Kostnaðarþáttaka sjúklinga í íslensku heilbrigðiskerfi.

Hvernig má það vera að læknar sem hafa samninga við hið opinbera um gjaldskrá, geti hækkað þá hina sömu gjaldtöku, að sjálfdæmi, til handa sjúklingum sem leita þurfa þjónustu sem er ráðlögð og á að vera hluti af heilbrigðisþjónustu ?

Getur verið að stjórnvöld standi sig ekki í stykkinu og segi upp samningum þar sem slík gjaldtaka er til staðar ?

Eru menn algjörlega úti á túni í þessum efnum, líkt og fyrri daginn þegar kemur að þessu málasviði ?

Það getur ekki verið að einhvers stétt hvaða stétt svo sem á í hlut geti í krafti stöðu sinnar hækkað gjaldskrá umfram það sem kveður á um í samningum sem gilda meðan nýjir hafa ekki verið gerðir.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er bara eitt orð yfir þetta Guðrún; siðleysi.

Hvernig væri þjóðfélagið ef allir þegnar þess beyttu þessu sama siðleysi og læknastéttin, sjálftökufólkið og ýmsir fleiri beyta? Hvernig væri þjóðfélagið ef launafólkið gengi í sjóði fyrirtækja og tæki þar fé umfram þau laun sem það hefur amið um, vegna þess að það telur sig þurfa fleiri aura? Hvernig væri þjóðfélagið ef afgreiðslufólk á kössum stórmakaðra ákvæðu verð vörunnar við kassann og notaði til þeirrar ákvarðanatöku eigin þörf fyrir fé? Hvejum vantar ekki fleiri aura í sína buddu?

Þetta er siðleysi og ekkert annað! Læknar gera samning við ríkið um sína vinnu og þeim ber að standa við þann samning þar til annar hefur verið gerður. Þetta á við allt og alla!!

Gunnar Heiðarsson, 6.3.2012 kl. 08:16

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gunnar.

Alveg sammála.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.3.2012 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband