Sunnudagspistill.

Mér datt það í hug á föstudaginn að forvitnast um það hvað ég hefði verið þung þegar ég fæddist og hóf rannsóknarvinnu i því efni, þar sem ég hafði ekki verið svo skynsöm að skrá þessar upplýsingar niður frá móður minni heitinni.

Ég hringdi í Þjóðskjalasafnið en fékk að vita að upplýsingarnar væru of ungar til þess að vera komnar þangað, þá ræddi ég við heilsugæsluna í þvi umdæmi sem ég fæddist í en þar voru þær ekki, og ekki á héraðsskjalasafninu heldur, né heldur hjá sýslumanni.

Ekki heldur á heilbrigðisstofnun landssvæðisins en Landlæknisembættið benti á LSH, en þar voru þær ekki svo ég hringdi í Hagstofuna sem benti mér á að tala við Þjóðskrána og viti menn þar gat ég fengið þær hinar sömu upplýsingar samkvæmt skýrslugerð en ekki frumgögnum sem kostar fjármuni að leita að.

Ljósmæðrabækurnar sem þessar upplýsingar eru skráðar í hef ég ekki fundið enn hvar eru, en aðili hjá Þjóðskránni að mig minnir benti mér á Kvennasögusafnið sem ég hef enn ekki rætt við.

Það skal viðurkennt að mér kom á óvart hve djúpt þarf að leita að slikum upplýsingum og hvet alla til þess að halda slíku til haga svo fremi að vilji til þess að vita þessa hluti sé fyrir hendi.

Jafnframt vekur þetta upp spurningar um skjalavörslu.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband