Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012

Lágmarkskrafa að Talsmaður neytenda sé ópólítískur.

Eðli máls samkvæmt eru neytendur innan hinna ýmsu flokka og það atriði að talsmaður þeirra hinna sömu sé þáttakandi í pólítisku starfi fyrir einn eða annan stjórnmálaflokk, er eitthvað sem einfaldlega á þar ekki heima að mínu áliti.

Reyndar finnst mér sama máli gegna um kosningu þess hins sama á stjórnlagaþing þar sem mér var og hefur verið illa sýnilegt hvernig það fer saman að starfa við gerð nýrrar stjórnarskrár og starfa á sama tíma sem embættismaður hins opinbera eftir gildandi stjórnarskrá.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gísli áfram í embætti að sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægt að fylgjast með ferðalagi sóknaráætlunarfjármagnsins.

Afar fróðlegt verður að fylgjast með því í hvað, hvar og hvenær þessir fjármunir sem hér um ræðir verða settir.

Er hér verið að úthluta pólítískum bitlingum fyrir kosningar, eða hvað ?

Upphæðin til handa ákveðnum landshlutum felur ekki í sér einhverjar stórkostlegar framkvæmdir sýnilega en eins og áður sagði þá er það mikilvægt að sjá í hvað þessi fjármunir eiga að fara.

kv.Guðrún María.


mbl.is 400 milljónir í sóknaráætlun 2013
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk verkalýðshreyfing er handónýtt afl fyrir launþega, því miður.

Verkalýðshreyfingin hér á landi ber stóra ábyrgð á því hruni sem íslenskt samfélag hefur mátt meðtaka, einkum og sér í lagi með andvaraleysi og aumingjahætti um varðstöðu fyrir kjörum launamanna í landinu.

" Þungar áhyggjur, bla, bla, bla.... "

Þetta höfum við látið bjóða okkur launamenn gegnum tíðina, alls konar yfirlýsingasamsuða sem ekkert stendur bak við og sömu menn eru endurkosnir í stjórnir ár eftir ár af nokkrum sem mæta á fundi, enda ekkert gert til að virkja hinn almenna félagsmann.

Þegar forystumennirnir láta síðan af störfum þá fara þeir sjálfir í stjórnir lífeyrissjóðanna alla jafna og sitja þar í áraraðir eins og ekkert sé sjálfsagðara.

Upphaflegur tilgangur og markmið verkalýðsbaráttu til handa launþegum hér á landi hefur orðið að skiptimynt á hinu pólitiska sviði, þar sem menn halda kjafti til skiptis eftir því hver er við stjórnvölinn en alvöru hagsmunavarsla er engin.

kv.Guðrún María.


mbl.is Þungar áhyggjur uppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

" Skein yfir landi, sól á sumarvegi.... "

Það var fallegt hér í Fljótshlíðinni í dag, heiðskýr himinn og umhverfið allt í sinum fegursta skrúða.

 

RIMG0007.JPG

 

Eyjafjallajökullinn með sinn hvíta hatt og skýjalaus.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jafn fallegt var að líta austur yfir Markarfljótsaura.

 

RIMG0003.JPG

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og út í Eyjar.

 

RIMG0004.JPG

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hafi einhver öðlast nýjan og dýpri skilning á því hvers vegna Gunnar vildi hvergi fara forðum, af þessum slóðum, þá er það sú er þetta ritar.

 

 

kv.Guðrún María 


Endurnýjun ???

Það skyldi engan undra að þingmaðurinn Björn Valur nyti ekki brautargengis eftir það atriði að hafa gengið út yfir velsæmismörk með vanvirðingu við forseta landsins sem sitjadi þingmaður.

Hins vegar má spyrja að því hvort mikil endurnýjun hafi átt sér stað á lista þessa flokks en kanski er endurnýjun ekki í myndinni þegar viðkomandi flokkur á sæti við stjórnvölinn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Katrín efst en Birni Val hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðlögun innanlands.

Ég er innflytjandi í Rangárþing Eystra og er nú í aðlögun sem slík, hvað varðar það atriði að finna út eftir efnum og aðstæðum hversu mikið ég þarf að flakka eftir því sem vantar til heimilis sem og að sækja mina sjúkraþjálfun á svæðinu.

Allt kemur þetta í ljós og maður aðlagast nýjum aðstæðum í nánasta umhverfi en kyrrðin og fegurðin sem fylgir íslenskri sveit er yndisleg, og eins yndislegt er að heyra jarmandi kindur í kring um sig og horfa á hestana á túninu.

Mánaskin á hvítt hjarnið á Markarfljótsaurunum og snævi þaktan Eyjafjallajökulinn minn er ævintýri líkast.

Vestmannaeyjar við sjóndeildarhringinn og bílaruna úr Herjólfi á leið á Suðurlandsveg er eitt af því sem sést á þessum dimmasta tíma ársins, héðan, sem og ljósum prýddur Seljalandsfoss.

Í dag var hláka í sveitinni sem er ágætt þar sem það snjóaði all vel hér á dögunum, og aðeins má minnka af slíku.

með kveðju úr Fljótshlíðinni.
Guðrún María.


Ég um mig, frá mér, til mín.

Í dag flutti ég lögheimili mitt úr Hafnarfirði austur í Rangárþing Eystra, nánar tiltekið í Fljótshlíðina, þar sem ég fékk húsnæði á leigu um tíma.

Ég bíð nú eftir að finna sjúkraþjálfun mér til handa hér á svæðinu en allt tekur tíma að senda beiðni um slíkt hingað austur en það er í gangi.

Það er stutt síðan að sjúkraþjálfarinn minn i Hafnarfirði náði að hjálpa mér út úr einni niðurdýfunni með mitt bak, með því að toga hrygginn til, en ég krossa fingur yfir því að komast gegnum þessa flutninga án bakslags enn sem komið er.

Ég veit að ég mun búa við hreyfiskerðingu í mínu baki og skort á styrk það sem eftir er, en ég er býsna þrjósk að reyna að bjarga mér og reyni að halda áfram við það að gera það sem ég get, meðan það drepur mig ekki úr verkjum.

Fyrir mig er það yndislegt að komast í kyrrð sveitarinnar eftir argaþras og óvissu um þak yfir höfuðið frá því í maí sl. en fljótlega mun ég rita erindi til Umboðsmanns Alþingis um aðferðafræði stjórnsýslu í fyrrum bæjarfélagi mínu og koma mun i ljos hvort og hvernig farið hefur verið að lögum í því hinu sama.

Það líður að jólum og um leið og ég hefi komið mér fyrir, ætla ég að verða sama jolabarnið og ég hef alltaf verið, varðandi það að upplifa þau hin sömu sem best má vera.

kv.Guðrún María.


Sannleikurinn er sagna bestur.

Hjörleifur Guttormsson talar tæpitungulaust um stöðu VG, sem er sýnileg þeim sem vilja sjá, þar sem stefnumiðum flokksins varðandi andstöðu við aðild að Evrópusambandinu var stungið undir stól til þáttöku í ríkisstjórn með Samfylkingu.

Hafi einhver einn flokkur einhvern timann áður flúið eigin stefnu að loknum kosningum með eins afgerandi hætti og Vinstri hreyfingin Grænt framboð gerði, þá veit ég ekki hvaða dæma skyldi leita í því efni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Segir VG „ósjálfbært rekald“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin skyldi skattlögð út úr efnahagshruninu, úrræði vinstri manna við stjórnvölinn.

Þær kolröngu aðferðir sem núverandi valdhafar hafa iðkað við stjórnvölinn, að auka skatta í stað þess að lækka þá hina sömu í kjölfar efnahagshruns, mun seint líða landsmönnum úr minni.

Raunin er sú slíkt hefur ekki aðeins aukið fátækt almennt, heldur einnig sett bremsu á hjól atvinnulífsins sem aftur er bein leið til stöðnunnar.

Alls konar niðurskurður á þjónustu hér og þar undir formerkjum gífurlegs sparnaðar sem króna og aura á blaði til að guma sig af fyrir næstu kosningar er eitthvað sem ekki tekur mið af fjögun fólks í landinu nema það kjörtímabil sem viðkomandi valdhafar hafa til umráða í umboði kjósenda.

Rándýrt lýðskrum allra handa um nýja stjórnarskrá sem patentlausn mála allra er borið á borð fyrir landsmenn á sama tíma og fötluðu fólki er vísað á götuna, öldruðum sagt að borga hærri skatta og bíða og bíða og biða eftir þjónustu sem þeir hinir sömu hafa greitt fyrir með sköttum gegn um tíðina.

Ríkið reynir að yfirfæra vanda atvinnuleysis á skuldug sveitarfélög með málamyndaaðgerðum sem milliliðir allra handa hirða megintekjur af.

Allt miðast við að leggja á nógu háa skatta alveg burtséð frá afleiðingum þess hins sama, bara ef hægt er að sýna tölur á blaði, sem síðan skal blaðrað um fyrir næstu kosningar sem gullbrjóstsykur fyrir kjósendur.

Því miður.

kv.Guðrún María.


Um daginn og veginn.

Flutningar úr Hafnarfirði austur í Fljótshlíð var verkefnið síðustu helgi og ég hef kvatt Hafnarfjörð að sinni, og fagna því að koma aftur í íslenska sveit til búsetu, því ef einhver elskar íslenska sveit, þá er það ég.

Með góðra manna hjálp komst ég gegn um þessa flutninga en bræður mínir tveir báru hitann og þungann af þvi hinu sama.

Ég mun gefa mér góðan tíma til að taka upp úr kössum eins og að pakka niður, og njóta þess friðar sem hin íslenska sveit gefur af sér.

kv.Guðrún María.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband