðmið sem sett hafa verið um fjölda barna í bekk í grunnskólum, en fulltrúar skólamála og fagaðilar skyldu móta slíkt.

Þá skyldu hlýtur ríkið að geta lagt á herðar hins stjórnvaldsaðilans sveitarfélögum að viðhafa.

Samræming millum sveitarfélaga skyldi síðan eðli máls samkvæmt lúta skoðun.

kv.Guðrún María.


mbl.is Enginn hámarksfjöldi barna í bekk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnvaldsoffar Reykjavíkurborgar í skólamálum, staðfest í ráðuneytinu.

Því ber að fagna að menntamálaráðuneytið komi inn í það stjórnvaldsoffar sem Reykjavíkurborg hefur iðkað varðandi ferli breytinga í skólamálum í borginni, sem er með ólíkindum.

Við skyldum aldrei gleyma því að hér er um börn að ræða, og samráð við foreldra þeirra hlýtur að vera grunnforsenda breytinga á skólaumhverfi þeirra.

Eðlilega þarf að vinna að hvers konar breytingum á löngum tíma í stað þess offars sem hér hefur verið um að ræða.

Unglingar eru nefnilega líka börn til 18 ára aldurs og umrót á þessum árum er sannarlega ekki til bóta undir nokkrum einustu kringumstæðum, hvað þá í aðstæðum þegar eitt þjóðfélag hefur tekið niðursveiflu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ráðuneytið gagnrýnir sameininguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðkoma Evrópusambandsins er pólítisk og við slíku þurfa stjórnvöld að bregðast.

Það kemur í ljós hvort hér eru menn eða mýs við stjórnvölinn, varðandi þetta mál, en vitund Guðfríðar Lilju VG, er eitthvað sem fer saman við við mína vitund, hvað varðar það atriði að við pólítísku inngripi þarf að bregðast með sama móti, á sama grundvelli og sú hin sama skylda fellur í hlut sitjandi stjórnvalda í landinu.

Frestum aðildarviðræðna eru mild viðbrögð í ljósi þess að fólkið í landinu hafnaði því að taka ábyrgð á ónýtu regluverki Evrópusambandsins sem heimilaði starfssemi fjármálafyrirtækja um víðan völl allra handa án inngrips viðkomandi landa í þá hina sömu starfssemi samkvæmt formúlum þeim sem við lýði voru, sama hver átti í hlut.

Aðkoma framkvæmdastjórnar Esb í þetta dómsmál er stríðsyfirlýsing gegn Íslendingum og afskaplega heimskuleg pólítísk tilraun til þess að reyna að þvo hendur sínar af ónýtu skipulagi þessa ríkjasambands sem hefur þróast í átt til ráðstjórnartilburða sem þessara sem sannarlega þarf að stöðva á stundinni af okkar hálfu.

Það sjá allir sem vilja sjá.

kv.Guðrún María.


mbl.is Segir skilaboð ESB vera kýrskýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru viðbrögðin Árni Þór Sigurðsson ?

Hér upplýsir formaður utanríkismálanefndar að honum hafi verið kunnugt um þessa ætlun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fyrir " nokkru síðan " varðandi aðkomu að málarekstri ESA, en hvar eru viðbrögðin og hefur þetta verið rætt í ríkisstjórn landsins ?

Hvað eru menn að hugsa ?

Viðbrögð sitandi stjórnvalda þurfa að koma eins og skot í þessu sambandi, og ákvarðanatöku verður ekki drepið á dreif með yfirlýsingu sem þessari frá formanni utanríkismálanefndar svo mikið er víst.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Ekkert sem kemur okkur á óvart“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland stöðvi aðildarviðræður, nú þegar.

Nú mun það koma í ljós hvort það eru menn eða mýs við stjórnvölinn hvað íslensk utanríkismál varðar, þar sem hagsmunir landsins að bregðast við þeim tíðindum sem hér eru á ferð, eru miklir.

Stöðvun aðildarviðræðna eins og skot eru eðlileg viðbrögð sitjandi stjórnvalda í landinu, hvort sem mönnum líkar betur eða ver.

kv.Guðrún María.


mbl.is Eðlilegt að gera hlé á viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illindi ríkisstjórnarflokkanna gagnvart sitjandi forseta lýðveldisins.

Báðir ríkisstjórnarflokkarnir VG og Samfylking hafa enn ekki jafnað síg á því að forseti lýðveldisins skuli hafa vísað Icesavemálinu til þjóðarinnar og gripið þannig fram fyrir hendur fyrstu vinstri stjórnar í landinu.

Þvílíkt og annað eins niðurrif gagnvart embætti forseta hefur ekki áður sést hér á landi að mínu áliti og halda mætti að viðkomandi hafi ætlað sem svo að forsetinn sem kom úr röðum vinstri manna hafi átt að dansa eftir því sem vinstri stjórninni datt í hug, hversu mjög svo sem menn kynnu að hafa villst af leið, eins og ekkert væri....

Evrópumarkaðsdansáhugamannahópurinn hefur dansað með ríkisstjórnarflokkunum varðandi það atriði að tala niður forsetaembættið svo mest sem verða má og að sjá má styður nú nýja frambjóðendur til forseta líkt og líklegt sé að sitjandi forseti verði felldur.

Sami áhugahópur vildi samþykkja fyrstu Icesavesamningana, osfrv....

Evrópudansleikurinn er í boði eins íslensks stjórnmálaflokks Samfylkingarinnar í andstöðu við meirihluta íslensku þjóðarinnar sem ekki var spurð um hvort ætti að sækja um inngöngu áður en haldið var af stað í þá vegferð, það var öll lýðræðisást þess flokks í samstarfi við VG sem sveik sína kjósendur með samþykkt þeirrar vegferðar.

Stuðningur fylgismanna þessara flokka við frambjóðendur til forseta gegn sitjandi forseta mun verða ein enn afskræming á hinni " meintu lýðræðisást " og hlægilegur sjónleikur í alla staði.

kv.Guðrún María.


Núverandi forseti Ólafur Ragnar hefur virkjað Bessastaði.

Ég er sammála Ástþóri varðandi það atriði að auka ætti þjóðaratkvæðagreiðslur um mál öllum til hagsbóta, en núverandi forseti hefur sannarlega lagt hornstein að slíku lýðræði með tilvísun mála til almennings, ekki hvað síst varðandi Icesavemálið.

Hann hefur því virkjað Bessastaði, þvert á pólítísk sjónarmið hverju sinni, við beitingu 26. greinar stjórnarskrárinnar í því efni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ástþór vill fleiri þjóðaratkvæðagreiðslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver borgar ?

Getur það verið að stjórnmálaflokkarnir við stjórnvölinn leggi fé í framboð sem þetta eða önnur framboð ?

Fáum við að vita um einstök framlög til frambjóðenda eða verður því stungið undir stól, þangað til eftir kosningar ?

Hver ákveður hámarksframlag krónur 400 þúsund af einstökum aðilum ?

Frambjóðandi talar um flugmiða, eins og kaffi sem að manni sýnist því miður endurspegla nokkurn óraunveruleika frá því þjóðfélagsástandi sem all margir þekkja á eigin skinni í voru þjóðfélagi.

Kanski er kaffi og flugmiðar eðlilegt í vinnu hjá RÚV í boði skattgreiðenda en að slíkt sé sjálfsagt að öðru leyti er ég ekki viss um.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kosningasjóður Þóru stofnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Ísfirðingar.

Það hefur verið einstaklega ánægjulegt að fylgjast með þeirri eljusemi Vestfirðinga að halda rokkhátíð á Ísafirði um páskana.

Gott dæmi um hvað hægt er að gera ef viljinn er fyrir hendi og takk fyrir að fá að sjá útsendingu frá hátíðinni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Allir elska alla á Ísafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gekk Makríllinn úr Evrópusambandinu ?

Það skyldi þó aldrei vera að Makríllinn aðstoðaði okkur Íslendinga í því atriði að forða okkur frá ótímabærri inngöngu í Evrópusambandið með því að flakka hingað norður !

Það væri vel.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gæti tafið ESB-viðræðurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband