Launamenn í landinu eiga fjármuni lífeyrissjóðanna.

Lögum samkvæmt greiðir launþegi á vinnumarkaði iðgjöld í lífeyrissjóð þar sem sá hinn sami ávinnur sér réttindi á vinnumarkaði samkvæmt inngreiðslum í sjóðina.

Nýting fjármuna sem sjóðir þessir hafa með höndum skyldi aldrei önnur en sú að tryggja að réttindi þau er launþegar hafa áunnið sér, aldrei.

Hver og einn einasti launþegi í landinu þarf að halda til haga upplýsingum frá sínum sjóðum og tilkynningum um áunnin réttindi á hverjum tíma.

Hvers konar skerðingar eða hugmyndir um aðra nýtingu þeirra hinna sömu fjármuna hljóta að koma til skoðunnar fyrir dómstólum þar sem lögbundin innheimta af tekjum launamanna er forsenda sjóðsöfnunnar þessarar með þann tilgang að tryggja lífeyri á efri árum.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Eiga rúmlega 2 þúsund milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband