Aðlögun innanlands.

Ég er innflytjandi í Rangárþing Eystra og er nú í aðlögun sem slík, hvað varðar það atriði að finna út eftir efnum og aðstæðum hversu mikið ég þarf að flakka eftir því sem vantar til heimilis sem og að sækja mina sjúkraþjálfun á svæðinu.

Allt kemur þetta í ljós og maður aðlagast nýjum aðstæðum í nánasta umhverfi en kyrrðin og fegurðin sem fylgir íslenskri sveit er yndisleg, og eins yndislegt er að heyra jarmandi kindur í kring um sig og horfa á hestana á túninu.

Mánaskin á hvítt hjarnið á Markarfljótsaurunum og snævi þaktan Eyjafjallajökulinn minn er ævintýri líkast.

Vestmannaeyjar við sjóndeildarhringinn og bílaruna úr Herjólfi á leið á Suðurlandsveg er eitt af því sem sést á þessum dimmasta tíma ársins, héðan, sem og ljósum prýddur Seljalandsfoss.

Í dag var hláka í sveitinni sem er ágætt þar sem það snjóaði all vel hér á dögunum, og aðeins má minnka af slíku.

með kveðju úr Fljótshlíðinni.
Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flottust mín að gera gott úr öllu.  Þú ert hetja GMaría mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2012 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband