Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Nokkur orð um réttindi sjúklinga á einkastofum lækna.

Mér best vitanlega áttu allir læknar með einkarekstur að hafa tryggt starfssemi sína frá árinu 2001, þannig að þeir hinir sömu eiga að hafa tryggingar í þessu sambandi en læknar hljóta síðan að eiga endurkröfurétt á hina gölluðu vöru sem þarna um ræðir til handa framleiðanda.

Greiðsluþáttaka hins opinbera í aðgerðum sem þessum hefur ekki verið fyrir hendi, en starfssemin eigi að síður hluti af heilbrigðiskerfinu og háður eftirliti Landlæknis.

kv.Guðrún María.


mbl.is Algjörlega grandalaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Launamenn í landinu eiga fjármuni lífeyrissjóðanna.

Lögum samkvæmt greiðir launþegi á vinnumarkaði iðgjöld í lífeyrissjóð þar sem sá hinn sami ávinnur sér réttindi á vinnumarkaði samkvæmt inngreiðslum í sjóðina.

Nýting fjármuna sem sjóðir þessir hafa með höndum skyldi aldrei önnur en sú að tryggja að réttindi þau er launþegar hafa áunnið sér, aldrei.

Hver og einn einasti launþegi í landinu þarf að halda til haga upplýsingum frá sínum sjóðum og tilkynningum um áunnin réttindi á hverjum tíma.

Hvers konar skerðingar eða hugmyndir um aðra nýtingu þeirra hinna sömu fjármuna hljóta að koma til skoðunnar fyrir dómstólum þar sem lögbundin innheimta af tekjum launamanna er forsenda sjóðsöfnunnar þessarar með þann tilgang að tryggja lífeyri á efri árum.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Eiga rúmlega 2 þúsund milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með okkur Íslendinga, greiðum við of hátt verð fyrir lyf ?

Það væri mjög fróðlegt að fá um það upplýsingar hvort Lyfjastofnun ellegar heilbrigðisráðuneytið hafi með höndum sérstaka skoðun vegna þess sem fram kemur í þessarri frétt.

Útgjöld hins opinbera í lyfjakostnaði eru stór hluti af sköttum landsmanna, og því afar eðliegt að upplýsingar um slíkt séu til staðar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Actavis greiðir milljarða ytra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkalýðshreyfing þessa lands verði án pólítískra hagsmunatengsla í forystu félaga.

Það er ástæða fyrir því að afdalalýðræði svo sem það að stjórnir verkalýðfélaga skipi í stjórnir lífeyrissjóða enn þann dag í dag, og sú ástæða er einfaldlega sú að stjórnmálaflokkar hafa ekki viljað rugga bát verkalýðshreyfingarinnar nokkurn tímann og því ekkert verið endurskoðað svo áratugum skiptir.

Jafnframt hefur það verið talið fínt að einstakir leiðtogar verkalýðsfélaga hér og þar skreyti framboðslista flokka til þings eða sveitarstjórna ellagar hoppi úr verkalýðsbaráttu í stjórnmál.

Ekkert er eins fjarstæðukennt í raun því verkalýðsleiðtogar eiga að gera sér far um það að vera ópólítískir vegna þess að launþegar kjósa sannarlega ekki sömu flokka og það atriði að reyna að teyma launþega í einstökum félögum í ákveðna stjórmálaflokka af hálfu forystumanna í félögunum er fáránlegt í alla staði, sama máli gildir reyndar um hagsmunabaráttu hvers konar er menn takast á hendur.

Seta leiðtoga í félögum í framboði fyrir einstaka flokka hefur orsakað andvaraleysi þeirra hinna sömu gagnvart launþegum setjist sá flokkur við stjórnvöl sem þeir hinir sömu tilheyra, því miður.

Verkalýðshreyfingin þarf því að aftengja sig pólítiskum hagsmunatengslum til þess að eiga trúverðugleika.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ríkið ekki staðið við sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og allir lofa öllu fögru og ætla að vinna kosningar, halelúja...

Það mátti nú minna út af bera en eitt stykki efnahagshrun kæmi til sögu hér á landi til að skapa óánægju og kalla fram hina einu sönnu handhafa sannleikans allra handa, sem leiða vilja framboð til sigurs á þinginu.

Vandamálin hefjast venjulega þegar kjósa þarf á milli manna til valdatauma í hvers konar framboðum, þar sem flestir telja sig sjálfa frambærasta til þess arna, svo ekki sé minnst á sæti á framboðslistum.

Ég þakka mínum sæla fyrir það að hafa fundið land í flokki sem stendur á rótgrónum grunni Framsóknarflokknum, þar sem ég treysti ekki aðeins þeim sem hafa með forystu að gera heldur einnig veit ég það að flokkurinn starfar eftir reglum sem eru virtar og hafa verið í notkun lengi í flokksstarfi.

Það hið sama skiptir meginmáli í stjórnmálastarfi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mörg framboð til marks um óánægju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jarðskjálfti ?

Hvernig sem á því stendur varð ég ekki vör við þennan skjálfta, nema það hrikti í sjónvarpinu tvisvar í kvöld, en ég er með túpusjónvarp á borði þar sem ein löppin er styttri og um leið og minnsta jarðhreyfing á sér stað hriktir í sjónvarpinu.

Það hefur nú verið all venjulegt undanfarið vegna niðurdælingarskjálfta frá Hellisheiðarvirkjun, og ef hritkir hugsar maður, já nú eru þeir að dæla niður þarna uppfrá.

Það er þokkalegt ef maður skynjar ekki lengur ómanngerða jarðskálfta !

kv.Guðrún María.


mbl.is Skjálfti upp á 3,6 fannst víða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður ársins var Ólafur Ragnar Grímsson forseti vor.

Það hefði nú verið kærleiksríkara af pistlahöfundi að óska Ólafi til hamingju með það að vera kosinn maður ársins í stað þess að saka hann um óvirðingu.

Raunin er sú að þann titil hefði hann ekki hlotið nema vera samferða sinni þjóð í sínum verkum, sem forseti.

kv.Guðrún María.


mbl.is Sakar Ólaf Ragnar um óvirðingu við þjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný stefna ríkisstjórnarinnar í Hafrannsóknum ?

Það má segja að nokkuð rösklega hafi verið að verki staðið varðandi þessar breytingar af hálfu ráðherrans rétt áður en hann lét af embætti.

Enginn gat svo sem lyft litla fingri til mótmæla um þessar breytingar virðist vera, en hvort þetta boðar stefnubreytingu í Hafrannsóknum hér á landi, af hálfu ríkisstjórnarinnar er ekki gott um að segja.

Sennilega er kona í fyrsta skipti stjórnarformaður á þessu vettvangi, og slíkt að öllum líkindum í anda femínisma VG.

kv.Guðrún María.


mbl.is Skipti um stjórnarformann Hafró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðinni til heilla að Ólafur sæti eitt kjörtímabil enn.

Ég tel að það væri þjóðinni heilladrjúgt að forsetinn sæti áfram eitt kjörtímabil enn.

Hins vegar finnst mér það, hvoru tveggja, ljúft og skylt að virða persónulega ákvörðun forsetans og þeirra hjóna að þau kjósi að eiga sitt frelsi fyrir sig án þess að vera endalaust innilokuð i embættisverkum sem tilheyra embætti forseta.

kv.Guðrún María.


mbl.is Framboð ekki útilokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólítísk óvissa um stjórnarskrárbreytingar fylgir næstu forsetakosningum.

Það er nokkuð sérstakt að enn hefur lítið verið rætt um það atriði að tillögur stjórnlagaráðs eru nú hjá Alþingi óafgreiddar, og óljóst hvort þingið verður búið að afgreiða það hið sama mál fyrir kosningar til embættis forseta.

Þar er því um að ræða ákveðna óvissu til handa þeim er bjóða sig fram til forseta, í næstu forsetakosningum eins og staðan er.

Afskaplega óheppileg staða í raun.

kv.Guðrún María.


mbl.is Embættið pólitískt eftirsóknarverðara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband