Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012
Þessi þingmaður er í " pólítískum sandkassaleik " gegn " flokknum ógurlega " !
Miðvikudagur, 18. janúar 2012
Þegar menn sjá ekki skóginn fyrir trjánum þá er illa komið og það virðist eiga við varðandi þennan þingmann, sem sér ofsjónum yfir einum flokki umfram annan og blandar því inn í umræðu um ábyrgð ekki ábyrgð á einu stykki efnahagshruni, þar sem þinginu urðu á stórkostleg mistök fyrir tilstuðlan þess flokks sem þessi þingmaður er í samstarfi við nú.
Greinilega finnst honum sjálfsagt að formaður hins " ógurlega flokks " beri bara ábyrgð á hruninu aleinn, að sjá má, og eins og áður sagði sér hann ekki skóginn fyrir trjánum í því sambandi.
Ægilegt, sennilega þarf að finna upp sérstök pólítisk þrívíddargleraugu til þess að leiða þetta mál til lykta.
kv.Guðrún María.
Árni Þór: Flestir sótraftar á sjó dregnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pólítískur skrípaleikur eru orð að sönnu.
Miðvikudagur, 18. janúar 2012
Það er mikið rétt hjá Sigurði Inga, að atkvæðagreiðsla um Landsdóm varð að pólítiskum skrípaleik fyrir tilstuðlan þingmanna Samfylkingarinnar á þingi.
Í raun og veru snerist málið í öndverðu sína að mínu áliti eftir þessa atkvæðagreiðslu, og Alþingi setti niður varðandi það atriði að vega og meta mál óháð flokkslínum.
Sanngirni og réttlæti fór fyrir lítið sem og starf manna í þingnefndum við mál þetta.
Atkvæðagreiðslan var og er skrípaleikur þar sem Samfylkingin eins og áður sagði dró sína menn i sérstaka dilka, án ábyrgðar en greiddi atkvæði með að ákæra formann samstarfsflokksins.
Virðing Alþingis mun því einungis aukast við endurskoðun þessa máls.
kv.Guðrún María.
Efins um að vegferðin hafi verið sanngjörn og réttlát | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Málþing um samspil lífeyris og almannatrygginga, fjármálaráðherra með sýn stjórnvalda.
Þriðjudagur, 17. janúar 2012
Get ekki á mér setið að vekja athygli á þessu Málþingi, þar sem fróðlegt kann að vera að vita hver sýn núverandi stjórnvalda er á þessi mál er, en ég verð að treysta á fréttir þar sem ég kemst ekki.
Af vef STH.
"Samspil lífeyris og almannatrygginga - þín framtíð
Málþing BHM, BSRB og KÍ um samspil lífeyris og almannatrygginga verður haldið á Grand hótel Reykjavík
þann 19. janúar nk. frá kl.13.00-16.00.
Benedikt Jóhannesson frá Talnakönnun kynnir niðurstöður skýrslu sem hann vann að beiðni BHM, BSRB og KÍ um samspil lífeyrisgreiðslna frá lífeyrissjóðum og Tryggingastofnun.
Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar, flytur erindi um víxlverkun lífeyrisgreiðslna og almannatrygginga.
Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra, kynnir sýn stjórnvalda á verkefnin sem framundan eru í lífeyrismálum.
Málþingið er mikilvægt innlegg í umræðuna um stöðu lífeyrismála og mögulegar breytingar á framtíðarfyrirkomulagi þeirra. Því er ætlað að auka þekkingu almennings á lífeyrismálum og þátttöku ríkisins í öðrum kjörum fólks á efri árum
Eiríkur Jónsson frá KÍ flytur inngangsorð og Guðlaug Kristjánsdóttir frá BHM samantekt fyrir hönd bandalaganna þriggja, en fundarstjórn verður í höndum Elínar Bjargar Jónsdóttur, formanns BSRB.
Málþingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis. Þótt svo sé er fólk beðið um að skrá sig til þátttöku á heimasíðu www.bsrb.is "
kv.Guðrún María.
Furðuleg vinnubrögð við uppsögn ópólítisks bæjarstjóra í Kópavogi.
Þriðjudagur, 17. janúar 2012
Það hlýtur að vera skrýtin staða fyrir bæjarstjóra í Kópavogi að sjá svona frétt þar sem viðkomandi pólítískur fulltrúi ætlar ekki að tjá sig um málið en viðhefur síðan all nokkur ummæli um málið meðal annars þau að viðkomandi sé nú sú sem væri sá pólítiski fulltrúi sem ætti að verða bæjarstjóri......
Furðulegt mál ekki hvað síst sökum þess að bæjarstjóri er ópólitískur.
Ekki kæmi það á óvart að mál þetta drægi dilk á eftir sér, vegna vinnubragðanna.
kv.Guðrún María.
Meirihlutinn er ekki að falla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvar er Lýðheilsustofnun í stóra saltmálinu ?
Mánudagur, 16. janúar 2012
Vantar ekki eina stofnun enn í málið til þess að uppfræða almenning um það hvort nokkur áhætta er á ferð, varðandi saltið ?
Næstu daga munum við væntanlega sjá tilkynningar frá hinum einstöku fyrirtækjum, hverja á fætur annarri um notkun þessa salts eða ekki notkun þessa salts ásamt þvi að eftirlitsstofnanir leita logandi ljósi að eigin ábyrgð innandyra.
Svolítið sérstakt að þetta saltmál kemur í kjölfar þess að Reykjavíkurborg vildi ekki salta í hálkunni um daginn en kúventi svo viðhorfinu og nú er saltað út og suður, þar sem í nágrannasveitarfélögum.
Vonandi verður þetta mál til að vekja menn til vitundar um það að vera á tánum í eftirliti hvers konar en ég hélt að gæðastaðlar í þessu efni væru fyrir hendi og ekki væri hægt að fara framhjá þeim hinum sömu.
kv.Guðrún María.
Stofnanir deila um salt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðisþjónusta á Íslandi og fjármagn til heilbrigðismála.
Laugardagur, 14. janúar 2012
Það hafa liðið mörg ár án þess að við Íslendingar höfum gefið okkur tíma til þess að ræða forgangsröðun verkefna í okkar heilbrigðiskerfi, þar sem hvoru tveggja er um að ræða siðferðileg álitamál sem og spurninguna um að verja fjármunum hins opinbera með sem skilvirkustu móti sem verða má.
Í stað þess að byggja upp öfluga grunnþjónustu hér á landi hefur sú leið verið valin að hafa sambland af öllu í einum hrærigraut, þ.e. sjúkrahús, heilsugæsla og einkastofurekstur lækna án þess þó að tilvísanakerfi hafi verið til staðar, þannig að sjúklingar sem hafa haft aðgang að einkastofuþjónustu ( einkum á höfuðborgarsvæði ) hafa getað notað og nýtt sér þann kost, aðrir landsmenn hafa þurft að leggja á sig ferðakostnað við að sækja slíka þjónustu með beinu aðgengi.
Yfirsýn þess opinbera eftirlitsaðila sem er Landlæknisembætti yfir framkvæmdar læknisaðgerðir á landinu, er því miður ekki fyrir hendi eins og komið hefur í ljós varðandi hina ónýtu brjóstapúða sem nú er vitað um.
Það er óviðunandi í raun að sá aðili sem standa skal skil og bera ábyrgð hafi ekki upplýsingar sem skildi, um fjölda framkvæmdra aðgerða svo ekki sé minnst á það atriði að annað eftirlit með starfsseminni væri einnig til staðar.
Það þyrmdi oft yfir mig á árum áður þegar ég stóð í baráttu fyrir bættum réttindum sjúklinga hér á landi og ég taldi hafa þokast fram á veg með lögum um réttindi sjúklinga og sjúklingatryggingalögum þar sem læknum á einkastofum var mér best vitanlega gert skylt að tryggja starfssemi sína, en ég er orðlaus yfir því að embætti Landlæknis skuli ekki enn nú í dag hafa allar upplýsingar.
Ég skora á alþingismenn að láta sig málið varða og skoða þá þætti sem þarf að skoða í þessu sambandi því það er nefnilega ekki endilega hægt að setja samasemmerki milli magns fjármagns til málaflokksins og betri þjónustu í heild í þessu sambandi.
kv.Guðrún María.
Munu færri, stærri kúabú skila þjóðhagslegri hagkvæmni ?
Fimmtudagur, 12. janúar 2012
Mitt svar er Nei.
Við höfum hamast hér Íslendingar undanfarna áratugi undir formerkjum meintrar
hagræðingar í formi færri stærri eininga og samþjöppunnar hvers konar, en hver er hin þjóðhagslega hagkvæmni af skipulaginu ?
Framleiðendum á mjólk hefur fækkað um hátt í tvö þúsund bændur frá 1978, og spurningin er hversu miklu skila þeir í þjóðarbúið af ársverkum sem eftir standa í greininni ?
Er skuldsetning lítil ?
Hvað með nýtingu jarða á landinu og atvinnusköpun í landbúnaði, hvað hefur tekið við þessum fjölda ársverka ?
Var bændum borgað fyrir að hætta búskap ?
Hvað stunda margir bændur lífræna framleiðslu á mjólk hér á landi ?
Er framtíðin fabrikkuframleiðsla á landbúnaðarafurðum ?
Þarf kanski að skoða stefnumótun í landbúnaði ?
kv.Guðrún María.
Meðalbúið komið í 182 þúsund lítra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ætlar félagið að standa fyrir mótmælaaðgerðum ?
Fimmtudagur, 12. janúar 2012
Verður þessi yfirlýsing það eina sem þetta félag sendir frá sér eða hyggst stjórn félagsins gera eitthvað meira ?
kv.Guðrún María.
Skora á stjórnvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hið faglega mat á því að salta og sparnaðarformúlurnar.
Fimmtudagur, 12. janúar 2012
Það er alveg stórkostlegt að skýla sér bak við sérfræðinga varðandi " faglegt mat " þegar það hentar líkt og borgarstjórinn í Reykjavík gerði í Kastljósi kvöldsins, en ágætt hefði verið að fá fram upplýsingar um hver sparnaðarkrafan væri til handa því sviði sem sér um snjómokstur þetta árið, svo ekki sé minnst á tölur upp á blað.
Því ber hins vegar að fagna að gagnrýni á handvammagang borgarinnar í þessum efnum virðist hafa skilað sér með þvi móti að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hamast nú í þvi að gera betur, hvert um annað þvert.
Ekki öfundaði ég Sigmar í Kastljósi kvöldsins við það að reyna að fá fram upplýsingar frá blessuðum borgarstjóranum.
kv.Guðrún María.
Þetta var ófremdarástand | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vaðlaheiðargöng.
Miðvikudagur, 11. janúar 2012
Það er gefið mál að allir þingmenn kjördæmisins, hvar í flokkum sem standa vilja framkvæmdir í sínu kjördæmi, þannig er það og hefur verið um áraraðir.
Þingmaður hvað sem sá hinn sami heitir og situr í stjórn fyrirtækis um gangagerð á ekkert erindi í umræðu um málið í raun eða réttara sagt ætti ekki að sitja í stjórn fyrirtækis sem stofnað hefur verið um gangagerð þessa.
Það er einfaldlega óðeðilegt og breytir þar engu hvort sá hefur verið samgönguráðherra áður eða ekki.
Ég óska Norðlendingum sannarlega samgöngubóta eins og öðrum landsmönnum og veit að gangagerð gegnum fjallvegi skiptir máli í því sambandi, ég efast hins vegar um að framkvæmdirnar muni skila þeim arði til baka á þeim tíma sem til er ætlast og kemur þar tvennt til sögu.
Í fyrsta lagi eru auknar álögur á almenning í landinu eitthvað sem enn er ekki verðmetið inn í formúlur hvers konar að mínu mati og í öðru lagi eru hækkanir á eldsneyti með því móti að áhrifa mun gæta í enn frekara mæli, og allt spurning um upphæð gjaldtöku versus akstur yfir fjallveg á þeim tíma árs sem það er mögulegt.
Það er Alþingismanna að taka ákvörðun í þessu sambandi og meta og vega óvissuþætti þar að lútandi og ef til vill kemur á móti að atvinnusköpun varðandi framkvæmdir vegi upp það sem hér er nefnt.
Kemur í ljós.
kv.Guðrún María.
Helstu forsendur innan marka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |