Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012
Bjóða íslensk stjórnvöld upp á námskeið í íslensku máli ?
Miðvikudagur, 7. mars 2012
Það er vissulega áhyggjuefni ef innflytjendur eiga þess ekki kost að sækja námskeið í íslensku og afar fróðlegt væri að vita hvernig að þeim málum er staðið nú hér á landi ?
kv.Guðrún María.
Fjórðungur Pólverja án atvinnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sýndarmennskuréttarhöld sem kosta fjármuni.
Miðvikudagur, 7. mars 2012
Tilgangur þess að láta fara fram " pólítiskt uppgjör " með Landsdómi féll um sjálft sig þegar Alþingi var þess ekki umkomið að draga báða stjórnarflokka sem sátu við stjórnvölinn til ábyrgðar, heldur einn mann forsætisráðherrann.
Ein helsta hneisan er einnig í því fólgin að sá flokkur sem þar var til staðar, gegnir nú forystu í ríkisstjórn landsins, þar sem að hluta til er um sömu ráðherra að ræða og sátu við hrunið.
Þetta sýndarmennskuréttarhald mun því litlu skila þegar upp er staðið að ég tel, nema kostnaði til handa skattgreiðendum við störf við dómstólinn.
kv.Guðrún María.
Sjö vitni fyrir landsdóm á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
ALDREI skyldu menn láta sér detta í hug að tengja ofbeldisverknað við þjóðfélagsástand.
Miðvikudagur, 7. mars 2012
Ég verð að játa það að ég hefi verið orðlaus yfir því að lita augum yfirlýsingar þess efnis að ofbeldisverknaður komi ekki á óvart.
ALDREI, aldrei nokkurn tímann getum við ellegar við skyldum reyna að gera minnstu tilraun til þess að útskýra ofbeldi hvers eðlis sem er, við þjóðfélagsástand.
ALDREI.
Að menn skuli láta sér detta í hug að ræða um þann alvarlega atburð/glæp sem varð í gær í tengslum við fjármuni er hreint út sagt fáránlegt og ég lít svo á menn skorti siðvit sem slíkt viðhafa.
Að sitjandi þingmaður á Alþingi Íslendinga eða aðrir sem hafa tekið að sér að tala máli hópa, láti sér detta í hug að tengja slíkt þjóðfélagsástandi, bókstaflega brýtur á réttlætisvitund minni.
Hafi þeir skömm fyrir.
kv.Guðrún María.
Árásin kemur Þór ekki á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kostnaðarþáttaka sjúklinga í íslensku heilbrigðiskerfi.
Þriðjudagur, 6. mars 2012
Hvernig má það vera að læknar sem hafa samninga við hið opinbera um gjaldskrá, geti hækkað þá hina sömu gjaldtöku, að sjálfdæmi, til handa sjúklingum sem leita þurfa þjónustu sem er ráðlögð og á að vera hluti af heilbrigðisþjónustu ?
Getur verið að stjórnvöld standi sig ekki í stykkinu og segi upp samningum þar sem slík gjaldtaka er til staðar ?
Eru menn algjörlega úti á túni í þessum efnum, líkt og fyrri daginn þegar kemur að þessu málasviði ?
Það getur ekki verið að einhvers stétt hvaða stétt svo sem á í hlut geti í krafti stöðu sinnar hækkað gjaldskrá umfram það sem kveður á um í samningum sem gilda meðan nýjir hafa ekki verið gerðir.
kv.Guðrún María.
" Þú getur bara " lækað " okkur ".....
Þriðjudagur, 6. mars 2012
Getur það verið að ný sögn sé kominn til sögu í íslensku máli, þ.e. sögnin að
" læka " ?
Ég heyrði þessa frásögn í útvarpi á dögunum, " þú getur bara farið inn á síðuna og lækað okkur ".....
Auðvitað er enskan þarna stílfærð í íslenskan búning í töluðu máli, og ekki fyrsta skiptið sem það má heyra EN, getum við ekki vandað okkur aðeins pínulítið meira og rætt um það að ef viðkomandi líkar við fyrirtækið sé hægt að láta það í ljósi á síðunni með því að ýta á einn takka.
Íslenska orðið lækur er fallegt orð og hvers konar afbökun þess fer fyrir brjósti á mér, ekki hvað síst í óskyldum tilgangi að mér finnst.
kv.Guðrún María.
Ef 75 manns mega vera áheyrendur í Landsdómi, hvers vegna má þá ekki útvarpa eða sjónvarpa ?
Mánudagur, 5. mars 2012
Ég er sammála Styrmi um það að þetta er stórskringilegt fyrirkomulag, og vonandi verður einhver endurskoðun á því hinu sama.
Í því felst tvískinnungur að 75 manns eða það rými sem salurinn tekur geti verið áheyrendur en ekki megi senda út réttarhaldið eigi að síður.
kv.Guðrún María.
Styrmir: Ótrúleg afdalamennska | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að standa vörð um lýðræðið, er stórt framfaraskref.
Mánudagur, 5. mars 2012
Hafi einhver einn aðili í stjórnkerfi landsins leiðrétt lýðræðishalla, þá er þar um að ræða forseta Íslands, hr.Ólaf Ragnar Grímsson, sem hefur sýnt það og sannað að hann er hafinn yfir flokkapólítik í sinni ákvarðanatöku um að vísa málum til þjóðarinnar.
Sem aldrei fyrr er það mikil þörf fyrir okkur Íslendinga á tímum þar sem stjórnvöld hafa uppi hugmyndir um framsal á fullveldi í gerð samninga fyrir land og þjóð að forseti landsins hafi sýnt það og sannað að hann stendur vörð um lýðræði landsmanna.
kv.Guðrún María.
Ólafur Ragnar gefur kost á sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heill forseta vorum, og fjölskyldu hans.
Mánudagur, 5. mars 2012
Það er rétt að það er margvísleg óvissa, um stjórnskipun landsins sem runnin er undan rifjum þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr við stjórnvöl landsins.
Stórkostlega vanhugsuð vinnubrögð varðandi hamagang við endurskoðun stjórnarskrár, á tímum þar sem ekki var tími til þess hins sama en vegferð ríkisstjórnarinnar eru hvers konar kindagötur til Brussel, vegna stefnu Samfylkingarinnar sem fer með forsvar í stjórn.
Ríkisstjórnin sýndi það og sannaði að henni var ekki treystandi í Icesavemálinu og forsetinn á heiður skilið fyrir varðstöðu til handa íslensku þjóðinni í málinu.
Það er greinilegt að stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar halda áfram að tala forsetaembættið niður, þeim hinum sömu til ævarandi háðungar.
kv.Guðrún María.
Margvísleg óvissa er ástæðan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vonlaus vinstri stjórn, sem sér ekki fram fyrir kjörtímabilið.
Sunnudagur, 4. mars 2012
Á öllum tímum er meintur sparnaður í viðhaldi eitthvað sem kemur í bakið með auknum kostnaði síðar, hvort sem um er að ræða vegi eða hús.
Niðurskurður hins opinbera sem annars vegar orsakar tap til framtíðar sem og veldur því að enn frekari stöðnun kemur til sögu í hagkerfinu vegna framkvæmdaleysis, er gamla formúlan að " spara aurinn en kasta krónunni ".
Því miður er það svo að ríkistjórnir sjá oft einungis framtíðina í kjörtímabilum og það atriði að sýna tölur á blaði i formi sparnaðar fyrir kosningar sem bera á vott um vitræna ráðstjórn er all venjulegt fyrirbæri hér á landi.
Samt er það þannig að menn hafa ekki skorið niður óþarfa kostnað í stjórnkerfinu sem færa má undir ráðuneyti sem málaflokka, áður en menn fara í það að skera niður viðhald í vegakerfinu, sem er og verður dæmi um sýndarmennsku og óskynsamleg vinnubrögð.
kv.Guðrún María.
Opinberar framkvæmdir dragast saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íslendingar eru kristin þjóð og stjórnarskrá skyldi endurspegla, það hið sama viðhorf.
Laugardagur, 3. mars 2012
Ég tel það mjög mikilvægt að stjórnarskráin innihaldi ákvæði um þjóðtrú í einu landi, en það atriði að hafa þjóðtrú er spurning um sjálfsvitund einnar þjóðar og skiptir miklu máli.
Þótt alls konar merki um siðgæðishnignun hvers konar hafi komið til þar sem þjóðkirkjan hefur mátt þurfa að þola sinn skammt af slíku, þá stendur eftir og standa mun sá boðskapur sem kristin trú inniheldur með umburðarlyndi fyrir þeim sem hafa aðra trú ásamt staðfestu um þá vitund um siðgæði sem kristin trú inniheldur til handa vorri þjóð.
Hvers konar meintur " liberalismi " sem vill taka kristna trú út úr stjórnarskrá er einfaldlega vanhugsað frá upphafi til enda.
kv.Guðrún María.
Gunnlaugur Stefánsson: Kirkjan og þjóðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |