Landsmenn hafa verið skattlagðir út úr hruninu.

Að hækka skatta í kreppu, hvers eðlis sem sú kreppa er tilkomin er ávísun á vandræði, því miður hefur sú leið verið farin af hálfu sitjandi stjórnvalda hér á landi, án þess að horfa á afleiðingar af slíku ástandi svo sem ástandi þeirra sem enga möguleika hafa til þess að umbreyta tekjustöðu sinni s.s vegna sjúkdóma eða elli.

Tilraunir til þess að henda smá plástrum hér og þar á ástandið skilar sér illa eða ekki og þeir aðilar sem standa að hjálparstarfi með lítil sem engin framlög frá hinu opinbera til þess arna, vinna göfugt starf ekki hvað síst fyrir jólin.

Að sjálfsögðu skyldi það vera hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að hjálparstofnanir fengju hærri framlög til starfa sinna á tímum sem þessum, en það hefur því miður ekki verið sýnilegt.

Það er skömm.

kv.Guðrún María.


mbl.is Sex þúsund þurfa á aðstoð að halda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Já, það er greinilegt, að ellilífeyrisþegar og öryrkjar hafa borið skarðan hlut frá borði.

Kv.,KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 18.12.2012 kl. 06:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband