Að fara í jólaköttinn !

Jólakötturinn var lifandi persóna í minni bernsku á þann veg að mikilvægi þess að fá einhverja nýja flik um jól, svo maður færi ekki í jólaköttinn, var fyrir hendi.

Saumakonan móðir mín sá nú aldeilis um það að dóttir hennar væri í nýjum kjól eða pilsi, þ.e.a.s. meðan sú síðarnefnda fékkst til þess að fara í kjól eða pils yfir hátíðar, sem var ákveðin tími bernskunnar.

Löngu síðar á ævinni hefur mér fundist það óþarfi að eyða fjármunum í það að finna jólakjól þvi mér finnst ég einfaldlega eiga nóg af " hátíðafötum " enda safnari með eindæmum jafnt hvað varðar föt sem annað.

Hins vegar er það svo að þörf manns sem foreldris að finna ný föt fyrir barnið sitt um jól, er eitthvað sem er og verður einn hluti jólahalds, hvort sem það má rekja til jólakattarins eða ekki.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband