Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012

Alveg stórskemmtilegt að sjá opinberar stofnanir rífast innbyrðis.

Er einhver pólítik í þessu Lúpínumáli, spyr maður óhjákvæmilega, því venjan er að allir hanar gala er liður að kosningum til þings ?

Sú er þetta ritar hefði talið það eðlilegra að stofnanir hins opinbera gætu komið sér saman um einstök verkefni er heyra undir sama svið, í þessu tilviki eyðingu Lúpínu.

Lúpínu sem ekki fyrir svo löngu síðan var sáð til þess að græða örfoka land, af hálfu sömu sérfræðiráðunuta viðkomandi stofnanna hins opinbera sem á þeim tíma voru allir sáttir við það hið sama að virtist.

kv.Guðrún María.


mbl.is Lúpínan í Þórsmörk þrætuepli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfélagsleg ábyrgð sveitarfélaga, spara aurinn en kasta krónunni ?

Útboð þjónustu er hvoru tveggja sjálfsögð og eðlileg leið til þess að ná niður kostnaði við rekstur hvers konar, svo fremi að útboðsverkefni hverju sinni innihaldi sömu þjónustu og áður var fyrir hendi.

Sé hins vegar verið að bjóða út hluta þjónustu sem fyrir var en ekki alla, þá er það sveitarfélaganna að upplýsa um slíkt.

Stórkostlegur klaufaskapur við útboðsgerð hefur að mínu viti valdið því að hluti verkefna sem einu sinni voru innt af hendi af starfsmönnum sveitarfélaga til dæmis við þrif í skólum, þýða allt aðra gerð af þjónustu en fyrir var, miklu minni, en í því felst sparnaðurinn þar á bæ.

Þar sitja því eftir verk sem lenda á öðrum sem ekki hafa hingað til haft slíkt á sínu verksviði en mega þurfa bæta þvi, við sín störf, vegna þess hins sama en fá ekki krónu meira í launaumslagið fyrir.

Í upphafi skyldi því endir skoða í þessu sambandi og útboðsgerð sveitarfélaga þarf að innihalda öll þau verk sem unnin voru en ekki hluta þeirra.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kemur verst við ófaglærðar konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er " almennilegt velferðarkerfi " ?

Hvað er " almennilegt velferðarkerfi " ?

Er það kerfi sem fer að lögum um þjónustu við íbúa ?

Eða er það kerfi sem gerir meira en að fara að lögum, hvað þjónustustig varðar ?

Spyr sú sem ekki veit.

kv.Guðrún María.


mbl.is Magnús Orri „sveiflaðist mikið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað berjast margir stjórnmálamenn fyrir lífsgæðum fatlaðra ?

Án efa má finna fögur orð á blaði um félagsleg réttindi fatlaðra, frá ýmsum þeim er nú taka þátt í prófkjörsbaráttu varðandi hugsanlega setu á Alþingi í komandi kosningum, en kanski hafa þeir hinir sömu frambjóðendur ef til vill ekki raunsýn á stöðu þessa hóps í voru samfélagi þar sem ýmsar ráðstafanir í þá veru sem hér er mótmælt hafa litið dagsins ljós í framkvæmdum hins opinbera undir formerkjum sparnaðar.

Spara aurinn en kasta krónunni og einhver einn hópur öryrkja skal mega þurfa að bera skert lífsgæði ákveðinn tíma sem annar hefur notið áður ellegar aðrir mega hugsanlega njóta í framtíð komandi, þegar til koma alls konar átök til umbóta til að bæta það sem skorið var af til handa einum hópi umfram annan.

Ég nefni enn og aftur meðalhófsreglu stjórnarskrárinnar íslensku sem vera skyldi leiðarljós í ákvarðanatöku allri til handa einstaklingum í þessu landi, af hálfu hverra þeirra er fara með fjárveitingavald og ákvarðanatöku á hverjum tíma.

kv.Guðrún María.


mbl.is Skert lífsgæði fatlaðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir hvern starfar viðkomandi blaðamaður ?

Það kemur ekki fram í fréttinni fyrir hvern viðkomandi blaðamaður Halldór Bachmann starfar og ágætt væri að fá þær hinar sömu upplýsingar til fróðleiks.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ísland sagt íhuga nýtt nafn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherrastólar og stefna flokksins.

Það er allsendis ekki sama hvort menn setjast í ráðherrastóla ellagar þurfa að sitja á bekknum við eldhúsborðið í þinginu, hvað varðar skoðanir og fylgispekt við eigin flokk, eða hvað ?

Vinstri hreyfingin grænt framboð stakk eigin stefnu undir stól við upphaf þessa ríkisstjórnarsamstarfs og afskaplega mismunandi er hvernig tekist hefur að fá þingmenn jafnt sem flokksmenn til þess að dansa áfram á þeim hinum sama dansleik, sem og þá kjósendur sem komu flokki þessum til valda til embætta við stjórn landsins.

Það er missir að Guðfríði Lilju sem þingmanni en mikið skil ég hana vel að vilja yfirgefa sviðið nú um stundir.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Vilji menn halda flokknum saman“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveitarfélög verða að gera refi að minkum.

Það gat nú verið að fjárveitingavaldið gæti ekki skilgreint refinn eins mikinn skaðvald og minkinn, varðandi það atriði að halda þeim báðum í skefjum um landið allt.

Bændur sem misst hafa fé vegna refa vita hins vegar söguna vel í þessu efni og auðvitað þarf að hugsa um það að halda bæði minki og ref í skefjum, eins og var við lýði lengst af hér á landi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekkert fé til refaveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég fékk sting í hjartað..... að horfa á Kastljósið.

Gömul kona send heim í leigubíl, af sjúkrahúsi, lyklalaus, Guð minn almáttugur.

Þessi yndislega dugnaðarkona er kona sem ég þekki og þykir vænt um, og veit hve miklu sú hin sama hefur skilað sínu samfélagi gegnum tíðina.

Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að þetta verði talið í lagi af hálfu aðila sem hafa með málið að gera.

kv.Guðrún María.


Hve oft og hve mikið hafa bændur undir Eyjafjöllum mátt bera tjónið sjálfir af foki?

Veðurhamurinn undir Fjöllunum er engum líkur og margsinnis að ég tel hafa menn þurft að bera tjón sitt sjálfir af foki í slikum hamfaraveðrum enda fást engar tryggingar til þess arna.

Þessi hamfaraveður þar sem foktjón er um að ræða eru orðin mörg á þessu svæði.

Þá vaknar sú spurning eru gerðar ríkari kröfur til bygginga á þessum svæðum eða gilda sömu reglur þar og annars staðar ?

Ég veit ekki betur en sömu reglur gildi um byggingar á þessu svæði eins og annars staðar, samt er ekki hægt að tryggja gegn slíku að virðist.

Á árunum um 1970 gerði eitt hamfaraveður og var sveitin öll í rúst, og þá var rætt um að Viðlagatrygging myndi að hluta bæta tjón bænda undir Fjöllunum, en ef ég man rétt, þá bætti það hið sama lítið sem ekki neitt.

Það væri nú ekki úr vegi að rýna ögn ofan í tjón af völdum náttúruhamfara en þar er foktjón einn hluti af slíku.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mikið tjón undir Eyjafjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er virðingin fyrir fólkinu sem kom okkur til manns ?

Það er ætíð jafn skammarlegt til þess að vita að fólkið sem kom okkur til manns hér á landi og skapað hefur það þjóðfélag sem við þó höfum, megi þurfa að sitja með byrðar á herðum af skerðingum á kjörum á efri árum, skerðingum sem ganga þó ekki jafnt yfir alla í þessu tilviki.

Það heitir mismunun og er brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar í raun, hvort sem mönnum líkar betur eða ver, eitt af mörgum brotum á þeirri hinni sömu reglu þar sem það væri sannarlega þarft að skipa sérstaka rannsóknarnefnd af hálfu Alþingis til þess að fara ofan í saumana á því hvar og hvenær jafnræðisreglan er brotin á þegnum landsins, hvort sem er, hvað varðar aldur, eða annað.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kjaraskerðing verði afturkölluð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband