Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012
Náttúruöflin sjá um seltuna.
Miðvikudagur, 11. janúar 2012
Ég hef sjaldan séð glugga eins þakta salti og nú eftir þetta veðurgúlp, en það þarf nokkuð góða rigningu til að hreinsa það af.
Við getum hins vegar þakkað fyrir það hér á höfuðborgarsvæðinu að hafa rafmagn inni eins og venjulega en ég man ekki eftir alvöru rafmagnsleysi frá því ég fluttist á mölina.
Blikkið í kvöld varð eigi að síður til þess að kveikt var á kerti til vonar og vara ef slægi út, og kaffi lagað á könnuna til öryggis.
Við erum hins vegar ansi háð rafmagninu og oft hefur mér verið hugsað til þess að ekkert er víst að fólk eigi almennt tæki sem ganga fyrir rafhlöðum ef á þyrfti að halda, til dæmis til þess að hlusta á tilkynningar í útvarpi.
Jafnframt eru rafræn viðskipti það víðtækur máti að rafmagnsleysi hamlar sennilega flestu í þvi sambandi nú í dag.
Ég held að það sé ágætt að hugleiða hvað ef... einkum og sér í lagi þegar við erum minnt á það að rafmagn sé ekki endilega sjálfsagt með blikki eins og í kvöld.
kv.Guðrún María.
Ísing og selta olli trufluninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Forvarnir eiga að byggjast á fræðslu um afleiðingar.
Þriðjudagur, 10. janúar 2012
Það er nokkuð rétt að lítill áróður hefur verið hafður uppi varðandi það atriði að við eigum við vandamál að etja í formi ofþyngdar hér á landi.
Hins vegar er sjálfsagt að geta þess sem verið er þó að reyna en mér skilst að það standi til að skrifa upp á sérstaka hreyfilyfseðla af hálfu lækna, ef ég hef tekið rétt eftir sem er mjög gott mál.
Áhættuþættir hvað varðar stoðkerfi líkamans eru miklir einkum þegar liður á ævina og slit fer að segja til sín, jafnframt eru blóðþrýstingsvandamál fylgifiskur hjá mörgum.
Persónulega hefi ég þurft að taka þessi mál til skoðunnar, þar sem ég get ekki hreyft mig nema takmarkað eftir slys og afleiðingar þess, s.s, get ekki hlaupið, en þarf að nota og nýta það að geta gengið um það bil hálftíma á dag, án þess að verða verri af mínum vandkvæðum.
Vegna veðurfarsins og verri aðstöðu til gönguferða, þá reyni ég að passa mataræðið enn frekar, meðan það varir.
Það er allt til þess vinnandi að losna við það að safna á sig aukakílóum.
kv.Guðrún María.
Aðgerða er þörf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eftirlit heilbrigðisyfirvalda með starfssemi lækna í landinu.
Þriðjudagur, 10. janúar 2012
Nú árið 2012, hefur embætti Landlæknis enn ekki tekist að fá upplýsingar um allar framkvæmdar læknisaðgerðir á landinu, eins og kom fram hjá Landlækni í viðtali í Kastljósi kvöldsins.
Landlæknisembætti á hins vegar eigi að síður að hafa leyft slíka starfssemi sem hinn opinberi aðili, lögum samkvæmt, sem og ber embættinu að hafa yfirsýn yfir starfssemi alla.
Landlækni ber að skylda lækna til þess að skila inn upplýsingum um framkvæmdar aðgerðir, hvatning er ekki nóg, og á mér best vitanlega ekki heima í orðasafni embættismanna sem Landlæknis.
kv.Guðrún María.
Vanhæf borgaryfirvöld, varðandi snjómokstur.
Mánudagur, 9. janúar 2012
Ef einungis er unnið á dagvöktum við snjómokstur, er þá ekki verið að spara ?
Að öðru leyti er það fáránlegt að ekkert hafi verið saltað eða sandað fyrir nokkrum dögum og útskýringar borgarstjóra um saltið og sandinn, eitthvað sem setja þarf vel á minnið er kemur að næstu kosningum Besta flokksins.
kv.Guðrún María.
Borgarstjóri biður um skilning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarfélög eiga að sjá um að losa stíflur úr niðurföllum, eða hvað ?
Mánudagur, 9. janúar 2012
Því miður er það verulega sýnilegt hve mikill vilji virðist vera fyrir hendi til þess að skera niður nauðsynlega þjónustu í tíðarfari því sem ríkt hefur um skeið hér á Suðvesturhorninu.
Höfuðborg landsins kemur ekki vel út í þeim samanburði svo mikið er víst, og hálf furðulegt að sjá talin upp tæki, innan við fimmtíu að störfum á svo stóru svæði sem raun ber vitni að undanförnu.
Sveitarfélögin hljóta að þurfa að vera þess umkomin með eigin tækjakosti að takast á við veðurfar hér á landi, nú og til framtíðar og án efa þarf að endurskoða fyrirkomulag aðferðafræðinnar allra handa í þessu sambandi.
kv.Guðrún María.
Mikið um stífluð niðurföll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umræðan í Silfri Egils í dag.
Mánudagur, 9. janúar 2012
Venju fremur góður þáttur í dag hjá Agli, en það vildi til að tveimur mönnum bar þar saman um eina tegund af meintri spillingu í voru þjóðfélagi, varðandi það atriði að fjármunavarsla og skipun í stjórnir lífeyrissjóða í landinu, væri ámælisvert atriði.
Þetta voru þeir Stefán Jón Hafstein og Jón F.Thoroddsen.
Ég er þeim innilega sammála, jafnframt er það út úr kú að vinnuveitendur skuli einnig komnir í stjórnir lífeyrissjóðanna, gjörsamlega út úr kú.
Meðan við launþegar höfum látið þetta yfir okkur ganga þegjandi og hljóðalaust, ásamt þvi að alþingismenn látið sér þetta skipulag líka, þá breytist nákvæmlega ekki nokkur skapaður hlutur.
Það heitir að snúa hlutum á haus að lífeyrissjóðir séu nú nýttir til þess að halda fyrirtækjum gangandi á markaði undir formerkjum " Framtakssjóðs ", vegna efnahagslegrar niðurdýfu í einu þjóðfélagi.
Tilgangur og markmið verkalýðsfélaga í landinu er í uppnámi að minu viti og hefur verið nokkuð lengi, þar sem hagsmunavarsla sú sem vera skal til handa launþegum er illa eða ekki sýnileg, meðan flest snýst um vörslu lífeyrissjóðanna sem eru samtengdir félögunum og forystumönnum þar innan dyra eins og staðan er í dag.
Þar hvoru tveggja þarf og VERÐUR að skilja á milli.
kv.Guðrún María.
Hvað með Margréti og Birgittu ?
Mánudagur, 9. janúar 2012
Ég sé að Þór segir að hann " haldi " að sama máli gegni um félaga sína og sig, varðandi það að þeir hinir sömu myndu styðja vantraust á ríkisstjórnina ef til þess kæmi, en er það raunin ?
kv.Guðrún María.
Hugarburður og dylgjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Forsetinn bjargaði þjóðaskútunni af strandstað.
Sunnudagur, 8. janúar 2012
Jóni væri nær að senda forsetanum heillaóskir í stað þess að vera með orðagjálfur í hans garð.
Hér er hann einn af mörgum " aftursætisbílsstjórum ríkisstjórnarinnar "
sem telur sig gera vel að senda tóninn sem hinn eini sanni handhafi sannleikans allra handa eins hjákátlegt og það nú er.
Gagnrýni á val á manni ársins endurspeglar viljann til ritskoðunnar og forsjárhyggju, sem væri nú alveg ágætt leggja til hliðar.
kv.Guðrún María.
Forsetinn heldur áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mistök Vinstri hreyfingar Græns framboðs að samþykkja stjórnarsáttmála þessa efnis.
Laugardagur, 7. janúar 2012
Hverjum hefði dottið í hug fyrir síðustu þingkosningar að fyrsta verk VG, yrði að skrifa undir stjórnarsáttmála sem innihélt aðildarumsókn
að Evrópusambandinu ?
Ég hygg að fáum hefði dottið það hið sama í hug, en svona gerast kaupin á Eyrinni þegar kemur að því að fara í ríkisstjórn eða fara ekki í ríkisstjórn.
kv.Guðrún María.
Eigum ekkert erindi í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Landlæknisembættið þarf að hafa upplýsingar um framkvæmdar aðgerðir.
Laugardagur, 7. janúar 2012
Það er afskaplega lélegt að sá eftirlitisaðili sem á að hafa yfirsýn hafi hana ekki í þessu sambandi, þ.e. embættið viti ekki hvað margar aðgerðir hafa verið framkvæmdar, af hvaða læknum sem og til handa hvaða sjúklingum.
Það er ekki nógu gott og það þarf að laga.
kv.Guðrún María.
Aðgerðaráætlun vegna brjóstafyllinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |